Mánudagur 29. júní 2009
1. dagur sumarfrís. Kerlingin eyddi peningum. Karlinn fór í golf.
Ég keypti mér skó í gær...................................................................
Segir það ekki allt sem segja þarf um gærdaginn? Það gefur auga á leið að hann var vel heppnaður.
Friis & Company, Kringlunni, bauð mér (ásamt heilum helling af öðrum dömum) að koma og versla eftir lokun. Og ég mætti á svæðið með einbeittan brotavilja, þ.e. að eyða peningum.
Að máta skó og skart með hvítvínsglas í annarri hönd, er ekki amalegt. Og vökvinn gerir það að verkum að kortið er rétt fumlaust fram og án alls samviskubits.
Svo vaknar maður bara upp með eyðslu-timburmenn sem rjátla af manni og eru horfnir með öllu upp úr hádegi. ....þar til Visa-reikningurinn dettur inn um lúguna.
En það breytir því ekki að eftir stendur gordjöss par af skóm sem eru mínir. MÍNIR!