Það virðist sem margir hafa gripið með sér flensu upp á síðkastið, ég sjálf lá niðri með hálsbólgu, kvef og flensu og náðu að hrista það af mér með góðri hvíld, svefni, hreinni fæðu og einhverju sem ég gríp ávallt í – oregano olía!
Oregano olían er talin ein sú besta gegn fyrir kvefi, hálsbólgu eða flensu af hverskonar tagi.
Í hvert sinn sem ég hef orðið veik, hvort sem það slappleiki eða flensa, nú eða þegar ég fékk Covid-19, missti bragð- og lyktarskyn, fékk flensku-einkenni, lá heima með hita og átti í erfiðleikum með að anda djúpt þá náði organo olían ávallt að hjálp mér við að endurvinna heilsuna á ný.
Mikilvægt er að taka inn oregano olíu sem er ætluð til inntöku. Ekki allar olíur er hægt að innbyrða. Þá eru 2-3 dropar settir undir tungu og látið liggja í 15 sekúndur. Þetta er endurtekið 1-3 yfir daginn þegar þú finnur einkenni veikinda, m.a.hálsbólgu, hellast yfir. Einnig er hægt að setja út í vatn eða/og olíu og drekka. Ég get staðfest að þetta rífur verulega í. Það er hægt að finna oregano olíu í belgjum en hreina olían er talin hafa hraðari og sterkari upptöku.
Ég segi alltaf að bætiefni ættu aldrei að koma í stað hreinnar fæðu, hreyfingar og andlegrar heilsu enda er það undirstaða góðrar heilsu. Bætiefni eru góð til inngrips og nýtir þú þau best þegar líkaminn er regulega hreinsaður og streita, uppsöfnuð eiturefni og ruslfæða fær ekki að setjast að.
Ef þú finnur að líkaminn sé gjarnari á að grípa flensur og brestir hafa komið með aldrinum er það að öllum líkindum merki um að fæðuhreinsun og lífstílsbreyting (mataræði, hugurinn og hreyfing) sé nauðsynleg til að koma þér úr þeim vítahring!
Heilbrigður lífsstíll hjálpar fólki einnig í átt að hraðara bataferli og sterkara ónæmiskerfi yfir höfuð þ.e. færri flensu- og veikindadagar á árinu.
Heilsan er okkar ríkidæmi! Nýtt líf og Ný þú þjálfunin opnar fyrir skráningu bráðlega og býðst þér að koma á biðlistann hér og kynnast henni betur.