c

Pistlar:

20. desember 2016 kl. 8:44

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Smákökur með heitu kakói og kókosrjóma!

Desembermánuður er í miklu uppáhaldi hjá mér!

Ég elska snjóinn og að hlýja mér við bolla af heitu sykurlausu kakói á köldum vetrardögum. Jólatónlistin kemur mér alltaf í hátíðarskapið og ég elska að matreiða holla og góða hátíðarrétti.

Þessi mánuður hefur verið sérstaklega annríkur við tökur, en hef ég tekið upp þætti með ÍNN sjónvarpi  sem verða frumsýndir í kvöld! í þáttunum sýni ég þér mínar uppáhalds hátíðaruppskriftir eins og heit kakó og smákökur, karmelluköku og svo jólabúst til að koma til móts við hátíðarkræsingarnar.

Smelltu hér til að sjá fyrri jólaþáttinn!

_DSC1251
Bestu súkkulaðibita-smákökurnar

Gefur 25-28 smákökur

1/2 bolli vegan smjör, ég nota frá Earth Balance (keypt í Gló Fákfeni)

1/4 bolli hlynsíróp og 1 tsk stevia frá Via Health (eða notið 1/2 bolla Sweet like sugar stevia duft)

¼ cup  kókosmjólk kæld í ískáp

2 tsk vanilludropar

-

2 bollar möndlumjöl, fínt

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk sjávarsalt

1/2 bolli dökkt súkkulaði, saxað

Forhitið ofninn við 180 gráður.

Setjið smjör, sætuefni, kókosmjólk og vanillu í skál og þeytið með handþeytara þar til silkimjúkt. Bætið við þurrefnum útá og hrærið saman við miðlungshraða. Bætið við súkkulaði undir lok með sleif.

Setjið bökunarpappír á ofnplötu og skammtið matskeið af deiginu og mótið örlítið, kökurnar munu dreifa úr sér svo hafið pláss á milli.

Bakið í 10 mínutur, snúið ofnplötunni við svo kökurnar bakist jafnt og eldið í 10 mínútur til viðbótar. Leyfið smákökum að kólna í 15-20 mínútur og njótið með kaldri möndlumjólk eða ilmandi hlýju kakói.

shutterstock_318565556 copy
Heitt kakó með kókosrjóma

Það jafnast ekkert á við heitan kakóbolla á köldum vetrarmorgni.

2 msk lífrænt dökkt kakó

2 bollar möndlu- eða kasjúhnetumjólk

2-4 dropir stevia / hlynsíróp

2 lífrænir vanilludropar

salt

1 tsk kanill eða einn kanilstöng

Hitið allt saman í potti. Hrærið með töfrasprota eða písk þar til blandan er orðin vel heit. Berið fram með kókosrjóma.


Kókosrjómi

Kókosrjómi er afar einfaldur og kom sem bjargvættur eftir að ég breytti um lífstíll, enda er ég mikið fyrir ís og rjóma!

Ein dós kókosmjólk

2 steviudropar með vanillu

Kælið kókosmjólkina í ísskáp yfir nóttu. Hellið mestum vökvanum úr dósinni, þar til bara hnausþykki parturinn situr eftir og setjið í matvinnsluvél ásamt steviudropum. Hrærið eins og þið mynduð hræra venjulegan rjóma þar til áferðin minnir á hefðbundinn rjóma.


Jólahefðir má alltaf hagræða á hollari máta og þurfum við ekkert að óttast breytingarnar. Á þessum uppskriftum má sjá að það er hægt að útbúa hollari kosti á laufléttan hátt, sem eru sko ekkert síðri!

Þangað til næst vona ég að þið njótið hátíðanna með fjölskyldu og vinum og verðið endurnærð eftir jólafríin.

Næsti jólaþátturinn verður birtur á morgun, miðvikudaginn 21.nóvember á ÍNN!

Gleðileg jól elsku vinir!
Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi

jmsignature

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira