Þá var það tími nr 2 með Lilju og öllum hinum sexy skvísunum í Sporthúsinu. Tókum hendur og rass í kvöld og það var sko vel tekið á því, gífurlega er maður í lélegu formi, þrátt fyrir að halda það að að maður sé í betra formi en maður er.. þvílík sjálfsblekking en það er bara upp á við héðan í frá!
Harðsperrurnar eftir gærdaginn létu aðeins bíða eftir sér, hélt í morgun að ég hefði barasta ekkert tekið á í tímanum í gær og fékk smá samviskubit en svo þegar leið á daginn, þá urðu einföldustu verk eins og að standa upp, töluvert erfiðari en þau eru vanalega :) Þannig að þetta er allt að skila sér og nú er það bara harkan sex.
Hitti gamla spinning kennarann minn eftir tímann í kvöld og það verður ekkert hægt að fela sig núna, hún veit að ég er þarna og ég mun troða spinning tímum inn í dagskránna hjá mér, enda geðveik brennsla og ég tala ekki um þegar teknar eru 2ja tíma brennslur, þá sér maður hvað úthaldið getur verið gífurlega mikið á þrjóskunni.
Annars er mæling á morgun, ekkert gífurlega spennt fyrir þeim hluta. Það er alltaf erfitt að sjá tölur sem að staðfesta í hvaða stöðu maður er þegar maður veit það alveg sjálfur en stundum eru tölurnar til þess að hvetja mann áfram. Ég ætla svo sannarlega að heilsa þessarri tölu og kveðja um leið, því að ég stefni á að hitta hana aldrei aftur.
Þannig að þetta er allt komið í gang og vonandi nennirðu að fylgjast með mér fara í gegnum þetta ævintýri, ásamt þremur öðrum hetjum.