c

Pistlar:

28. mars 2022 kl. 14:31

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Almenni lífeyrissjóðurinn - stjórnarframboð

Ég er að bjóða mig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Atkvæðagreiðslan er í fullum gangi og lýkur þann 30. mars. Tíu hafa gefið kost á sér í tvö stjórnarsæti og ég er einn af þeim. Hér er hlekkur á atkvæðagreiðsluna.


Verði ég kosinn í stjórn mun ég leggja áherslu á að auka vægi erlendra fjárfestinga. Ég hef lengi lagt til að lífeyrissjóðir hefðu að lágmarki, ekki hámarki, 50% eigna sinna erlendis. Með þessu er áhættu betur dreift og einnig hækka erlendar fjárfestingar í virði í íslenskum krónum talið þegar að mest liggur við, þ.e. í kreppuástandi eins og árið 2008. Þeir sem hafa lesið pistla mína undanfarin ár (þau eru reyndar orðin heldur mörg) vita að ég hef lengi fjallað um þetta. Má meðal annars minna á þennan pistil minn á þessum vettvangi - https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/2272134/


Slíkar fjárfestingar yrðu að mestu í "leiðinlegum fyrirtækjum" í stöndugum rekstri og veita reglulegar arðgreiðslur. Áhersla yrði lögð á að halda kostnaði við slíkar fjárfestingar í lágmarki enda skiptir kostnaður enn meira máli en nokkru sinni fyrr þegar að ávöxtunarkröfur í heiminum eru að raunvirði nálægt núllinu.

Muna - greiða atkvæði hið fyrsta því kosningu lýkur á miðvikudaginn.

https://www.almenni.is/stjornarkjor-2022?fbclid=IwAR3i3SjoPcyd8zB9kmbSgqZzPFWPaFbJzTXJE-gZWqC8QUCM4eCaW_0uFR8

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

People Need Housing to Live in - https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/02673037.2024.2339920

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands

Stjórnarmaður í Almenna

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira