Hæhæ og gleðilegan desember!
Þar sem konfekt og sætindi munu skreyta hvert heimili og vinnustað þennan mánuð, fannst mér við hæfi að deila uppskrift af afar einföldum og ljúffengum marsipankonfektmolum!
Það er næstum lygilegt að þeir séu hollir og án nokkurs sykurs eða hveitis. Það er afar lítil fyrirhöfn með þeim þar sem ekki þarf að baka þá í ofni! Þeirra má virkilega njóta með góðri samvisku sem er það besta!
Smelltu hér fyrir uppskriftina!
Einnig langar mig að segja þér frá nýju námskeiðunum sem eru framundan. Á þessum jólanámskeiðum mun ég hjálpa þér að upplifa vellíðan og ljóma yfir hátíðirnar! Námskeiðin hafa slegið í gegn og verða nú með nýjum uppskriftum og í hátíðarskapi! Sætin eru fljótt að fyllast, smelltu á dagsetninguna til að læra meira og trygga þér stað!
Á morgun þri 6.des Námskeið í Vegan og hátíðarhráfæðisréttum á Gló fákafen (nokkur sæti laus!)
Fimmtudag 8.des Námskeið í sykurlausri jóladesertum og konfekti, Kea Hótel, AKUREYRI kl 19:00
Þriðjudaginn 13.des Námskeið í sykurlausri jóladesertum og konfekti á Gló fákafen, Rvk kl: 17:30!
Ég vona að þú prófir uppskriftina! Hún er líkleg til að slá í gegn á hverju heimili.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
p.s Sjáðu hvað aðrir hafa að segja eftir námskeiðin:
,,Með uppskriftunum frá Júlíu hef ég bætt lífsgæði mín mikið. Ég hef tapað 10 kílóum og grætt í staðinn mikla vellíðan og öðlast trú á sjálfa mig. Ég hef loksins náð að koma reglu á mataræðið mitt. Í dag notast ég nánast eingöngu við hennar uppskriftir.” - Lára Ólafsdóttir
,,Áður upplifðum við mjög oft þreytu og slen þrátt fyrir góðan nætursvefn og reglulega líkamsþjálfun. Uppskriftir Júlíu hafa aldeilis slegið í gegn á okkar heimili, með þeim finnum við betri líðan og orku ásamt þeim góða bónus að mittismál hefur minnkað umstalsvert. Við mælum hiklaust með uppskriftum Júlíu”. - Aðalsteinn Scheving
„Námskeiðið sýndi mér hversu létt þetta er og lærði ég inná ýmis ný hráefni. Mjög góð upplifun og get ég mælt með námskeiðinu.” - Ragna Fanney Óskardóttir
Smelltu hér fyrir síðustu sætin á morgun í jóla og hátíðarnámskeiðið á Gló, örfá sæti laus!