c

Pistlar:

27. júní 2009 kl. 1:15

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Ekki hægt að ímynda sér

Þetta er eitt það sorglegasta slys sem ég hef heyrt um. Og ég finn svo til með foreldrunum að ég er með stingi í hjartanu.

Það er á engan hátt hægt að ímynda sér hvað þau ganga í gegnum. Ansi hætt er við því að þau muni ekki geta unnið úr þessu saman.

Ég veit hvað flestir hugsa. Að þessi maður hljóti að vera ömurlegt foreldri. Hafi ekki elskað barnið sitt. Verið í dópinu.....

Og það er kannski eðlilegt að fólk hugsi slíkt. En ég veit um dæmi þar sem ósköp normal, eðlilegir og elskandi foreldrar hafa gleymt börnum sínum á einn eða annan hátt. Ég líka. Afleiðingarnar hafa hins vegar ekki verið neinar.

Þetta fólk á alla mína samúð og ekki síst faðirinn. Þvílíkar vítiskvalir sem hann gengur í gegnum. Og sér ekki fyrir endann á þeim.

Sendum frá okkur fallegar hugsanir.

Eigið góða helgi.

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira