Mannleg hegðun hefur alltaf heillað mig og vakið hjá mér forvitni um það hvers vegna við gerum það sem við gerum og erum það sem við erum, og eru tengslamyndanir eitt af þeim áhugaverðu efnum sem í mannlegum samskiptum og samböndum er að finna, og verður umfjöllunarefni mitt í þessum pistli.
Í raun má segja að við séum alltaf að leita ómeðvitað eftir svörum við eftirfarandi í samskiptum okkar og samböndum og lengd sambandanna og skuldbinding byggist líklega á því hvort við fáum já svar við þeim. Þessar spurningar eru
En er alltaf auðvelt að fá svör við þessum spurningum?
Nei það er misjafnt og fer líklega að mestu eftir þeim tengslastílum (attachment styles) sem við höfum.
Þeir sem treystu á að þeir fengju aðstoð og umönnun í öllum aðstæðum og voru nógu góðir eins og þeir voru í æsku mynda opin tengsl sem fylgja þeim jafnan inn í framtíðina, en þeir sem voru afræktir og ekki nægjanlegir fyrir umönnunaraðila sína fara oft inn í sína eigin skel og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar og líðan, og vita stundum ekki einu sinni hvernig þeim líður.
Í forvitni minni fór ég að grúska aðeins og fann nokkrar greinar sem skilgreina tengslastíl okkar og ég ætla að gefa ykkur hugmynd um það sem ég fann þar. Eins set ég hér í lokin hlekk á próf sem gaman væri fyrir ykkur að taka til að fá smá hugmynd um það hvaða stíl þið hafið í ykkar samböndum og samskiptum. Ég tók prófið og niðurstaðan kom mér satt að segja á óvart, þannig að endilega tékkið á þessu.
Samkvæmt rannsókn sem DR.Philip Shaver og Dr.Cindy Hazan gerðu á þessu efni komust þau að því að þær fjórar gerðir tengslastíla(mér finnst þetta vont orð) sem talað er um þá eru u.þ.b 60% okkar með örugga tengingu en 20% eru í forðun og önnur 20% eru með kvíða.
En hverjar eru þessar fjórar gerðir tengslastíla og hver er þinn still?
Örugg tengsl -
Börn sem eru alin upp við öryggi vita að þegar þau hafa farið út til að kanna heiminn á eigin vegum geta þau alltaf snúið heim og fundið öryggið þar. Þau eru elskuð og vafin umhyggju sama hvað. Sama mynstur mun þá líklega fylgja þeim inn í sambönd þeirra á fullorðinsárum eða á meðan þau finna sig örugg og tengd mun sambandið líklegast einkennast af trausti og frelsi beggja aðila sambandsins.
Öruggt samband er yfirleitt heiðarlegt opið og frelsisgefandi. Öruggir fullorðnir aðilar veita stuðning þegar maki þeirra finnur fyrir vanlíðan. Þeir fara líka til maka síns til að fá huggun og stuðning þegar þeir sjálfir eru í vandræðum eða líður illa og samband þeirra hefur tilhneigingu til að vera heiðarlegt og fyllt jafnvægi á milli aðilanna.
Þessi lýsing uppfyllir eftirfarndi orð spekingsins Kahlil Gibran þar sem hann talar um hjónabandið í bók sinni Spámaðurinn- “En verið þó sjálfstæð í einingu ykkar, og látið vinda himinsins leika milli ykkar. Elskið hvort annað, en látið ástina ekki verða að fjötrum. Látið hana heldur verða síkvikan sæ milli ykkar sálarstranda. Fyllið hvort annars bikar, en drekkið ekki af sömu skál. Gefið hvort öðru brauð ykkar, en borðið ekki af sama hleifi. Syngið og dansið saman og verið glöð, en leyfið hvort öðru að vera einu, eins og strengir fiðlunnar eru einir, þótt þeir leiki sama lag. Gefið hvort öðru hjarta ykkar, en setjið það ekki í fangelsi. Og standið saman, en ekki of nærri hvort öðru. Því að það er bil á milli musterissúlnanna og eikin og vaxa ekki hvort í annars skugga."
Kvíðatengsl –
Þeir sem tilheyra þessari tengslamyndunargerð eiga það til að mynda fantasíusambönd og í stað þess að finna raunverulega ást og traust í sambandi sínu finna þeir sífellt fyrir tilfinngahungri sem makinn á þá að uppfylla og þar með afsala þeir sér ábyrgð á sjálfum sér og sinni tilfinningalegu tilveru. Þrátt fyrir að þeir séu að leita að öryggistilfinningunni með því að hengja sig á maka sinn þá eru þeir á sama tíma að gera ýmislegt til að hrinda makanum í burtu. Þegar þessir einstaklingar upplifa sig óörugga í sambandi sínu þá geta þeir hreinlega límt sig á makann og orðið mjög ósjálfstæðir, og í sumum tilfellum sett makann í hálfgert fangelsi tortryggni og óöryggis því að allar sjálfstæðar framkvæmdir makans gefa óörugga aðilanum staðfestingu á því að makinn sé að fara eða elski hann ekki lengur. Kvíðinn semsagt hefur tekur völdin með tilheyrandi afleiðingum fyrir sambandið.
Forðun -
Þeir sem tilheyra þessum stíl hafa tilhneigingu til að vera mjög fjarlægir tilfinningalega séð í samböndum sínum og leita oft í einangrun og mjög oft reynist erfitt fyrir þá að fara út úr tilfinningaskel sinni. Þessir aðilar eiga oft erfitt með að skuldbinda sig, virka mjög sjálfstæðir og öryggir en eiga mjög erfitt með nánd. Oft finnst þeim eins og að aðrir vilji stjórna þeim eða setja þá inn í boxin sín og þeim líður eins og þeir séu ofsóttir í þannig aðstæðum. Í könnunum skora þeir sem tilheyra forðunarstílnum hátt á sjálfstrausts-skalanum en mjög lágt á tilfinningatjáningar-skalanum og eiga erfitt með að sýna hlýju og nánd. Þeir eiga einnig erfitt með að treysta á aðra jafnvel þegar þeir ættu svo sannarlega að leyfa sér það.
Forðunar/áhyggjufullur tengslastíll -
Að þurfa ekki á neinum að halda er blekking sem margir lifa við og í dag er það í tísku að segja að það ætti að nægja okkur að vera ein með sjálfum okkur. En það er nú bara þannig að sérhver mannvera þarf tengingu við aðrar mannverur og enginn er í raun eyland. Engu að síður er það þó þannig að þessi tengslastíll hefur tilhneigingu til að vera sjálfum sér nógur og bæði afneitar mikilvægi ástvina og losnar auðveldlega frá þeim ef þess þarf. Þeir eru með sterkar andlega varnir og hafa getu til að loka á tilfinningar jafn auðveldlega eins og þegar við slökkvum á ljósrofunum heima hjá okkur. Jafnvel í heitum tilfinningalegum aðstæðum geta þeir slökkt á tilfinningum sínum og bregðast ekki við. Ef maki þeirra hótar að yfirgefa þá munu þeir líklega segja að þeim sé alveg sama og setja upp pókerface þeirra sem hafa þann hæfileika að slökkva á óþægilegum tilfinningunum. Þeir eru mikið einir og oft einmanna og hafa tilhneigingu til að festast í ofbeldis eða vanvirkum samböndum. Yfirleitt eru aðrir þættir sem tilheyra þó samhliða þessum tengslastíl, þættir eins og fíkn eða þunglyndi svo eitthvað sé nefnt.
Líklega skorum við flest eitthvað í flestum ef ekki öllum flokkum en kannski mis mikið þó svo endilega tékkaðu á því hvar þú skorar..
Hér er hlekkur á sjálfsprófið það því að það er alltaf svo gott að sjá sjálfan sig í réttu ljósi (Maður þekktu sjálfan þig – "Meginregla Sókratesar og áletrun yfir hofinu í Delfi.")
https://www.yourpersonality.net/attachment/
Þar til næst elskurnar hvet ég okkur öll sama hvaða tengslastíl við tilheyrum að vera góð við hvert annað og leyfum aðventunni að opna hjörtu okkar og samkennd og sýnum hana í orði og á borði.
Eins og alltaf er ég svo bara einni tímapöntun í burtu frá þér.
Xoxo
Ykkar Linda
Linda Baldvinsdóttir
Lifecoach, samskiptaráðgjafi
linda@manngildi.is