c

Pistlar:

13. ágúst 2009 kl. 22:12

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Freaky friday

Þessa stundina situr Sá Einhverfi fyrir framan tölvuna og horfir á uppáhalds bíómyndarbrotið sitt. Freaky friday.

Ég ranghvolfdi í mér augunum áðan, þegar ég sá hvaða leitarorð hann var að stimpla inn á Google. Ef hann langar í gott hláturskast þá leitar hann þetta myndbrot uppi.

Tekur þá við dillandi og afskaplega smitandi hlátur sem yljar um hjartað og hrífur mann með... í svona 10 mínútur. Fljótlega upp úr því á maður þá ósk heitasta að stráksi hætti í þessu, sem virðist, stjórnlausa hláturskasti. Hann er svo píreygður að það rétt rifar í augun og hann tekur andköf í lengstu hláturskviðunum. Yndisleg sjón en eftir 20 mínútur væri grátkast fýsilegri kostur og eftir hálftíma er maður tilbúinn að rífa router-inn úr sambandi og fleygja tölvunni út í garð... og drengnum á eftir.

Hér er myndbrotið sem fær mig til að tæta af mér öll líkamshár

 

Gerir þetta eitthvað fyrir ykkur?

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira