c

Pistlar:

1. ágúst 2020 kl. 14:01

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

10 hlutir sem næra líkama og sál yfir Covid

julia-4.ag

Það er svo frískandi að skella sér aðeins út í náttúruna. Mér fannst ég mjög heppin að geta yfirhöfuð farið út úr húsi, hvað þá að fara út í fallegu náttúruna okkar. Við erum öll mjög lánsöm hvað Ísland er að jafna sig vel eftir þennan heimsfarald sem er í gangi.

Ég og maðurinn ákváðum að leigja þennan líka notalega sumarbústað, aðeins tveggja tíma akstur úr bænum og VÁ hvað það var þess virði!

Þetta var hin fullkomna leti-dekur vika í burtu sem minnti mig á að slaka á og þjálfa núvitund.

Á meðan ég var í bústaðnum grillaði ég grænmeti nánast daglega, hér er réttur með linsubaunum, gulrótum og villtum sveppum borinn fram með hvítlaukssósu frá Frískari og orkumeiri námskeiðinu (sjá hér um námskeiðið) og geitaosti.

Hér fórum við hjónin í spontant lautaferð við repjuræktun á Hellu með acai skál.

 

Hér borðuðum við úti eitt kvöldið, íslensk náttúra alveg yndislegt útsýni yfir kvöldmatnum!

Hér eru nokkrir hlutir sem ég gerði í sumarfríinu mínu til að næra líkama og sál, ég vona að þeir veiti ykkur innblástur fyrir dekur og sjálfsumhyggju yfir Covid:

  1. Sjálfsspeglun. Hugleiða. Skrifa. Það getur verið svo endurlífgandi fyrir sálina og líkamann að komast í jafnvægi við þarfir þínar og langanir.

  2. Jóga. Barre. Æfingar. Hoppa á stóra trampólíninu sem við vorum með í bakgarðinum!

  3. Grilla fullt af grænmeti og gæða íslenskum fisk.

  4. Skoða fallega fossa og fara upp fjöll.

  5. Búa til sektarlaus sætindi, ég bjó til 3 uppskriftir úr Sektarlausu rafbókinni, súkkulaði fudge og 2 útgáfur af orkukúlunum. (Smelltu hér til að ná í rafbókina!)

  6. Týna íslenskar kryddjurtir (t.d. blóðbergi) sem hægt er að þurrka og nota í te og eldamennsku.

  7. Hlæja og leika sér! (t.d. er hægt að mála, prjóna og fara á hestbak).

  8. Lesa og læra (ég á mörg net-námskeið og þetta gaf mér tækifæri til að mennta mig og fá innblástur. Ef þú ert t.d. á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu er sumarfríið kjörinn tími til þess að rifja upp kennslur þar).

  9. Horfa á gamlar og góðar kvikmyndir, því kvikmyndaframleiðsla er auðvitað í hléi svo engar nýjar myndir eru að koma út (nema nokkrar Netflix myndir, eins og fyndna Eurovision myndin auðvitað) en líka vegna þess að ég elska að horfa aftur á klassískar kvikmyndir (ég horfði t.d. Á Dirty dancing, Grease og Pitch perfect).

  10. Andlitsmaski (ég notaði maska frá Sóley, sá maski sem ég notaði var úr íslenskum eldfjalla leir og þið getið notað afsláttarkóða: lifdutilfulls20 fyrir 20% afslátt og fría heimsendingu).

Heilsa og hamingja,

Júlía

p.s sæktu ókeypis uppskriftir að sykurlausum eftirréttum hér

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira