c

Pistlar:

16. nóvember 2016 kl. 16:45

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Kveðja frá hráfæðisskólanum í LA!

Hæhæ!
Það er búið að vera svo gaman hér í hráfæðiskóla Matthew Kenney í sólríku Kaliforníu..

Við byrjum snemma á hverjum degi og gerum uppskrift eftir uppskrift af girnilegum hráfæðisréttum. Ég kæmi trúlega rúllandi heim ef maturinn væri ekki svona hollur og ég dugleg að hreyfa mig!

Eftir skóla reyni ég svo ýmist að njóta borgarinnar eða sleikja sólina á ströndinni.

Í skólanum gerum við allt frá morgunmat til aðalrétta og eftirrétta sem er ótúlega skemmtilegt og því mikil reynsla sem maður kemur með til baka.

Núna á föstudaginn berum við fram okkar eigin 3 rétta kúrs sem lokaverkefni og það verður spennandi að sjá hvað maður nær að malla fram.

Ég vil því bjóða þér að fylgjast betur með á FacebookInstagram og Snapchat ef þú ert ekki nú þegar að því. Þú getur bætt mér við á snapchat með notendanafninu: lifdutilfulls

Hér sérð þú m.a. ómótstæðilegan hvít-súkkulaði ostakökuís sem við gerðum, með bláberja tvisti, ostakökubotni og súkkulaði fudge sósu…þarf að segja eitthvað meira?!

Raw ostabakki:

Ég hlakka mikið til að koma aftur á klakann og deila með þér þekkingunni úr skólanum, enda með töluvert margar nýjar hugmyndir undir beltinu…

Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi

p.s. Þar sem jólin eru handan við hornið er ég að opna fyrir sérstakt tilboð á sannprófuðu 5 daga matarhreinsuninni okkar og uppskriftabókinni! Það er upplagt að taka smá hreinsun áður en jólin skella á! Smelltu hér til að sjá tilboðið!

Ef þú vilt gefa bókina sem jólagjöf, sérð þú líka "4 fyrir 3" tilboð hér!

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira