c

Pistlar:

27. ágúst 2024 kl. 14:07

Linda Sigríður Baldvinsdóttir (lindabald.blog.is)

Ertu búin á því?

Venjulegur dagur hjá mæðrum og feðrum dagsins í dag er kannski ekki svo venjulegur þegar allt kemur til alls.

Vísitölufjölskyldan inniheldur mömmu, pabba og tvö börn sem líklega eru á leikskóla og í skóla og það er nóg að gera frá morgni til kvölds.

Dagurinn byrjar yfirleitt snemma með morgunmat, nestispökkun, að láta börnin klæðast,bursta og greiða áður en haldið er af stað með þau á sitthvorn staðinn áður en mætt er til vinnu.

Síðan er unnið til fjögur eða fimm og þá eru börnin sótt sem tekur sinn tíma í umferðinni hér á höfuðborgarsvæðinu amk. Þá er eftir að skutla í tómstundirnar fram og til baka, fara í búðina, elda mat, láta barnið/börnin læra, baða sig og koma þeim síðan í háttinn. Eftir það þarf að ganga frá í eldhúsinu, setja í þvottavélar og þurrkara og þá eru tómstundir, félagsstarf plús ræktin eftir hjá foreldrunum og þá spyr ég, hvaða tími er eftir fyrir parasambandið og ræktun sambands við börnin?

Úff ég verð bara þreytt á því að skrifa þetta hvað þá ef ég væri í þessari aðstöðu!

Það er ekki skrýtið þó að barneignum hafi fækkað töluvert á landinu okkar og sumir treysti sér ekki til að samræma starfsframa og móður/föður hlutverkið.

Unga fólkið okkar er að sligast úr streitu og kulnunareinkenni finnast æ oftar hjá þeim, og við erum að tala um UNGT fólk en ekki þreytt gamalmenni sem eru búnir að gefa allan sinn starfsaldur við erfiðisstörf.

Ég heyrði af ungri móður sem gjörsamlega bugaðist og trúði einni vinkonu sinni fyrir því að hún væri búin á því en gæti ekki viðurkennt það því að þá hélt hún að öllum þætti hún algjör lúser, og ég held að ungar konur og menn tali ekki um kulnunina sína vegna þess að það passar ekki inn í glansmyndirnar á Instagram þar sem allir líta vel út og lífið er svo dásamlega einfalt þó að það finnist engin stund til að slaka á!

Ég skrifaði um kulnun og átta átta aðferðina sem er einfaldlega sú að skipta niður sólarhringnum í þrjú tímabil. Tímabil starfs, hvíldar og tómstunda.

En í þeim pistli skrifaði ég einnig um vannærðan anda, en það er andi sem gefur sér ekki andrými til þess að vera til og njóta augnablikanna í gleði og jafnvægi,og gerir sér jafnvel alls ekki grein fyrir því að hann fái ekki rétta næringu.

Ef ég ætti að setja það í eitthvert samhengi þá er það svipað og þegar við erum vannærð á líkama okkar (anorexía t.d)en tökum ekki eftir einkennunum fyrr en of seint og lítum okkur skökkum augum.

En hverju þurfa þessar ungu önnum köfnu mæður og feður að taka eftir þegar kemur að einkennum kulnunar eða útbruna?

Það eru ýmis teikn sem þú getur skoðað með sjálfum þér til að athuga hvort að þú sért að verða búinn á því andlega séð og margt að finna um það á netinu ef þú leitar. 

Það er til nokkuð góður listi yfir einkenni burnouts eða kulnunar eins og við viljum kalla það og höfum við lengst af tengt við störf okkar en ekki persónulega lífið.

Hinsvegar benda nýjustu rannsóknir til þess að kulnunin sé af samþættum toga og líklegt mynstur er álag í starfi, álag á heimili, áföll og streita vegna fjármála eða vegna ástands í fjölskyldu.

Hér eru nokkur einkenni kulnunar sem hafa ber í huga og ef þú kannast við eftirfarandi þá þarf að finna lausnir á með því ástandi:

Líkamleg einkenni:

  1. Þreyta: Stöðug og djúp þreyta sem hverfur ekki þrátt fyrir svefn og hvíld.
  2. Svefnvandamál: Erfitt er að sofna eða viðhalda svefni, eða þá að viðkomandi sofnar en vaknar þreytt.
  3. Verkir: Höfuðverkur, vöðvaverkir og önnur líkamleg óþægindi.
  4. Niðurbrot ónæmiskerfisins: Aukin veikindi, eins og kvef og sýkingar.

Andleg og tilfinningaleg einkenni:

  1. Kvíði: Aukinn kvíði, þar með talið áhyggjur og óróleiki sem getur tengst foreldrahlutverkinu.
  2. Þunglyndi: Þunglyndiseinkenni, svo sem vonleysi, skortur á áhuga og gleði.
  3. Pirringur: Aukin pirringur og reiði sem getur beinist að fjölskyldunni eða að þér sjálfri.
  4. Einbeitingarskortur: Erfiðleikar við að einbeita sér, taka ákvarðanir og skipuleggja sig.
  5. Tilfinningaleg doði: Minnkuð tengsl við eigin tilfinningar, fjölskyldu og vini, þar með talið börnin.

Félagsleg einkenni:

  1. Einangrun: Vilji til að draga sig í hlé frá félagslegum tengslum.
  2. Skortur á ánægju: Getur upplifað daglega athafnir sem leiðinlegar eða tilgangslausar.

Hegðunareinkenni:

  1. Ofnotkun áfengis eða annarra róandi efna: Til að reyna að takast á við streitu.
  2. Minnkað sjálfsálit: Efasemdir um eigin getu sem móðir og manneskja, þar sem hún upplifir að hún standi ekki undir væntingum samfélagsins.

 Mikilvægt er að leita sér aðstoðar ef þessi einkenni eiga við, svo sem með því að tala við fagaðila eða leita stuðnings frá fjölskyldu og vinum.

En það eru til leiðir til lagfæringar á ástandinu og sumar af þeim eru t.d þessar:

Endurskoða forgangsröðun

  • Einbeita sér að því mikilvægasta: Að læra að segja „nei“ við verkefnum eða skuldbindingum sem ekki eru nauðsynlegar til að létta á álagi.
  • Aðlaga væntingar: Setja raunhæf markmið og væntingar til sjálfrar sín, og sætta sig við að þurfa ekki að vera fullkomin í öllu.

Sjálfsumönnun

  • Hreyfing: Regluleg hreyfing, jafnvel göngutúrar eða jóga sem geta aukið orkuna og bætt andlega líðan.
  • Svefn: Að skapa góð svefnrútínu og tryggja sér nægilega hvíld er lykilatriði.
  • Næring: Góð næring hjálpar við að viðhalda orku og heilbrigði. Reyna að borða reglulega og velja næringarríkan mat.
  • Slökunartækni: Læra og æfa slökunartækni eins og djúpöndun, hugleiðslu eða núvitund.

Endurnýja tengsl

  • Tengsl við barnið: Reyna að skapa jákvæðar og nærandi stundir með barninu til að styrkja tilfinningaleg tengsl og gleði í foreldrahlutverkinu.
  • Félagslegur stuðningur: Að halda tengslum við vini og fjölskyldu, jafnvel þótt það sé aðeins með stuttum heimsóknum eða samtölum.

Taka sér tíma fyrir sig sjálfa

  • Eiga stundir án barna: Það er mikilvægt fyrir foreldri að fá tækifæri til að vera eitt með sjálfu sér, hvort sem það er að ltil þess að lesa bók, fara í bað eða stunda áhugamálin.
  • Leyfi og hvíld: Ef mögulegt er, þá er gott að taka sér tíma frá daglegu amstri, hvort sem það er að taka sér frá vinnu eða einfaldlega stutt hlé frá daglegum verkefnum.

Skipulag og tímaáætlun

  • Skipuleggja daginn: Að gera tímaplan sem inniheldur bæði tíma fyrir verkefni og hvíld. Það getur hjálpað við að sjá dagskrána skýra og raðað niður verkefnum eftir mikilvægi (Borða fílinn einn bita í einu).
  • Deila ábyrgð: Leyfa öðrum að taka þátt í daglegum verkefnum og barnauppeldi ef hægt er. Það getur létt mikið á álaginu.

Taka lítil, stöðug skref

  • Setja sér lítil skref: Byrja á að taka smá skref í átt út úr kulnuninni, eins og að bæta aðeins við svefninn eða stunda reglulega hreyfingu. Smáar breytingar geta leitt til stórra umbóta með tímanum.

Það er mikilvægt að muna að bataferli úr kulnun getur tekið tíma. Að sýna ferlinu þolinmæði og leita aðstoðar þegar þörf er á getur verið lykilatriði á leiðinni að góðu jafnvægi í lífinu.

Það er nú einu sinni þannig að við erum ekki ofurmenni og getum varla haldið uppi kröfum samtímans um fullkomnun í lífi, starfi og útliti þannig að best af öllu er að finna hver er ég og fyrir hverju vill ég standa í heilbrigði en ekki til að uppfylla staðla sem eru að eyðileggja líf mitt.

Ef ég get aðstoðað þig við þín lífsins málefni þá er ég einungis einni tímapöntun í burtu og ég hvet þig sem kannast við þig í aðstæðunum hér að ofan til þess að bjóða þér aðeins upp á það besta og bæta lífsgæði þín og heilsu helst strax í dag.

Þar til næst elskurnar.

xoxo

Ykkar Linda

linda Baldvinsdóttir

Lífsmarkþjálfi, Samskiptaráðgjafi

linda@manngildi.is

 
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Meira