c

Pistlar:

18. ágúst 2009 kl. 17:20

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Vilt'arrrridið?

Selurðu latte spurði ég dökkhærðu stúlkuna á bak við afgreiðsluborðið í bakaríinu.

Er það ekki ofsalega gott hjá þér, sagði ég glaðlega.

Jæja, sagði ég og virti hana fyrir mér. Gæti hafa verið rétt innan við þrítugt. Myndarleg stelpa með steinrunnið andlit.

Ég ætla að fá tvöfaldan latte með froðu, upplýsti ég hana um.

Hún sneri sér við og fór að sýsla við kaffivélina.

Áttu síróp, spurði ég

Nei

Áttu ekki síróp? sagði ég. Var svolítið undrandi því flest kaffihús/bakarí bjóða upp á ótal bragðtegundir af sírópi út í kaffi.

Hún nennti ekki að tala meira í bili. Hristi bara höfuðið þar sem hún sneri baki í mig.

HELVÍTIS KERLINGARASNI ÉG VAR BÚIN AÐ SEGJA NEI, hefur hún eflaust öskrað í huganum á meðan hún ímyndaði sér að ég væri undir kaffiþjapparanum.

Ég horfði á baksvipinn á henni. Einkennisklæðnaðurinn var svartu íþróttagalli eftir því sem ég gat best séð, úr glansefni. Svolítið sjúskaður. Stelpan stóð hokin í herðum með krepptan rass og flóaði mjólkina. Þessari konu leiðist svo í vinnunni að það sést meira að segja á rassinum á henni. 

Vilt'arrridið? spurði hún og sýndi mér visastrimilinn upp á 670 kr (ég fékk hana nebblega til að selja mér einn hafraklatta í leiðinni)

Nei takk sagði ég hátt og snjallt og ýkt glöð. Bara til að ergja hana.

Ég vorkenndi konunni sem kom aðvífandi í þann mund sem ég var að fara með kaffið mitt, og spurði kampakát: hvernig er þetta fimmkornabrauð? Hvað er í því?

Ég heyrði engin svör en get ímyndað með að afgreiðslustúlkan hefur hugsað: oooooooohhhhh gat hún ekki spurt um tveggjakornabrauðið.

Kaffið var samt bara fínt.

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira