Hefur þú átt draum sem rættist?
Lengi hefur mig dreymt um að fara í heimsreisu um Evrópu og Asíu! Ég trúi varla að ég sé að segja þetta en.. “síðustu helgi hófst ferðalagið” .
Við hjónin erum farin út í ævintýri!
Ég er að springa úr þakklæti og mun deila með þér myndbrotum frá Instagram og samfélagsmiðlum í sumar af ferðalaginu okkar! Smelltu hér til að fylgjast með mér á Instagram og Facebook, þú finnur mig á snapchat undir: lifdutilfulls.
Ég mun halda áfram að skrifa þér og deila ráðum að hollu snarli fyrir ferðalögin, uppskriftum af ómótstæðilegum grillmat og fullt af fleiru skemmtilegu!
Mér datt í hug að nýta þessa viku til að deila með þér hvað ég tek með mér í ferðalagið til að halda í heilsuna og borða hollt á bragðgóðan og aðgengilegan hátt. Enda er heilsan í fyrirrúmi hjá mér framyfir auka klæðnað eða farangur.
Vítamín:
meltingargerlar (frá Forever living)*
magnesíum (frá Dr.Mercola)*
omega 3 (frá Calamari Gold vegna hentugra umbúða)*
túrmerik (t.d. gegn bólgum og bjúg eftir flugið)*
Ofurfæður og snarl:
moringa duftpokar
baobab duftpokar
súkkulaði prótein pokar frá Dr. Mercola
chia fræ
hamp fræ
kakónibbur
goji ber
mórber
Aduna raw bars
Ilmkjarnaolíur:
tea trea (sótthreinsandi)
sítróna (svitalyktareyðir og flugnafælir)
lavender (slökun)
piparmynta (einbeiting og orka)
róandi jurtablanda fyrir svefn í flugvélum (ég tók með mér blöndu frá Ásdísi grasalækni)
Aukalega:
lítil matartaska (ég er með frá sistema sem fæst í Nettó)
sílíkon skurðbretti og lítill hnífur (góðvinur minn og ferðalangur Jayquy mældi með þessu)
gaffall og skeið
BPA laus Tupperware plastbox
Ég elska að hafa með mér ofurfæður eins og chia- og hampfræ, gojiber, mórber og kakónibbur til að bæði narta í milli mála eða gera úr kraftmikin chiagraut fyrir daginn. Allar ofurfæðurnar.
Í dagpokan á ferðalaginu mun ég hafa með snarl og millimál eins og hnetur, þurrkaðir ávextir og ofurfæður eða próteinblanda sem ég blanda við útí vatn eða möndlumjólk.
Snarl og millimál þykir mér nauðsynleg í ferðalagið.
Ég vona að listinn hjálpi þér að skipuleggja næsta ferðalag þitt og gefið þér góðar hugmyndir að halda í hollustuna í sumar!
Ef þér líkaði greinin deildu henni endilega á Facebook og höldum holl saman inn í sumarið!
Heilsa og hamingja,
*Nánar um þær vörur sem ég tek með mér:
Meltingargerlar frá Forever living henta vel þar sem þær eru léttar, fyrirferðalitlar og í hetugum umbúðum sem ekki krefjast þess að vera stöðuglega í kæli. Ég tek tvöfaldan skammt af meltingargerlum þegar ég ferðast. Sjá nánar hér. Hægt er að versla án sendingarkostnaðar.
Omega 3 frá Calamari Gold Omega-3 er unnið úr.… Þar sem ég verð í heitu lofslagi henta þær vel þar sem ég mun. Sjá nánar hér.
Túrmerik frá sourse nature fæst í verslun mamma veit best með viðbættum svörtum pipar fyrir bætta upptöku. Sjá nánar hér.
Magneísum frá Dr. Mercola þykir mér nauðsynlegt að hafa með þar sem ég finn mikin mun á því að taka magnesíum hvað varðar fótaóeirð enda verðum við mikið á fótum. Sjá nánar hér.