c

Pistlar:

27. febrúar 2019 kl. 9:41

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

7 einföld ráð til að minnka sykurneyslu

DSC_1523Það að draga úr sykurneyslu er margþætt og vex okkur oft í augum.

Oft er ég spurð að því hvernig ég fer að því að borða aldrei sykur og að hafa ekki einu sinni löngun í sykur, svo ég ákvað að setja saman 7 ráð sem við getum öll nýtt til að minnka sykurinn og halda sykurpúkanum í burtu.

1. Finndu staðgengla fyrir uppáhalds sætindin þín

Náttúruleg sæta býður upp á endalausa möguleika og ég get (nánast) lofað þér því að það eru til staðgenglar fyrir öll þau sætindi sem þér finnst góð! Njóttu þess að prófa þig áfram í eldhúsinu með bollakökum, súkkulaði sjeiknum mínum og fylltum döðlum.

2. Ekki falla í gildruna “ef ég fæ mér smá, þarf ég að borða allan kassann”

Ég þekki þetta vel sjálf og átti ég til að klára heilan tromppoka á aðeins nokkrum mínútum! Það er eðlilegasti hlutur í heimi að fara aðeins útaf sporinu og er það eitt það mikilvægasta sem þú skalt muna sértu að breyta mataræðinu þínu. Alls ekki fara í uppgjöf og troða í þig fullum kassa af sælgæti þó þú stelist til að fá þér eitt. Taktu eitt skref í einu, hrósaðu sjálfri/sjálfum þér fyrir litlu breytingarnar frekar en að brjóta þig niður fyrir að fara örlítið útaf sporinu. 

3. Passaðu upp á holla fitu

Holl fita er gríðarlega mikilvæg fyrir seddu og jafnari blóðsykur og ef við fáum ekki nóg af henni getur það brotist út sem sykurlöngun. Fæðutegundir eins og avókadó, olíur, fiskur og hnetur gefa okkur góða fitu sem er nauðsynleg fyrir líkamann. 

4. Passaðu upp á svefninn

Svefn spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk í Leptin hormóni sem stýrir því hvort við séum södd. Oft endum við með að borða meira en vanalega og sækja í eitthvað saltað og sætt þegar svefninn er í ójafnvægi. Reyndu eftir fremsta megni að sofa 7-8 1/2 klst á nóttu.

5. Gerðu vel við þig án þess að fá þér nammi

Flest okkar tengja einhverskonar huggun og unnun við að fá okkur eitthvað sætt, því er svo mikilvægt að finna aðrar leiðir til að gera lífið sætara. Heitt bað, kertaljós og góð bók eða að kaupa blóm eru góð dæmi um hvernig við getum gert vel við okkur án þess að hafa sykurinn með.

6. Farðu varlega í gervisætur

Gervisætur eru oft ekkert betri en hvítur sykur og margar þeirra geta orsakað magaverki og óþægindi. Nýttu þér fremur náttúrulega sætugjafa og stilltu þeim í hóf.

7. Drekktu nóg vatn

Vatn er svar við ótrúlegustu löngunum! Það er staðreynd að við ruglum oft svengd saman við þorsta. Drekktu nóg vatn yfir daginn (a.m.k 2 lítra) og næst þegar sykurlöngun kallar prófaðu að fá þér stórt vatsnglas!

Vertu með í 30 daga námskeiðinu sem allir eru að taka um og fyllir þig orku, eykur vellíðan og losar um aukakíló náttúrulega!

Þar gef ég sannreynd og einföld skref, fullbúna matseðla og stuðning við að útrýma uppgjöf í breyttu mataræði, spara þér tíma og kem þér að árangri! Ef þú hefur áhuga smelltu hér til að lesa meira. Námskeiðið er kjörið fyrir þá sem eiga annríkt og vilja allt skipulagið tilbúið fyrir sig!

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira