Er hægt að skrifa heila bók á 3 mánuðum? Það er sú spurning sem ég velti fyrir mér í dag. Og í gær reyndar líka. Og mun örugglega enn vera að velta henni fyrir mér á morgun.
Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Eða er það ekki annars?
Kannski er þetta spurning um að hætta að velta fyrir sér spurningum og koma sér að verki.
Eftir viku fer ég í 2ja vikna sumarfrí. Kannski lengra. Svei mér þá ég held ég biðji fyrir rigningu. Það verður ansi erfitt að halda sig inni við skrif í glaða glampanda sólskini.
Nema... er til einhvers konar skjávari fyrir laptop, svo hægt sé að sitja úti og actually sjá á skjáinn?