c

Pistlar:

30. júní 2009 kl. 14:15

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Dagur 1 í sumarfríi - Ég keypti mér skó í gær

Mánudagur 29. júní 2009

1. dagur sumarfrís. Kerlingin eyddi peningum. Karlinn fór í golf.

Ég keypti mér skó í gær...................................................................

Segir það ekki allt sem segja þarf um gærdaginn? Það gefur auga á leið að hann var vel heppnaður.

Friis & Company, Kringlunni, bauð mér (ásamt heilum helling af öðrum dömum) að koma og versla eftir lokun. Og ég mætti á svæðið með einbeittan brotavilja, þ.e. að eyða peningum.

Að máta skó og skart með hvítvínsglas í annarri hönd, er ekki amalegt. Og vökvinn gerir það að verkum að kortið er rétt fumlaust fram og án alls samviskubits.

Svo vaknar maður bara upp með eyðslu-timburmenn sem rjátla af manni og eru horfnir með öllu upp úr hádegi.    ....þar til Visa-reikningurinn dettur inn um lúguna. 

En það breytir því ekki að eftir stendur gordjöss par af skóm sem eru mínir. MÍNIR!

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira