c

Pistlar:

11. maí 2021 kl. 13:37

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

35 kíló farin og breyttur lífsstíll enn 6 árum síðar

Marta Klein skráði sig fyrst í Nýtt líf og Ný þú þjálfun hjá mér árið 2015 þegar hún var komin með nóg af sjálfri sér, búin að prófa allar hugsanlegar lausnir þarna úti og líkamleg vanlíðan í hámarki. 

Síðan þá hefur hún náð ótrúlegum árangri og öðlast algjörlega breytt líf og lífsstíl sem hún elskar og viðheldur. 

Þar sem Marta býr í Þýskalandi hittumst við í fyrsta sinn fyrir nokkrum mánuðum, 6 árum eftir að hún byrjaði heilsuferðalag sitt með mér og tókum við spjall okkar upp á myndband sem ég deili hér neðar.

Árangur hennar og saga mun að öllum líkindum gefa þér sparkið til að trúa á sjálfa þig og vonandi hjálpa þér að ná breytingu til betri vegar.

Smelltu hér til þess að sjá söguna hennar Mörtu.

2015-2021 

 

 

Átti erfitt með að léttast og óttaðist að enda í hjólastól

„Ég var búin að eiga mjög erfitt með að ná af mér fitunni. Var orðin mjög þung, komin með sykursýki, bakverk, háan blóðþrýsting, ég var orðin þunglynd og átti erfitt með að ganga. Ég á þrjá hunda og það var orðið þannig að ég gat bara labbað svona 100 skref og þurfti þá að stoppa út af bakverkjum, af því ég var orðin svo þung.“ 

Áhyggjur Mörtu náðu yfir ýmsa þætti hennar daglega lífs og má þar nefna sem dæmi að ef hana langaði að setjast niður og fá sér kaffi á ítölskum veitingastað, þar sem stólarnir eru svo litlir, þá var hún hrædd um að festast í stól þar. „Ég óttaðist að enda í hjólastól því ég varð alltaf máttminni og minni eftir að ég fitnaði þannig ég ákvað að gjörbreyta um líf.“

 

Búin að prófa alla kúrana

Að eigin sögn hafði Marta prófað svo gott sem alla megrunarkúra sem til eru, svo sem danska kúrinn, föstur, LKL og fleira, en alltaf brugðust þeir henni; „Með öllum þessum megrunarkúrum léttist ég alltaf um 10-15 og stundum 20 kíló og var ofboðslega ánægð en svo smátt og smátt át ég alltaf á mig 5-10 kg meira en ég var, þannig að ég fitnaði og fitnaði með árunum.“

 

Að taka skrefið

Það var þá árið 2015 sem Marta sá auglýsingu á Facebook um Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem hún ákvað að slá til og sér hún sko ekki eftir því enda árangur hennar algjörlega umbreytandi!

Með fyrsta námskeiðinu árið 2015 náði hún af sér 20 kílóum á aðeins 4 mánuðum og hefur hún ekki litið til baka. 2 árum síðar hafði hún misst 35 kíló sem enn í dag hafa ekki látið sjá sig og hefur hún öðlast gjörsamlega nýtt líf.

 

„Nýtt líf fyrir mig!“

Marta er nú farin að geta gengið með hundana sína þrisvar á dag og er byrjuð í leikfimi, hún er laus við þunglyndi, sykursýki og verki og nýtur þess að vera til.

„Í dag er ég mikið mikið ánægðari, sátt með lífið og mikið fjörugri, dugleg að fara í ferðalög og gera það sem mig langar. Allir verkir eru horfnir, bakverkir eru farnir. Ég sef betur og hef meiri orku og nýtt lífsins í botn! Í dag líður mér alveg rosalega vel og er alveg eins og nýfædd. Bara nýtt líf fyrir mig!“

 

Áður var ég feitust alveg sama hvert ég kom en nú er ég grennst í öllum hópum“

 

Ég borða hvað sem ég vil

„Þetta er ekki megrunarkúr, þetta er bara breytt mataræði“. Sumir trúa því ekki að Marta borði allt sem hana langar í og hafi samt náð af sér öllum þessum kílóum en eins og hún segir sjálf: „Ég borða allt saman, ég blanda því bara þannig að ég þyngist ekki. Hjálpin hjá mér að halda þetta út er árangurinn sem ég hafði. Ég veit að þessi matur gerir mér gott og ég veit að ég þyngist ekkert af honum, það finnst mér það flottasta! Það er ekkert bannað, þú getur valið úr öllu og þarft ekki að fara eftir megrunarplani. Ég hlakka til að borða matinn minn og borða það sem mér finnst gott. Ég finn heldur ekki lengur fyrir þessari svakalegu löngun í einhverja fæðu eins og í gamla daga og þarf ekkert á því að halda. Maður minn er mikil kjötmaður en hann er með mér í þessu og brosir bara að nýja lífsstílnum! Mataræðið er mjög einfalt, ef þig langar að hafa mikið fyrir því þá getur þú gert það en ef þú ert að flýta þér þá geturðu undirbúið þetta daginn áður.“ 

 

Árangur sem endist

Námskeiðið er mjög einfalt og mjög þægilegt að fara í gegnum. Ég upplifði þetta námskeið þannig að þessi vanlíðan var farin, nú líður mér svo vel og allt gengur svo vel. Ég er orðin svo sjálfsörugg. Ég hef fengið að kynnast svo allt annarri vellíðan, meiri orku og hef miklu meira þrek og er loksins laus við verki og þreytu. Margir hafa spurt mig hvað ég hef verið að gera og segja að ég hafi yngst því húðin er svo fín og hárið glansar alveg! Þegar ég lít til baka á mína ákvörðun þá sé ég náttúrulega ekki eftir neinu og er mjög stolt að ég hafi náð þessum árangri. Ef þú ert að glíma við þetta þá ráðlegg ég þér að bóka þig á námskeið hjá henni Júlíu.“

 

Vilt þú öðlast árangurinn sem þig hefur lengi dreymt um fyrir heilsuna?

Varanlegur lífsstíl sem þú endist í, er markmiðið með Nýtt líf og Ný þú þjálfun. Þú ættir ekki að þurfa að skrá þig í neinn annan kúr þar eftir enda leggjum við upp úr því að finna hvað hentar ÞÉR og þínum líkama og hvað gefur þér árangur sem endist!

Þetta gæti því verið þitt tækifæri til að enda orkuleysið og þyngdarströgglið, kvilla sem oft er sagt að fylgja aldrinum og segja skilið við frestun og afsakanir!

Smelltu hér til þess að lesa meira um Nýtt líf og Ný þú þjálfun.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi.

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira