c

Pistlar:

19. nóvember 2009 kl. 11:13

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Freaky friday fannst í gær

Mig langar til að þakka öllum sem lögðu hér hönd á plóg... allar ráðleggirnar sem ég fékk í gegnum síma, bloggið, fésið og tölvupóst.

Það kom mér gleðilega á óvart hversu mörgum þótti mikilvægt að Ian fengi myndina sína.

DVD myndina fann ég ekki á neinum sölustað. Þrautalendingin hefði verið að panta hana á netinu en til þess kom ekki. Róslín vinkona mín á Hornafirði bauðst til að senda mér í pósti, eintak sem hún á, og hefði ég þegið það ef mér hefði ekki boðist myndin til sölu hjá stúlku í Reykjavík.

Ég kom við hjá henni í Skipholtinu í gærkvöldi eftir að hafa sótt Gelgjuna í danstíma. Gat varla beðið eftir að komast heim og afhenda drengnum myndina. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Gleði- og vantrúarsvipurinn sem breiddist yfir andlitið á honum var ómetanleg sjón.

Váááá, hvíslaði hann með lotningu. Svo hagræddi hann sér í stólnum og hóf lesturinn eins og hann væri með Heimskringluna sjálfa í höndunum. Í 2 klukkustundir opnaði hann ekki einu sinni hulstrið. Bara sat og las utan á það og skoðaði í krók og kima.

Þær upplýsingar sem hann meðtók í gærkvöldi  munu brátt skila sér handskrifaðar eftir minni, á hvítt blað. Leturgerðin verður sú sama og á hulstrinu.

Við næsta matarboð læt ég nægja að múta honum með sælgæti.

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira