Ég er að bjóða mig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Atkvæðagreiðslan er í fullum gangi og lýkur þann 30. mars. Tíu hafa gefið kost á sér í tvö stjórnarsæti og ég er einn af þeim. Hér er hlekkur á atkvæðagreiðsluna.
Verði ég kosinn í stjórn mun ég leggja áherslu á að auka vægi erlendra fjárfestinga. Ég hef lengi lagt til að lífeyrissjóðir hefðu að lágmarki, ekki hámarki, 50% eigna sinna erlendis. Með þessu er áhættu betur dreift og einnig hækka erlendar fjárfestingar í virði í íslenskum krónum talið þegar að mest liggur við, þ.e. í kreppuástandi eins og árið 2008. Þeir sem hafa lesið pistla mína undanfarin ár (þau eru reyndar orðin heldur mörg) vita að ég hef lengi fjallað um þetta. Má meðal annars minna á þennan pistil minn á þessum vettvangi - https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/2272134/
Slíkar fjárfestingar yrðu að mestu í "leiðinlegum fyrirtækjum" í stöndugum rekstri og veita reglulegar arðgreiðslur. Áhersla yrði lögð á að halda kostnaði við slíkar fjárfestingar í lágmarki enda skiptir kostnaður enn meira máli en nokkru sinni fyrr þegar að ávöxtunarkröfur í heiminum eru að raunvirði nálægt núllinu.
Muna - greiða atkvæði hið fyrsta því kosningu lýkur á miðvikudaginn.
https://www.almenni.is/stjornarkjor-2022?fbclid=IwAR3i3SjoPcyd8zB9kmbSgqZzPFWPaFbJzTXJE-gZWqC8QUCM4eCaW_0uFR8