c

Pistlar:

17. október 2023 kl. 20:51

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Sparaðu í matarinnkaupum með fjárhagsáætlun

Hefur þú einhvern tímann sett þér fjárhagsáætlun fyrir matarinnkaupin en síðan endað á að eyða tvöfalt eða þrefalt meira?

Ef svo er þá er þessi grein akkúrat fyrir þig.

Af hverju að setja sér áætlun?

Að hafa fjárhagsáætlun fyrir matarinnkaupin gefur þér stjórn á hvert þú vilt að peningurinn fari. Kannski ertu að safna þér fyrir utanlandsferð, kannski ertu í framkvæmdum eða kannski langar þér að fara meira út að borða. Við höfum öll ólík markmið og mun fjárhagsáætlun fyrir matarinnkaupin hjálpa okkur að ná þeim.

Hvað ættir þú að eyða miklu í matarinnkaup?

Hversu mikið þú eyðir í matarinnkaup fer alfarið eftir þinni innkomu og þínum markmiðum. Byrjaðu á að skoða hvað þú ert nú þegar að eyða mikið og hverju þú vilt eyða.

Mundu svo að hver mánuður er breytilegur, jafnvel eru fleiri kvöld sem þú ferð út að borða einn mánuðinn. Aðrir mánuðir innihalda jól og sumarfrí og þá vilt þú kannski hafa aðeins meira svigrúm og hærri fjárhagsáætlun. Fjárhagsáætlunin þín ætti því að breytast hvern mánuð og hér er ekkert rétt eða rangt, bara hvað þú velur og ákveður.

Ættu hreinlætisvörur að vera inn í fjárhagsáætlun ?

Það fer alfarið eftir þér hvort klósettpappír og þrif vörur eru inn í þeirri áætlun sem þú setur þér, ég persónulega hef það undanskilið til þess að einfalda mér lífið.

Gerðu þér fjárhagsáætlun og fylgdu henni eftir

Þegar þú ert búin að reikna út hvað þú vilt eyða í matarinnkaupin þá er það mikilvægasta skrefið, skrefið sem ég klikkaði alltaf á í fortíðinni og það er að fylgjast með útgjöldun út mánuðinn!

Það eru nokkrar leiðir til þess að halda utan um útgjöld.

1. Debetkort aðferðin

Sumir sem ég hef talað við eiga sér debetkort sem er eingöngu notað fyrir matarinnkaupin og ekkert annað. Þá er sú upphæð sem þau vilja eyða í matarinnkaup í hverjum mánuði millifærð yfir á debetkortið og það eingöngu notað þegar það er verslað í matinn.

2. Seðla aðferðin

Önnur leið er að taka út þá peningaupphæð sem þú vilt eyða yfir mánuðinn í matarinnkaup í seðlum, munum við eftir þeim?! og þú setur þá í umslag í byrjun mánaðarins og notar það til að versla inn í matinn. 

3. App aðferðin

App aðferðin er líklega þægilegust að nota í dag og sú sem ég persónulega styðst við. Ég nota app sem heitir Budget. Þar set ég inn viðmiðunar töluna sem ég vill eyða þann mánuð og svo alltaf þegar ég er búin að borga í búðinni uppfæri ég appið, oftast geri ég þetta um leið og ég er á kassanum og appið sýnir mér hvað ég á mikið eftir til að eyða þann mánuð.

Heilsa og hamingja, 
Júlía Heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira