c

Pistlar:

17. febrúar 2022 kl. 13:09

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Hár blóðþrýstingur: Einkenni og hvað er til ráða?

Hefur þú fengið það staðfest hjá lækni að þú glímir við of háan blóðþrýsting?

Hár blóðþrýstingur er nokkuð algengt vandamál og í raun mun algengara en þig grunar!

Margir glíma við of háan blóðþrýsting án sinnar vitundar enda eru einkennin fá og jafnvel engin. Þó koma sum einkenni upp, þar á meðal:

  • Sjóntruflanir
  • Mæði
  • Blóðnasir
  • Uppköst
  • Höfuðverkur, einkum á morgnanna
  • Erfiðleikar með öndun

Algengi háþrýstings er 30-45 % hjá einstaklingum eldri en 18 ára og hlutfallið eykst með hækkandi aldri.

Hvað er eðlilegur blóðþrýstingur?

Eðlilegur blóðþrýstingur er undir 135 í efri mörkum og undir 85 í þeim neðri. 

Þegar blóðþrýstingur er kominn yfir 140 í efri mörkum og yfir 90 í neðri mörkum er talað um háan blóðþrýsting.

Hvað veldur háum blóðþrýsting?

Algengur orsakavaldur að of háum blóðþrýsting er m.a ofsaltað eða fituríkt mataræði, yfirþyngd, hreyfingarleysi, streita eða mikil áfengisneysla (meira en 1-2 glös á dag). Ef þú tengir við eitthvað af þessum atriðum er ekki vitlaust að kanna hjá lækni hvort blóðþrýstingurinn sé í lagi.

Stundum er þó undirliggjandi sjúkdómur eða veikindi sem valda honum eins og t.d. skjaldkirstilsvandamál, ofvirkni í nýrnahettu eða þrengsli í nýrnaslagæð. Einnig getur hár blóðþrýstingur verið ættgengur eða komið með aldrinum. 

Háþrýstingur er óæskilegt ástand því því hann eykur hættuna á heilablóðföllum, kransæðastíflu, hjartabilun og nýrnabilun.

 

Hver er lausnin?

Ein áhrifaríkasta og heilbrigðasta leiðin sem talin er getað lækkað blóðþrýsting til langri tíma er breyttur lífsstíll. Þá er meðal annars átt við hreina fæðu, minni neysla á salti og óhollri fitu, hreyfing og minna áfengi. Einnig er mikilvægt að léttast.

Sem dæmi um mat sem mikilvægt er að neyta í hófi gegn háum blóðþrýsting er: 

  • Sykur
  • Koffín
  • Áfengi
  • Slæm jurta- og dýrafita sem finna má í snakki og tilbúnum mat til upphitunar
  • Sódíumrík fæða á borð við soyasósu, unnar kjötvörur og niðursoðinn matur. 

Hins vegar eru margar fæðutegundir sem gott er að borða gegn háum blóðþrýsting m.a. 

  • Omega-3 fitusýrur t.d. Lýsi, lax og chia fræ
  • Pottassíumríkur matur t.d. melónur, bananar og avókadó
  • Hvítlaukur
  • Trefjar sem finna má í ávöxtum, grænmeti og fræjum
  • Dökkt súkkulaði (t.d lífrænt og sykurlaust)
  • Kalíumríkur matur á borð við tómata, sætar kartöflur, ferskjur og fiskur.

Er hægt að laga háan blóðþrýsting með breyttum lífsstíl?

Vænlegasti árangurinn gegn háum blóðþrýsting er að lagfæra lífsstílinn og styðjast við hreint mataræði. Lykilatriðið er þó að finna hvað hentar þínum einstaka líkama best og samhliða því vinna á hugarfari, streitulosun og hreyfingu, enda helst þetta allt í heldur. Þetta er akkúrat það sem við gerum með okkar flaggskips þjálfun „Nýtt líf og Ný þú“, 4 mánaða þjálfun þar sem ég leiði þig skref fyrir skref að lífsstíl sem gefur þér vellíðan, sátt í eigin skinni og jafnvægi! Sú þjálfun hefur hjálpað mörgum að minnka/hætta á blóðþrýstingslyfjum í samráði við lækni og er sniðin að konum sem hafa keyrt sig út, vilja setja heilsuna í forgang og öðlast varanlega breytingu.

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira