c

Pistlar:

18. nóvember 2024 kl. 16:34

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Hvernig ég skipti út sykri í jólabakstri

Jólailmurinn fer brátt af að fylla öll heimili og fátt toppar lyktina af nýbökuðum smákökum á köldum vetrardegi.

Það getur verið erfitt að standast lyktina af nýbökuðum jólasmákökum en oftast innihalda þær mikinn hvítan sykur.

Með réttum hráefnum er hægt að gera jólasmákökurnar ekki bara sætar og góðar, heldur líka hollari. Í dag eru til ótal tegundir hollra og náttúrulegra sætugjafa sem auðvelt er að skipta út fyrir hefðbundinn hvítan sykur og gera þannig jólasmákökunar að heilsusamlegri kost.

Það er bara svo huggulegt að eiga eitthvað sem þú getur nartað í og hvað þá með góðri samvisku.


Hvernig á að skipta út sykScreenshot-2024-11-10-at-08.42.54-1024x916ri í jólabakstrinum

Það er einfalt að skipta út hefðbundnum hvítum sykri fyrir náttúrulegri sætu í jólabakstrinum án þess að skerða bragð eða að nokkur setji útá það. Hér eru nokkur náttúruleg sætuefni (þá á ég við sætuefni sem fást frá náttúrunnar hendi en eru ekki unnin sem sykuralkahól) sem má skipta út fyrir í jólabakstri. Sjálfsagt er listinn ekki tæmandi, en hann samsvarar uppgefið magn af einum bolla af hefðbundnum hvítum sykri.


Sjálfsagt má minnka magn sætu í uppskriftium ef þú ert ekki vön að neyta sykurs daglega, auk þess finnur maður oft ekki mun ef magn sætu er minnkað. Það er öruggast að skipta út dufti fyrir duft og vöka fyrir vöka til að passa upp á áferð uppskriftar.

Hægt er að nálgast sætuefnin í heilsuvöruverslunum og mörgum verslunum í dag og alltaf mikilvægt að kaupa lífrænt og/eða gæða vöru þar sem hún inniheldur fleiri næringarefni, bragðast gjarnan betur og er hollari fyrir þig.

Tryggðu þér Hátíðarpakkann frá Lifðu til fulls í dag á 70% afsætti með því að smella hér. Hann inniheldur meðal annars orkuríkar og sektarlausar smákökur, jólamatseðil með uppáhalds hátíðarréttum Júlíu og uppskriftir af hátíðardrykkjum sem auka orku, efla brennslu og draga úr bjúg.

Skapaðu ljómandi, sykur minni og nærandi jól.

 

Heilsa og hamingja,




Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira