Vinsælasta afþreying Íslendinga þessa dagana er að ganga að eldgosasvæðinu í Fagradalsfjalli og fá þannig að upplifa að sjá það með berum augum. Ég gerði mér ferð þangað um helgina og langar að deila upplifun minni með ykkur.
Ég kom heim um klukkan 2 eftir miðnætti aðfaranótt mánudags, með steina í töskunni og blauta fjallaskó í bakpokanum.
Við hjónin ákváðum að skella okkur á eldgosasvæðið fyrr um daginn ekki vitandi hvað í hvað stefndi, örugglega líkt og mjög margir aðrir (sjá meira á Instagram Lifðu til fulls).
Myndina hér að ofan tók Villi maðurinn minn.
Ferðalagið á tveimur jafnfljótum var tæplega 6 klukkustundir í heildina, þar sem lögregla hafði takmarkað svæðið vegna sprungu í jarðvegi hjá eldgosasvæði.
Að sjá þetta stórbrotna eldgos var þó vægast ólýsanlegt og var ég dolfallin yfir þessari náttúrufegurð sem ég stóð frammi fyrir.
Stemningin við eldgosið og á leiðinni var góð og þrátt fyrir að vera að ganga í myrkri veitti það hvatningu og öryggi að fleiri voru með.
Veðrið versnaði mikið með kvöldinu og vindurinn var orðinn það mikill að ég gat varla notið súpunnar sem ég tók með, þar sem hún fauk nokkrum sinnum í úlpuna mína. Á leið til baka þurfti ég svo að halda í manninn minn til þess að koma í veg fyrir að ég myndi hreinlega bara fjúka sjálf!
Þetta var ævintýri, það get ég sagt þér!
Hefði ég farið ef ég hefði fyllilega vitað hvað ég væri að fara út í? Í dag er ég næstum alveg á því, en á síðustu metrum ferðalagsins var ég það alls ekki!
Á mánudeginum var eldgosasvæðinu svo lokað tímabundið vegna gasmengunar sem mældist í hættulegu magni.
Í öðrum fréttum vil ég líka tilkynna að nú styttist óðfluga í eina flottustu þjálfun mína, Nýtt líf og Ný þú.
Þessi þjálfun er sannarlega engu lík og hvergi annars staðar sem þú getur öðlast slíka umbreytingu. Við förum djúpt í alla þætti lífsstílsins og saman sköpum við lífsstíl sem gefur þér varanlegt þyngdartap, orku og eins og margar hafa sagt; „10 ára yngri líðan og útlit“ - Ekki bara þessa 4 mánuði okkar saman heldur þar eftir líka… Þetta er virkilega það síðasta sem þú þarft að prófa til þess að ná árangri!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Heimasíða Lifðu til fulls - Þar er að finna ýmsar uppskriftir, ráð og fleira gagnlegt