c

Pistlar:

1. janúar 2017 kl. 19:47

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti (misst.blog.is)

Hvað eru margar teiknibólur í rassinum á þér?

543ab6f44216d-458x406Það er nýársdagur og ég er með timburmenn. Ekki út af áfengisdrykkju, ég á ekkert í þann bisness. Nei sykurinn er mitt böl og hefur verið alla mína tíð. Það er ekkert leyndarmál og ég hef ekki dregið neina dulu yfir það gegnum árin. Ég hef oftast góða stjórn á fíkninni en um þessi jól missti ég mig. Þess vegna sit ég hér, í dag, nýársdag að kvöldi kominn, með 10 tíma þungan hausverk, þrýsting bak við augun, 1 kg vökva kringum augun og þrútnar æðar eins og gardínur dregnar niður á kinnar. Mér finnst ég líta skelfilega illa út. Mér líður skelfilega og er uppþemd og uppblásin.

Ég get farið í allan pakkan, þú veist, farið alla leið og að niðurlægt sjálfa mig fyrir aumingjaskapinn, titlað mig ljóta, heimska og algjöran lúser. Ég get líka klipið magafituna á milli fingrana í viðbjóði og mælt ummál lærana með mælibandi til þess eins, að fá sönnun fyrir því, að ég hef fitnað um 1 kg á báðum. Ég get alveg vænst þess af mér, að dissa sjálfa mig og líkama minn á þennan ósjarmerandi hátt, af því að í sykurvímu var heilinn minn vanur að bregðast við með sjálfsskömm. En hann og ég gerum það ekki lengur. Mér hefur, á minni batabraut, tekist róa öndunina og að aga hugsunina til mildi og kærleiks gagnvart mér sjálfri. Það felst meðal annars í því, að fyrirgefa sjálfri mér og tala fallega til og um líkaman minn og það felst einnig í, að vera raunsæ og veruleikatrú og skoða vel þær kringumstæður undangegndu stjórnleysinu. Þær eru í raun ekkert dularfullar og þú þekkir þetta alveg eins vel og ég. Tilfinningingar sem vakna þegar okkur finnst við ekki standa okkur nógu vel, eða ekki að standast væntingar sálfs okkar og annarra, pressa og álag sem ekki var höndlað vel hvorki líkamlega né andlega. Þetta ástand meira eða minna alvarlegt og afleiðingar af því. 

Þú þarft ekki að vera háð(ur) sykri til að skilja hvert ég er að fara. Sykurinn getur eða getur ekki verið ein af orsökunum fyrir því, að þér líður ekki (nógu)vel og ekki bara í dag, heldur í einhvern ómældan síðastliðinn langan tíma. En undir álagi er auðvelt að detta í það, byrja á bara einum mola, taka svo tvo og áður en þú veist af ert þú búinn úr öllum kassanum. Og það kallar á meira. Þú ert komin út af laginu og misst tökin á rútínunni sem ég persónulega, met mikils.

Lífsstíll, mataræði, venjur, mynstur, lífsgildi, líkamlegt og andlegt þol, sagan um sjálfan þig, vinnan, álagið, viðbrögð við streitu, ástin, meltingin, hormónar, lifrin og afeitrunar hæfileiki líffærana. Þetta er hluti af lífinu þínu, og hverning það allt saman vinnur og virkar, eitt og sér og saman sem ein heild,... eða ekki afleiðingarnar sem það hefur fyrir hverning þér og líkamanum þínum líður. Og þær geta sem sagt verið margar. Margar og mismunandi teiknibólur. Hverning viltu að þér líði ? Þolanlega ? Vel ? Eða fullkomnalega vel?  Ef þú kýst það sama og ég, sem er að biðja bara um það besta og nóg af því, þá áttu verkefni fyrir höndum. Göfugt og þýðingarmikið lífsverkefni. Hvað eru margar teiknibólur í rassinum á þér, og hvað valda þær þér miklum óþægindum? Það mun ekki breyta miklu að fjærlægja bara eina, þú verður að taka þær allar! Á Ljómandi, 4 vikna námskeiðinu mínu,tökum við á mataræðinu og lífsstílnum. Ég tek fullt út af teiknibólum en set líka heilmikið inn sem heilar, lagar, bætir, grennir, myndar orku og jafnvægi og gleði. Og best af öllu; þú kemst aftur í rútínuna góðu.

LJÓMANDI 13 hefst 11.janúar kl Yoga_042718 í Oddsson. Upplýsingar og bókun hér.

PS Ég hef engan sykur borðað í dag, er bara á basa söfum og djúsum og fullt af góðum próteinum og góðri fitu. Ég finn að það er farið að renna af mér, andlitið að komast í réttar skorður og ég sé aftur hrukkurnar mínar. Ég hef aldrei verið eins glöð yfir sjá hrukkur í andlitinu mínu! 

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti

Næringarþerapisti, hjúkrunarfræðingur, lífsráðgjafi, yogakennari og rithöfundur 5 metsölubóka þ.á.m. 10 árum yngri á 10 vikum, Matur sem yngir og eflir og og safa og sjeik bókin Safarík orka, þýddar á 5 tungumál og fáanlegar á amazon.com Er með 25 ára reynslu í srarfi tengt heilsusamlegum lífsstíl og næringu. Búsett i Reykjavík og Kaupmannahöfn.

Meira

Myndasyrpur