c

Pistlar:

6. ágúst 2019 kl. 13:41

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Losnaðu við bólgur og hægðatregðu með réttum gerlum!

Aukakíló, bjúgur og hægðatregða eiga því miður til að vera fylgifiskar sumarsins. 

Rótina má oftast rekja til of mikillar neyslu á sykri og salti eða fæðuóþols. Slíkt veldur álagi á meltinguna sem þar af leiðandi veldur meltingaróþægindum líkt og hægðatregðu, bjúg og aukakílóum.

Því er þó oftast hægt að koma í betra horf með réttum meltingargerlum.

Hvað eru meltingargerlar?

Meltingargerlar (probiotics) eru lifandi góðgerlar sem bæta eða koma jafnvægi á meltingarflóruna. Þær finnst í gerjaðri fæðu sem og inntöku á litlum töflum. Probiotic er góði gerlagróðurinn sem heldur til í allri þarmaflórunni. Þrátt fyrir að orðið baktería eða gerill sé venjulega tengdur sýklum og veikindum þá aðstoðar þessi líkamann að viðhalda heilsunni og berjast gegn veikindum og sjúkdómum.

Af hverju að nota meltingargerla?

Rannsóknir staðfesta hvað eftir annað mikla þörf á góðum góðgerlum fyrir alhliða heilsu, betra ónæmiskerfi, bætta upptöku næringarefna og sterkara ónæmiskerfi. Það mætti því segja að heilbrigð melting sé grunnur að heilbrigðum líkama.

  

Hvernig gerla á að nota?

Það eru til mismunandi meltingargerlar sem þjóna mismunandi tilgangi en eiga það sameiginlegt að styrkja undirstöðuna að góðri heilsu og vellíðan. Hér eru nokkrir sem mér sjálfri finnst ómissandi að taka reglulega. 

Acidophilus

Meltingargerlar eins og acidophilus stuðla að heilbrigðri starfsemi meltingarfæranna. Við laktósaóþoli er líka gott að taka acidophilus/laktasa töflur (sem brjóta niður laktósa) áður en mjólkurvara er neytt. Acidophilus er einnig mikilvæg hjálp við flestum kvillum í meltingarfærum og stór hluti af meðferð gegn sveppasýkingum. Þessir gerlar sinna mikilvægu hlutverki og hjálpa til við að byggja upp heilbrigða og vel starfandi meltingaflóru. 

Acidophilus fæst m.a. frá; Mercola, Terranova eða Optibac, þessi blanda frá Garden of Life inniheldur einnig acidophilus. 

Lactobacillus

Lactobacillus eru sérstaklega góðir fyrir konur. Fleiri en 20 tegundir lactobacillus fyrirfinnast í leggöngum kvenna í heilbrigðu ástandi. Röskun á þessu jafnvægi, eða skortur á góðu gerlunum, getur skapað ofvöxt óæskilegra baktería eða sveppa. Margar rannsóknir hafa sýnt að það að taka inn Lactobacillus getur skilað sér í minni sveppasýkingum og bakteríum, betra sýrustigi í leggöngum sem og betri alhliða heilsu kvenna í gegnum bætta meltingu. Lactobacillus getur einnig minnkað þembu og losað vind úr meltingunni. 

Lactobacillus fæst frá Mercola og Optibac.

Góðgerlar unnir úr jurtum

Jurtir eins og ætiþistill, maríuþistill, títa (boldo), túnfífill og fjallagrös geta bætt meltinguna. Lakkrísrót og regnálmur eru græðandi og góðar við magabólgum. Til að úr verði góðgerlar úr jurtum eru þær eru gerjaðar, við gerjunina margfaldast gerlafjöldinn. Svona gerlar næra og styrkja þarmaflóruna og eru frábærir gegn bólgum og bjúg. Ég mæli hiklaust með því fyrir alla að prófa gerla úr jurtum. 

Ég mæli með t.d. meltingargerlum frá Terra nova. Fæst í heilsuhúsinu.

Hvaða tíma dags og hversu mikið á maður að taka?

Meltingargerla er að gott að taka inn á fastandi maga á morgnana eða fyrir svefn. Lykilregla sem skal hafa í huga við notkun á meltingargerlum er að rótera þeim reglulega. Taka þá eina tegund í mánuð og svo aðra næsta mánuðinn.  Fyrir extra búst fyrir meltinguna eða fyrir þá sem þurfa að vinna á bólgum og bjúg má taka tvær til þrjár tegundir í einu.

Ég á sjálf alltaf til nokkrar týpur sem ég rótera á milli. Gamall kennari minn líkti inntöku meltingargerla við að kasta títuprjóni í tóman brunn - þú getur aldrei tekið of mikið. Ég vísa oft í þessa góðu myndlíkingu. 

Langtíma plan

Samhliða reglulegri notkun á góðgerlum mæli ég með breyttu mataræði til að fyrirbyggja að fyrrnefndir kvillar komi aftur. Tryggðu þér pláss á ,,3 skref til að losna úr vítahring sykurs, tvöfalda orkuna og auka brennslu á náttúrulegan hátt”  ókeypis fyrirlestur 14.ágúst kl 20!

Á þessum fyrirlestri mun ég sýna þér fæðutegundir og leiðir til að fá frelsi undan sykurlöngun og auka orkuna! Við tökum mið á heilsunni þar sem þú færð sent stutt heilsupróf og gef ég uppskrift og áætlun sem þú getur fylgt áfram eftir tíma okkar.

Heilsa og hamingja, 
Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira