c

Pistlar:

19. mars 2021 kl. 12:20

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Einkenni kulnunar og hvernig á að vinna úr henni

Líður þér eins og aldrei gefist tími til að hugsa um þig og að þú hangir aftast í forgangsröðinni?

Hangir heilsan hjá þér á bláþræði?

Glímir þú við streitu eða síþreytu?

…Ef svo er, þá eru góðar líkur á því að þú sért að keyra þig út eða að heilsan sé nú þegar komin í þrot. Þetta kallast kulnun eða “burnout” á ensku.

Hvað er kulnun?

Langt tímabil sem einkennist af yfirvinnu, streitu og svefnleysi, þar sem viðkomandi hugar að öllu öðru en heilsunni, er m.a. það sem veldur burnout eða útkeyrslu.

Að keyra okkur út getur orsakað ýmsa heilsubresti og getur tekið langan tíma að vinna upp góða heilsu á ný. Margir enda á að þurfa að taka leyfi frá vinnu og getur það hreinlega endað í algjörri tilfinningalegri uppgjöf.

Kulnun felur í sér algjöra örmögnun, bugun í starfi og þeirri tilfinningu að vera ekki að standa sig í vinnunni eða öðru sem viðkomandi hefur fyrir stafni. Margir fara að finna fyrir tilfinningalegum dofa gagnvart lífinu og miklum erfiðleikum við að klára það sem þarf að klára. Hægt er að lesa meira hér.

Konur og kulnun

Við konur erum í sérstökum áhættuhópi, en rannsóknir hafa sýnt að konur eru mun næmari fyrir áhrifum streitu. Flestir sem eru á leið með að keyra sig út átta sig þó ekki á því fyrr en eftir á, þegar of seint er að koma í veg fyrir afleiðingarnar.

Vinnustaðir þar sem konur eru stærstur hluti starfsmanna búa yfir hæstu tíðni kulnunar. Auk þess er algengara að konur taki á sig meiri ábyrgð en karlmenn heima fyrir, varðandi húsverk, uppeldi barna og annað sem verður til þess að streita eykst enn frekar.  

Hvernig veistu hvort þú stefnir í burnout

Eftirfarandi eru einkenni þess að þú sért að keyra þig út…

  • síþreyta
  • lægri kynhvöt
  • slæm melting
  • þreyta
  • vöðvabólga
  • höfuðverkur
  • hárlos
  • óreglulegar blæðingar
  • svefnleysi
  • andlegt ójafnvægi
  • þunglyndi
  • þyngdaraukning
  • bakverkir
  • of hár blóðþrýstingur
  • liðverkir
  • gleymska
  • pirringur
  • áhugaleysi
  • tilfinningaleg örmögnunviðkvæmni fyrir hávaða og áreiti
  • öndunarerfiðleikar
  • hægari brennsla

Kulnun er ekki eitthvað sem ætti að taka léttilega og getur það haft alvarlega fylgikvilla eins og breytingar á virkni skjaldkirtilsins og alvarlegar hjartsláttartruflanir svo eitthvað sé nefnt.

DSC_5989b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig á að vinna sig upp úr kulnun?

Það fyrsta sem þarf að breytast er forgangsröðun. Kulnun eða burnout verður til þegar forgangsröðun er brengluð. Þú hefur verið aftast á forgangslistanum og það mun ekkert gerast fyrr en þú ákveður að setja þína heilsu í forgang.

En oft er sagt að ekki sé hægt að gefa af tómum brunni og slíkt á vel við þegar talað er um kulnun. Til þess að gefa af til annarra verðum við fyrst að gefa til okkar.

Þetta er sannarlega auðveldara sagt en gert og ýmsar leiðir til að byrja þessa endurröðun á forgangi m.a. með eftirfarandi atriðum:

  • Skrifaðu niður allar ástæðurnar fyrir því að þessi nýja forgangsröðum muni hjálpa þínum nánustu
  • Leitaðu þér aðstoðar, játaðu fyrir þér að þitt mynstur er að setja aðra í forgang á undan þér, þetta er veiki punkturinn þinn. Fáðu aðstoð við að koma þér á gott skrið og breyta þessu mynstri. Að lenda í burnout ætti ekki að vera feimnismál heldur fylgifiskur lífsins og merki um það að okkur er annt um að standa okkur í vinnu og hugsa um okkar nánustu. Stundum vinnusemin og metnaður okkar að standa okkur vel tekið yfir og haft áhrif á heilsuna, það að játa okkur sigraðar er fyrsta skrefið.
  • Skoðaðu dagatalið þitt og allt sem þú ert búin að skuldbinda þig við, finndu út hverju þú getur sleppt eða frestað í ákveðinn tíma og hvernig þú getur dreift ábyrgðinni á ákveðnum hlutum yfir á aðra. Oft getur verið gagnlegt að skoða dagatal okkar aftur í tímann til að finna þá þætti sem sem virkilega valda okkur streitu og aðra þætti sem draga úr streitu.

Lausnin sem hefur vænlegasta árangurinn til að vinna úr burnout er að skapa þér nýtt jafnvægi á milli þess að sinna heilsunni og daglegum skyldum. Þá er mikilvægt að vinna ekki einungis í mataræðinu heldur einnig hugarfari, streitulosun og hreyfingum enda helst þetta allt í heldur. 

Þetta er akkúrat það sem við gerum með okkar flaggskipsþjálfun „Nýtt líf og Ný þú“, 4 mánaða þjálfun sem hefst nú í níunda sinn, þar sem ég leiði þig skref fyrir skref að lífsstíl sem gefur þér vellíðan, sátt í eigin skinni og jafnvægi! Sú þjálfun er sniðin að konum sem hafa keyrt sig út og vilja setja heilsuna í forgang, aðeins er opið fyrir skráningar einu sinni á ári eins og er. Skráðu þig á biðlista hér! 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi.

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira