c

Pistlar:

12. september 2017 kl. 12:17

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

10 einföld ráð til að hefja breyttan lífsstíl

shutterstock_515179981

Það eru flestir á því máli að þegar kemur að því að breyta um lífsstíl og mataræði, þá er alltaf erfiðast að koma sér af stað. Við finnum endalausar afsakanir eins og..

Það er of dýrt að versla hollt í matinn.

Ég hef ekki tíma fyrir þetta.

Fjölskyldunni minni finnst svona matur ekki góður.

Ég er undir svo miklu álagi nú þegar.

Ég er svo hugmyndalaus þegar kemur að hollum mat.

Það er svo flókið að skipuleggja sig með stóra fjölskyldu og í vinnu.

Það sem mörg okkar gera er að horfa á breyttan lífsstíl sem stórt fjall sem helst þarf að klífa á einni nóttu en lífsstíll hefst með litlum skrefum sem styðja við heilsuna!

Nú hef ég haldið Nýtt líf og Ný þú þjálfunina síðustu 5 árin, og hefur hver einasta sem tekið hefur þátt í þjálfuninni glímt við einhverja af þessum áhyggjum. En það kemur þeim alltaf á óvart hvað lífsstílsbreyting getur verið einföld og skemmtileg. Kynntu þér Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér þar sem hún hefst bráðum!

Ég veit það getur verið erfitt að átta sig á því hvar ætti að byrja svo ég hef sett saman 10 einföld ráð að hefja breyttan lífsstíl og taka við haustinu orkumeiri og hraustari!

shutterstock_582703333

10 einföld ráð til að hefja breyttan lífsstíl með meiri orku, minni kviðfitu og vellíðan!


1. Settu þér lítil markmið sem leiða þig áfram

Litlar gulrætur á leiðinni að stóra markinu eru virkilega hvetjandi og verða þess valdandi að við erum líklegri til að halda áfram. Byrjaðu á að setja þér markmið að minnka sykurinn, drekka meira vatn eða gera eitthvað daglega sem hjálpar líkamanum í hreinsun. (Geturu farið hér fyrir ítarlega kennslu um hreinsun ásamt uppskriftum)

2. Farðu fyrr í háttinn

Of lítill svefn hefur áhrif á sedduhormónið leptín sem getur leitt til þess að við borðum meira og sækjum í sykur eða óhollustu. Langtíma svefnleysi getur valdið fitusöfnun, bólgum og meltingarvandamálum sem dæmi!  Byrjaðu á því að fara fyrr í háttinn, það er frábært að miða við 7-8 klst af svefni á hverri nóttu.

3. Prófaðu nýjar fæðutegundir

Fjölbreytni í mataræði er akkúrat það sem heldur spennu og ánægju við breyttan lífsstíl. Það getur verið áskorun að borða eitthvað nýtt en afhverju ekki fara út fyrir vanann og prófa nýtt grænmeti eða aðra heilsuvöru til að koma þér af stað.

4. Svitnaðu smá á hverjum degi

5 mínútur á dag til að ná upp púlsinum og svitna getur skipt sköpum þegar kemur að fitubrennslu, orku og almennri heilsu. Húðin er að auki stærsta líffærið fyrir afeitrun og við höfum öll gott af smá svita daglega. Eitthvað sem ég hvet þær sem eru í Nýtt líf og Ný þú þjálfun til að gera eru er 5-15 mín æfingar sem taka á öllum líkamanum, auka síðan álagið með tímanum. Byrjaðu á að leggja bílnum örlítið lengra í burtu, takta stigann eða farðu út í stutta göngu.

5. Verslaðu eftir gæðum ekki magni

Þegar við breytum um lífsstíl er mikilvægt að hafa gæðin í huga fremur en magnið. Sem dæmi, þegar við verslum lífrænt spínat fremur en hefðbundið bragðast það einfaldlega betur! Þar sem næringargildið er hærra þurfum við heldur ekki eins mikið af því sem getur komið út á sama stað hvað varðar kostnað.

6. Haltu jafnvægi á blóðsykrinum

Að halda blóðsykri jöfnum er eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að koma betra jafnvægi á hormónin að sögn Dr. Deborah Gordon á nýlegum heilsufyrirlestri hérlendis. Þegar blóðsykurinn fer úr jafnvægi hefur það gríðarlega áhrif á hormónin sem stýra hungri, ástandi skjaldkirtils, skapi og meira að segja hitakófum. Hafðu meðferðis hnetur eða avókadó sem snarl til að halda blóðsykri jöfnum.

7. EKKI setja þér boð og bönn

Ítrekað þegar ég hef sett mér böð og bönn hafa þau brugðist mér og ég endað með að fitna bara í kjölfarið. Lífsstíll okkar ætti að leyfa okkur að njóta daglega, annars væri lífið voða leiðinlegt ef við gætum aldrei borðað það sem okkur þykir gott. Öll þurfum við að finna mataræði og jafnvægi sem hentar okkur, það er því miður engin töfralausn í boði. í stað banna byrjaðu á að spurja þig næst þegar þú færð þér að borða “Hvað mun þessi fæða gera fyrir mig?”

8. Fáðu fjölskylduna um borð

Rannsóknir sýna einnig að við erum 80% líklegri til að ná árangri ef við höfum stuðning. Það er einmitt þess vegna sem ég legg svo ótrúlega mikið uppúr því að mataræðið í Nýtt líf og Ný þú þjálfun sé eitthvað sem allir á heimilinu getað borða af og leggum við mikið uppúr hópefli og stuðning enda er það eitt það helsta sem konur hafa orð á eftir þjálfunina, hversu mikilvægur og góður stuðningurinn er!

Byrjaðu á því að fá fjölskylduna um borð með því að segja þeim afhverju þig langi að bæta mataræðið og hvernig þú heldur að þau muni gagnast af því.

9. Minnkaðu streitu

Streita er talin ein helsta orsöki andlegra og líkamlegra heilsukvilla í dag. Streita getur aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, valdið bólgum og aukið sykurmagn í blóðinu. Þrátt fyrir hollt mataræði og góða hreyfingu getur streita verið það sem hindrar árangurinn. Ef þú upplifir mikla streitu í lífinu er uppáhalds lausn mín þakklæti!

10. Temdu þér jákvætt viðhorf

Nýjustu rannsóknir sýna að eitt það mikilvægasta hvað varðar heilsu og þyngdartap er viðhorfið þitt og getum við meira að segja fengið vöðva bara með því að hugsa um þá og trúa! Við þurfum að taka lífsstílsbreytingu með opnum örmum og það sama á við með okkur sjálf, vera jákvæð og hugsa fallega til okkar. Hugarfarið er það fyrsta sem við tæklum í þjálfun.

Lífstíll snýst um svo miklu meira en mataræði og hreyfingu. Þetta snýst um að skoða hugarfarið, svefnin, slökun, andlegu heilsuna og líka mataræði og hreyfingu og vinna að því að koma þessu öllu í jafnvægi. Það er lífsstíll og það er akkúrat það sem við gerum með Nýtt líf og Ný þú þjálfun!

Ég vona að þú stígir skrefið og verðir með í Nýtt líf og Ný þú þjálfun og skapir lífsstíl sem gefur þér orku, vellíðan og heilsu til frambúðar!

Það er engin afsökun fyrir því að byrja ekki strax.

 sigruunnur

Hef lést um 10 kg og farin að setja mér ný markmið!

Ég var óánægð með sjálfa mig, var löt og þung og átti erfitt með að ná mér upp úr sófanum. Ég var með stöðuga liðverki og vöðvabólgu sem höfðu letjandi áhrif á mig. Það sem ég er að upplifa núna er betri heilsa, aukin orka og betri svefn. Meira aðsegja minnið er betra, meltingin er allt önnur og magaverkir hafa alveg horfið. Með aukinni orku er ég farin að nýja og spennandi hluti það gefur mér óneitanlega meiri lífsfyllingu og gleði. “

– Sigrún Unnur Einarsdóttir

magndis-1

,,Betri svefn, minni verki og meiri orka"

Fyrir þjálfun var ég of þung og matur fór ekki vel í mig, bæði maga og allan líkamann. Ég var með efasemdir um að ég ætti erfitt með að fylgja matseðli og svo var líka stutt í jól og miklar freistingar í gangi, en ég hef áður prófað allskyns megrunarkúra og breytt matarræði og líkamsrækt. Í Nýtt líf og Ný þú er mikil fræðsla, góðir matseðlar sem virka og hægt að taka þátt heima án þess að fara útaf heimilinu. Ávinningar í þjálfun er bættur svefn, minni verkir og meiri orka sem hefur þau áhrif að ég er með meiri orku til daglegs lífs og léttari á allan hátt."
Magndís Alexandersdóttir

Heilsa og hamingja,
jmsignature

P.S. Ég fór ítarlega yfir fyrstu skrefin í hreinsun, hvað væri gott að byrja að borða í undirbúning fyrir hreinsun og hvaða fæðu ætti að borða og ekki í hreinsun í ókeypis kennslusímtalinu “5 skref að tvöfalda orkuna, losna við aukakíló og byrja breyttan lífsstíl!”

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira