Pistlar:

8. október 2023 kl. 23:40

Birna G. Ásbjörnsdóttir (jorth.blog.is)

Áhrif orkudrykkja: þarmaflóra, heili og taugakerfi

Vinsældir orkudrykkja hafa aukist mikið síðustu ár þar sem áhrif þeirra eru gjarnan „hressandi“ en geta jafnframt verið ávanabindandi. Þessir drykkir eru ekki svaladrykkir í venjulegum skilningi og eru í raun hannaðir og framleiddir fyrir fyrirfram ákveðinn markhóp með ákveðin áhrif í huga.1 

 

Allir orkudrykkir eiga það sameiginlegt að innihalda koffín. Reglulegri neyslu þeirra fylgir ákveðin áhætta. Þessir drykkir innihalda ekki meiri orku eða svokallaðar hitaeiningar. Flestir innihalda þeir sætuefni og koffín í óhóflegu magni en einnig önnur virk efni svo sem ginseng eða úrdrátt (e. extract) úr öðrum plöntum. Auk þess er algengt að þessir drykkir innihaldi vatnsleysanleg vítamín og amínósýrur.1 

 

Til eru ýmis form af sætuefnum. Aspartam er eitt form sætuefnis og er búið er til úr tveimur amínósýrum,aspartansýru og fenýlalaníni.2,3 Súkralósi er annað form sem unnið er úr súkrósa (borðsykur) þar sem þremur vetnis-súrefnishópum er skipt út fyrir klórfrumeindir.3 Aspartam er um 200 sinnum sætara en súkrósi en súkralósi er um 600 sinnum sætari en súkrósi.4 Rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif aspartams og súkralósa á ýmsa heilsufarslega þætti.2–7

 

Sætuefni og áhrif þeirra á þarmaflóru

Nýlegar rannsóknir sýna að aspartam og súkralósi geta riðlað samsetningu þarmaflórunnar.3,4 Þarmaflóran samanstendur af örverum sem gegna mikilvægu hlutverki varðandi meltingu og almenna heilsu. Þegar aspartam er brotið niður í líkamanum, myndast fenýlalanín, aspartínsýra og metanól sem geta haft skaðleg áhrif á þessar örverur. Það getur leitt til riðlunar á samsetningu þarmaflórunnar (e. dysbiosis).8 Riðluð samsetning þarmaflórunnar getur stuðlað að fjölda heilsufarsvandamála, allt frá meltingartruflunum til truflana í ónæmis- og taugakerfi líkamans.9–16

 

Neysla á súkralósa getur haft slæm áhrif á þarmaflóru heilbrigðra einstaklinga.17 Rannsóknir sýna fram á neikvæð áhrif á blóðsykur, á insúlínnæmi og aukningu á útbreiddum bólgum í líkama.4,5 Súkralósi hefur fundist innan 24 tíma frá neyslu móður í brjóstamjólk. Súkralósinn eykur líkur á að riðlun verði á samsetningu þarmaflóru barnsins.18

 

Sætuefni og áhrif þeirra á þroskun taugakerfis

Rannsóknir á neyslu drykkja sem innihalda sætuefni á meðgöngu sýna aukna áhættu á einhverfu hjá afkvæmum.19 Rannsókn sem náði yfir 235 börn sem greind voru með einhverfurófsröskun borin saman við 121 heilbrigð viðmið sýndi að drengir mæðra sem neyttu að minnsta kosti eins drykks eða jafngildis ≥ 177 mg/dag af aspartami á meðgöngu voru í þrefalt líklegri til að greinast með einhverfu. Þessi tengsl voru þó ekki marktæk varðandi aukna áhættu á einhverfurófsgreiningu hjá stúlkum. Niðurstöðurnar sýna því aukna áhættu á einhverfu hjá drengjum mæðra sem neyta drykkja sem innihalda aspartam á meðgöngu.19

 

Koffín og þarma-heila ás (e. gut-brain axis)

Koffín hefur margvísleg áhrif og verkar það fyrst og fremst örvandi á líkamann í gegnum miðtaugakerfið.1 Áhrif koffíns veldur útvíkkun æða, hjartsláttur verður örari og blóðflæði eykst til allra líffæra.20 Einnig hefur koffín áhrif á öndun, örvar meltingu og eykur þvagmyndun.

Neysla á koffíni í stórum skömmtum getur haft ýmis óæskileg áhrif á líkamlegt og andlegt ástand.2021

 

Þarma-heila ás er tvíátta samskiptakerfi sem tengir meltingarveginn við miðtaugakerfið.22 Koffín getur til dæmis aukið þarmahreyfingar og getur leitt til ýmissa truflana í meltingarvegi.20,21 Ennfremur getur of mikið koffín haft truflandi áhrif á mikilvæg samskipti milli þarma, heila og taugakerfis, svokallaðan þarma-heila ás.23Truflunin á sér stað fyrir tilstuðlan áhrifa á framleiðslu og losun ýmissa mikilvægra taugaboðefna í meltingarveginum. Þessi truflun getur stuðlað að ákveðnum geðhrifum eins og til dæmis kvíða.21,23

 

Í hnotskurn

Þrátt fyrir hressandi áhrifa orkudrykkja til skamms tíma eru langtímaáhrif þeirra skaðleg fyrir heilbrigði meltingarvegar og óæskileg á heila og taugakerfi. Ýmis aukaefni, sérstaklega sætuefni, geta riðlað jafnvægi mikilvægrar þarmaflóru í meltingarveginum sem síðan getur haft neikvæð áhrif á samskipti þarma, heila og taugakerfis.

 

Það er mikilvægt að vera meðvitaður um þessi áhrif og þá áhættu sem neysla orkudrykkja hefur.

 

  1. MAST. Orkudrykkir | Matvælastofnun. https://www.mast.is/is/neytendur/faedubotarefni-og-orkudrykkir/orkudrykkir.
  2. Czarnecka, K. et al. Aspartame-True or False? Narrative Review of Safety Analysis of General Use in Products. Nutrients 13, (2021).
  3. del Pozo, S. et al. Potential Effects of Sucralose and Saccharin on Gut Microbiota: A Review. Nutrients 14, 1682 (2022).
  4. Gerasimidis, K. et al. The impact of food additives, artificial sweeteners and domestic hygiene products on the human gut microbiome and its fibre fermentation capacity. Eur J Nutr 59, 3213–3230 (2020).
  5. Risdon, S. et al. Sucralose and Cardiometabolic Health: Current Understanding from Receptors to Clinical Investigations. Adv Nutr 12, 1500–1513 (2021).
  6. K, I. Is the Use of Artificial Sweeteners Beneficial for Patients with Diabetes Mellitus? The Advantages and Disadvantages of Artificial Sweeteners. Nutrients 14, (2022).
  7. Suez, J. et al. Personalized microbiome-driven effects of non-nutritive sweeteners on human glucose tolerance. Cell 185, 3307-3328.e19 (2022).
  8. Conz, A., Salmona, M. & Diomede, L. Effect of Non-Nutritive Sweeteners on the Gut Microbiota. Nutrients 15, (2023).
  9. Gradisteanu Pircalabioru, G., Savu, O., Mihaescu, G., Vrancianu, O. & Chifiriuc, M.-C. Dysbiosis, Tolerance, and Development of Autoimmune Diseases. in Immunology of the GI Tract [Working Title] (IntechOpen, 2022). doi:10.5772/intechopen.104221.
  10. Luca, M., Chattipakorn, S. C., Sriwichaiin, S. & Luca, A. Cognitive-Behavioural Correlates of Dysbiosis: A Review. Int J Mol Sci 21, (2020).
  11. Hrncir, T. Gut Microbiota Dysbiosis: Triggers, Consequences, Diagnostic and Therapeutic Options. Microorganisms 10, 578 (2022).
  12. Martinez, K. B., Leone, V. & Chang, E. B. Western diets, gut dysbiosis, and metabolic diseases: Are they linked? Gut Microbes vol. 8 Preprint at https://doi.org/10.1080/19490976.2016.1270811 (2017).
  13. de Oliveira, G. L. V., Cardoso, C. R. de B., Taneja, V. & Fasano, A. Editorial: Intestinal Dysbiosis in Inflammatory Diseases. Front Immunol 12, 727485 (2021).
  14. Capuco, A. et al. Current Perspectives on Gut Microbiome Dysbiosis and Depression. Adv Ther 37, 1328–1346 (2020).
  15. Hickman, R. A., Hussein, M. A. & Pei, Z. Consequences of Gut Dysbiosis on the Human Brain. in The Gut Microbiome - Implications for Human Disease (InTech, 2016). doi:10.5772/64690.
  16. Wilkins, L. J., Monga, M. & Miller, A. W. Defining Dysbiosis for a Cluster of Chronic Diseases. Sci Rep 9, 12918 (2019).
  17. Méndez-García, L. A. et al. Ten-Week Sucralose Consumption Induces Gut Dysbiosis and Altered Glucose and Insulin Levels in Healthy Young Adults. Microorganisms 10, 434 (2022).
  18. Sucralose. Drugs and Lactation Database (LactMed®) (National Institute of Child Health and Human Development, 2006).
  19. Fowler, S. P. et al. Daily Early-Life Exposures to Diet Soda and Aspartame Are Associated with Autism in Males: A Case-Control Study. Nutrients 15, 3772 (2023).
  20. American Heart Association. Is caffeine a friend or foe? | American Heart Association. https://www.heart.org/en/news/2022/08/08/is-caffeine-a-friend-or-foe#.
  21. Cappelletti, S., Piacentino, D., Sani, G. & Aromatario, M. Caffeine: cognitive and physical performance enhancer or psychoactive drug? Curr Neuropharmacol 13, 71–88 (2015).
  22. Liang, S., Wu, X. & Jin, F. Gut-Brain Psychology: Rethinking Psychology From the Microbiota–Gut–Brain Axis. Front Integr Neurosci 12, 33 (2018).
  23. Iriondo-DeHond, A., Uranga, J. A., Del Castillo, M. D. & Abalo, R. Effects of Coffee and Its Components on the Gastrointestinal Tract and the Brain-Gut Axis. Nutrients 13, (2020).

 

3. júlí 2017 kl. 16:13

HUGAÐU AÐ ÞARMAFLÓRUNNI

  Flestir upplifa óþægindi út frá meltingarvegi einhverntíman á lífsleiðinni. Það veltur á einkennum og hversu oft þau koma hversu mikil áhrif þau hafa á lífsgæði. Uppþemba, brjóstsviði, harðlífi, niðurgangur, ristilkrampar og iðraólga (IBS) eru dæmi. Við erum með fjöldann allan af örverum í meltingarvegi, frá munni til endaþarms (1). Þarmaveggir eru þaktir örverum og seigju eða meira
31. mars 2017 kl. 18:13

MJÓLKURSÝRUGERLAR VINNA SÉRHÆFÐ STÖRF Í LÍKAMANUM

MJÓLKURSÝRUGERLAR Mjólkursýrugerlar (lactic acid bacteria) eru mikilvægar örverur sem eiga þátt í gerjun matvæla.   Slík gerjun á sér t.d stað við framleiðslu á jógúrt, ostum, sýrðu grænmeti og léttvínum.  Mjólkursýrugerlar hafa áhrif á bragð og áferð matvælanna.  Þeir verja einnig gegn skaðlegum örverum sem stuðla að skemmdum, með myndun mjólkursýru og örverueyðandi efna meira
8. janúar 2017 kl. 20:30

ÞARMAFLÓRAN - EINSKONAR PERSÓNUSKILRÍKI

  ÞARMAFLÓRAN inniheldur upplýsingar um okkur Þarmaflóran samanstendur af trilljónum örvera sem lifa í meltingarvegi okkar og inniheldur a.m.k. 1000 ólíkar tegundir af þekktum bakteríum. Þessar bakteríur búa yfir ríflega 3 miljónum gena sem eru 150 sinnum fleiri en okkar eigin gen. Þarmaflóran vegur um 2 kg. í meðal einstaklingi og einn þriðji þessara baktería er svipaður í okkur öllum meira
10. október 2016 kl. 15:37

MELTINGARVEGURINN OG SJÁLFSÓNÆMISSJÚKDÓMAR

Konur eru líklegri til að greinast með sjálfsónæmissjúkdóm (75% þeirra sem greinast).  Sjálfsónæmi er ein af tíu algengustu ástæðum fyrir andláti kvenna og barna.  SJÁLFSÓNÆMI og umhverfisþættir Sjálfsónæmi fer ört vaxandi og eru þekktir yfir 80 sjálfsónæmissjúkdómar.  Ekki er vitað með vissu hvað veldur sjálfsónæmi.   Ákveðnir genaþættir, umhverfisþættir og mataræði meira
4. maí 2016 kl. 11:08

ÞARMAFLÓRAN – RÉTTIR MJÓLKURSÝRUGERLAR SKIPTA MÁLI!

  ÞARMAFLÓRAN Eins og nafnið gefur til kynna þá er þarmaflóran staðsett í meltingarvegi/þörmum. Við erum með bakteríur og aðrar örverur sem lifa í munnholi og síðan fjölgar þeim því neðar sem við förum og eru þær flestar í ristlinum.  Meltingarvegurinn er sá hluti líkamans sem kemst í snertingu við ytra umhverfi eins og húðin og lungun.  Þarmaflóran verður því fyrir áhrifum frá meira
21. janúar 2016 kl. 12:22

SÝKLALYF EÐA GÓÐIR GERLAR?

Sýkingar og smitsjúkdómar eru ört vaxandi vandamál sem varðar okkur öll.  Sýklalyf eru gjarnan notuð til að vinna bug á sýkingum.  Sýklalyfjaónæmi fer ört vaxandi og er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál samtímans.  Embætti forseta Bandaríkjanna hefur gripið til aðgerða og fyrr á þessu ári kom út skýrsla sem fjallar um alþjóðlega meira
mynd
20. október 2015 kl. 22:41

ÞARMAFLÓRAN - HEFUR HÚN ÁFHRIF Á SVEFN?

Það þjást að meðaltali um 30% einstaklinga af svefnleysi einhvern hluta ævinnar. Svefn er mikilvægur þáttur í að viðhalda góðri heilsu.  Rannsóknir hafa sýnt fram á að svefn og þarmaflóra hafa veruleg áhrif hvort á annað.  TAUGAKERFIÐ - meltingarvegurinn og þarmaflóran Maðurinn á í samhagsmunalegu (symbiotic) sambandi við þær örverur sem búa í meltingarvegi hans.  Það er alltaf að meira
mynd
13. október 2015 kl. 21:20

ÞARMAFLÓRAN - HEFUR GLÚTEN EITTHVAÐ AÐ SEGJA?

ÞARMAFLÓRAN – HEFUR GLÚTEN EITTHVAÐ AÐ SEGJA? Þarmaflóran er samsett úr yfir 1000 tegundum örvera sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að heilsu mannsins.  Þessar ríflega eitt þúsund tegundir örvera vega um eitt og hálft til tvö kíló í meðal manni og hefur fæðið okkar áhrif á hvernig þær þrífast og dafna.   GLÚTEN - ofnæmi og óþol Glúten er meira
9. september 2015 kl. 19:10

ÞARMFAFLÓRARN - HEFUR SYKUR EITTHVAÐ AÐ SEGJA?

  ÞARMAFLÓRAN – HEFUR SYKUR EITTHVAÐ AÐ SEGJA? Sú fæða sem við veljum okkur daglega hefur áhrif á örverur sem lifa í meltingarvegi okkar.   Þessar örverur nærast og dafna á því fæði sem við látum ofan í okkur og val okkar á fæði ræður því hvaða örverur dafna best. SYKUR er unnin fæða Með aukinni tækni í næringarvísindum, efnafræði ásamt vaxandi framleiðslugetu hafa meira
28. ágúst 2015 kl. 16:52

ÞARMAFLÓRAN - GEÐLÆKNINGAR FRAMTÍÐARINNAR?

    FLEIRI bakteríur í þörmum en frumur í líkamaRannsóknir sýna að líkami okkar samanstendur í raun af fleiri bakteríum en frumum. Þessar trilljónir baktería lifa flestar í meltingarveginum, langflestar í ristlinum. Þaðan hafa þær síðan margvísleg áhrif á heilsu okkar (1). LANGVINNIR sjúkdómar út frá meltingarveginumMeltingarvegurinn hefur mun stærra hlutverki að gegna en að melta meira
25. ágúst 2015 kl. 15:39

ÞARMAFLÓRAN - STJÓRNAR HÚN LÍKAMSÞYNGD?

  ÞARMAFLÓRAN skiptir máli Í dag er vitað að örverur í meltingarvegi mannsins (þarmaflóran) hafa áhrif á líkamsstarfsemina á ýmsan hátt. Sem dæmi, þá ver þarmaflóran okkur gegn óæskilegum örverum (1) og hefur margskonar áhrif á heila- og taugakerfið, þar með talið geðheilsu (2). ÞARMAFLÓRAN og ofþyngd Rannsóknir á dýrum hafa leitt í ljós að ójafnvægi í þramaflóru getur stuðlað að ofþyngd meira
Birna G. Ásbjörnsdóttir

Birna G. Ásbjörnsdóttir

Rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frumkvöðull og stofnandi Jörth.

 

Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi. 

 

Jörth var stofnuð með það markmið að hjálpa fólki að bæta heilsu sína og líðan með því að koma jafnvægi á meltinguna.

 

jorth.is

 

Meira