Pistlar:

18. apríl 2025 kl. 10:37

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Föstudagur í tilveru kristninnar

Á föstudaginn langa minnast kristnir menn krossfestingar og dauða frelsara síns, Jesú Krists á Golgatahæð. Dagurinn er einn sá mikilvægasti í kristinni trú og markar hástig píslargöngu Jesú. Að sumu leyti hverfist kristin trú um þennan dag sem er talinn fela í sér fórn Jesú fyrir syndir mannkyns, grundvöll frelsissögu kristninnar. Helsta trúarskáld Íslendinga, Hallgrímur Pétursson, orti svo um atburði dagsins í Passíusálumunum:
„Upp, upp, mín sál og allt mitt geð,
upp mitt hjarta og rómur með,
hugur og tunga hjálpi til.
Herrans pínu ég minnast vil“.fostudagurinn_langi

Dagurinn er oft haldinn hátíðlegur með föstu, bænum, hugleiðingu og kirkjuathöfnum, svo sem krossgöngum eða lestri píslarsögunnar úr Biblíunni. Í sumum löndum, eins og á Íslandi, er föstudagurinn langi almennur frídagur og áhersla er lögð á kyrrð og íhugun. Það getur verið eftirminnilegt að upplifa daginn í kaþólskum löndum en þar eru haldnar sérstakar athafnir, oft kallaðar „Píslarmessa“ þar sem líkneski eru í hávegum, öfugt við trúarhefðir mótmælenda. Í þessum messum er eðlilega lögð áhersla á píslarsöguna og beðið fyrir heiminum og veitir oftast ekki af. Lagt er upp með að athöfnin sé látlaus, án tónlistar í sumum tilfellum og altarið er oft afklætt til að tákna sorg. Ein algengasta hefðin í kaþólsku er krossgangan, þar sem trúaðir ganga í gegnum „stöðvar krossins“, sem tákna atburði píslargöngu Jesú. Þetta getur verið inni í kirkjum eða utandyra, stundum í stórum skrúðgöngum og eftirminnilegt að sjá.

Fjölmennustu trúarbrögð heimsins

Kristni eru fjölmennustu trúarbrögð heimsins, með um 2,4 milljarða fylgjenda sem er rétt innan við þriðjungur heimsbyggðarinnar. Kristni er ríkjandi í Evrópu, Ameríku, Ástralíu og hlutum Afríku sunnan Sahara. Stærstu kristnu samfélögin finnast í Bandaríkjunum (um 240 milljónir), Brasilíu (um 185 milljónir) og Mexíkó (um 118 milljónir). Kaþólska kirkjan er stærsta grein kristninnar (um 1,3 milljarðar). Þar á eftir kemur kirkja mótmælenda (um 900 milljónir) og rétttrúnaðarkirkjan (um 220 milljónir).

Staða kristninnar er mismunandi eftir svæðum og vex hún nokkuð hratt í Afríku sunnan Sahara, til dæmis í Nígeríu og Kenía og Asíu, til dæmis í Kína og Suður-Kóreu vegna mikillar trúboðsstarfsemi og fólksfjölgunar lengst af. Sumir segja að Afríka gæti orðið miðpunktur kristninnar á 21. öld en þar eru líka hörmulegar ofsóknir á hendur kristnum mönnum.fostudagurinn

Hnignun kristninnar

Við getum hins vegar séð ákveðna hnignun kristninnar í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku en þar lækkar hlutfall kristinna vegna veraldarhyggju, trúleysis og vaxandi áhuga á öðrum trúarbrögðum. Til dæmis skilgreina aðeins um 60% Evrópubúa sig sem kristna og margir sækja kirkju sjaldnar. Um leið hefur íslam verið að sækja í sig veðrið víða í þessum löndum. Trúarleg fjölbreytni og veraldarhyggja móta kristni á heimsvísu, en hún heldur áfram að vera áhrifamikil í menningu, stjórnmálum og samfélagi.

Kristni glímir hins vegar við áskoranir víða og í Miðausturlöndum og Norður-Afríku standa kristnir hópar frammi fyrir ofsóknum, sérstaklega í löndum eins og Sýrlandi, Írak og Egyptalandi. Í Asíu geta kristnir einnig mætt takmörkunum, svo sem í Norður-Kóreu og sumum hlutum Indlands.

Ofsóknir á hendur kristnum

Samkvæmt skýrslum frá samtökum eins og Open Doors og Pew Research Center standa kristnir frammi fyrir mismiklum ofsóknum í um 50-70 löndum, aðallega í Miðausturlöndum, Norður-Afríku, Afríku sunnan Sahara og Asíu. Alvarlegustu ofsóknirnar eru í Norður-Kóreu þar sem kristni er nánast bönnuð. Kristnir geta lent í fangelsun, pyndingum eða aftöku. Áætlað er að 50.000-70.000 kristnir séu í vinnubúðum í Norður-Kóreu.
Í Afganistan, Sómalíu, Pakistan þurfa kristnir oft að lifa í felum vegna ógnana frá öfgahópum, samfélagslegri útilokun eða ströngum trúarlegum lögum. Að skipta frá íslam til kristni getur leitt til dauðarefsingar. Í Sýrlandi og Írak hafa kristnu samfélögin minnkað mikið vegna átaka, hryðjuverka, til dæmis frá ISIS, og mismununar. Margir hafa gripið til þess ráðs að flýja enda augljóst að trúarleg skautun í Miðausturlöndum vex.

Í Egyptalandi og Nígeríu verða kristnir fyrir árásum frá öfgahópum, svo sem íslamska hópnum Boko Haram í Nígeríu. Einnig verða kristnir að þola samfélagslega mismunun, til dæmis í atvinnu og menntun.

Á Indland er vaxandi þjóðernishyggja meðal hindúa og hefur það leitt til árásar á kristna, brennu kirkna og félagslegs þrýstings, sérstaklega í dreifbýli. Í Kína leggja stjórnvöld áherslu á að takmarka trúarstarfsemi, rífa niður kirkjur og fylgjast með kristnum hópum.

Í sumum löndum, eins og Tyrklandi og Indónesíu, standa kristnir frammi fyrir lagalegum takmörkunum, félagslegri útilokun eða einstaka ofbeldi, þótt staðan sé ekki jafn alvarleg.
Samkvæmt Open Doors 2025 World Watch List búa um 365 milljónir kristinna í löndum þar sem eru miklar ofsóknir eða mismunun. Um 5.600 kristnir voru drepnir vegna trúar sinnar árið 2024, og þúsundir kirkna voru eyðilagðar. Tölur geta þó verið breytilegar eftir heimildum.

Í vestrænum löndum er mikið talað um stöðu minnihlutahópa og jafnvel rætt um bakslag í réttindabaráttu einstakra hópa í formi menningarlegs þrýstings. Við getum sagt að það sé heldur mildara en þessi upptalning sýnir.

mynd
15. apríl 2025

Ótrúleg umskipti í Argentínu

Javier Milei, forseti Argentínu, hefur undanfarna mánuði ekki getað hamið spennuna segir í viðskiptatímaritinu Economist. Ástæðan er sú að allt síðan í desember síðastliðnum, þegar síðasti samningur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við Argentínu rann út, hefur forseti landsins leitað nýrrar björgunar. Síðan gerðist það síðasta föstu­dag að samningar náðust um að meira
mynd
12. apríl 2025

Heilbrigðiskerfi fyrir hverja?

Ríkisreikningur og bókhald ríkisins er ekki það nákvæmnistæki sem margir skattgreiðendur halda. Því er það svo að við verðum að fara til ársins 2022 til að fá útleggingu á framlögum til heilbrigðismála en þá námu þau um 838 þúsund krónum á hvern íbúa (á föstu verðlagi 2022), og heildarútgjöld ríkissjóðs til málaflokksins voru um 245 milljarðar króna (án fjárfestinga). Þess má geta að meira
mynd
10. apríl 2025

Ríkisstjórnin og skattalegur feluleikur

Það er viðkvæmt fyrir nýja ríkisstjórn að tala um skattahækkanir. Þess vegna er hækkun á auðlindaskatti kynnt sem „leiðrétting“ á gjaldi en ekki skattstofni og sú skattahækkun sem fjölskyldufólk fær með af­námi sam­skött­un­ar hjóna sögð vera „minni­ eftirgjöf“. Reyndar svo lítil að varla að það taki því að nefna það! Ferðaþjónustan í landinu er líka að meira
mynd
9. apríl 2025

Lögreglustjórinn og landamærin

Þýski heimspekingurinn Immanuel Kant taldi að þjóðríki með skýr landamæri væru nauðsynleg til að koma á stöðugleika en merkilegt er til þess að hugsa að Kant fjallaði um landamæri í tengslum við hugmyndir sínar um varanlegan frið, „Um eilífan frið“ (Zum ewigen Frieden, 1795). Hann lagði einnig til alþjóðlegt samstarf sem gæti dregið úr átökum milli ríkja þó að líklega hafi hann ekki meira
mynd
7. apríl 2025

Er hælisleitendakerfið hrunið?

Mestöll samskipti við fólk af erlendum uppruna eru góð og ánægjuleg, rétt eins og á við um mannleg samskipti svona almennt. Líklega er það svo að flestir hafa einhver fjölskyldutengsl við fólk sem hingað hefur flutt og stór hópur Íslendinga á erlent ætterni ef farið er aftur í ættir og stundum þarf ekki að fara langt aftur. Lengst af voru þessi tengsl helst við hinar Norðurlandaþjóðirnar. meira
mynd
1. apríl 2025

Inngilding á Ráðhústorginu

Það er eins og yfir mannhaf yfir að líta á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn nú á ramödunni, helgasta tíma múslíma. Þar heyrist framandlegur hljómur frá mannfjöldanum sem rís og hnígur taktfast. Hin íslamska tilbeiðsla krefst samhljóms. Ef augunum er lokað og eingöngu treyst á heyrn þá verða þessi austrænu bænaköll eins og framandi heimur. Þegar augun eru opnuð og litið upp sjást grænlensku meira
mynd
29. mars 2025

Auðlindin í ólgusjó

Enginn syngur eða yrkir um sjómannslífið lengur enda þjóðin uppteknari við aðra hluti og flest sem tengist sjómennsku er hluti af fortíðinni hjá fólki sem berst við einhverskonar kulnun og almennt tilgangsleysi tilverunnar. Þrátt fyrir það sitjum við uppi með sjávarútveginn, enda einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og hefur, þegar á allt er litið, líklega lagt hvað mest atvinnugreina til þess meira
mynd
27. mars 2025

Afkristnun Miðausturlanda

Staða kristinna manna í Sýrlandi er mjög erfið og flókin en eftir fall Bashar al-Assad-stjórnarinnar í desember 2024 og valdatöku uppreisnarhópa, þar á meðal Hayat Tahrir al-Sham (HTS) undir stjórn Ahmed al-Sharaa, hefur óvissa aukist um örlög minnihlutahópa, þar á meðal kristinna. Víða um Miðausturlönd má sjá hlutfall kristinna manna fara lækkandi. Til dæmis voru kristnir um 20% af íbúum meira
mynd
25. mars 2025

Dagbók lögreglunnar og undirheimaátök

„Alls voru þrettán handteknir vegna hópslagsmála sem brutust út á ellefta tímanum á föstudagskvöld á Ingólfstorgi þar sem barefli og hníf var beitt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús en þeir voru báðir útskrifaðir í gær. Lögregla rannsakar hvort átökin tengist deilum tveggja hópa í undirheimunum.“ Svona hljómaði frétt Ríkisútvarpsins frá því á sunnudaginn um átök í næturlífi meira
mynd
23. mars 2025

Langt frá heimsins vígaslóð

Sjálfsmynd okkar Íslendinga snýst að verulegu leyti um það að við séum herlaus þjóð í friðsömu landi. Við höfum haft trú á að það væri okkur nokkur vörn að vera varnarlaus. Sem er auðvitað ekki rétt, því við höfum útvistað vörnum landsins, erum ein af stofnþjóðum Nató auk þess sem við höfum gert varnarsamning við Bandaríkin. Við höfum því lifað í skjóli annarra og hagað okkur eftir því. Ísland á meira
mynd
21. mars 2025

Fjölgun múslíma í Frakklandi

Margt í mannfjöldaþróun mun breyta Evrópu hratt á næstu áratugum. Sumt af því verður framhald á þeim breytingum sem hafa átt sér stað síðustu áratugina en nokkrir þættir standa upp úr. Fæðingartíðni hefur fallið hratt en um leið hefur innstreymi fólks annars staðar frá aukist. Fæðingartíðni meðal innflytjenda er há og það, ásamt meiri innflutningi fólks, mun hafa mest áhrif á þróun samfélaga. meira
mynd
19. mars 2025

Grátið af gleði á Ölveri

Ein skemmtilegasta frétt vikunnar sagði frá því að fullorðnir menn hafi grátið af gleði þegar stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Newcastle United komu saman í Ölveri í Reykjavík síðasta sunnudag. Af hverju skyldi það vera? Jú, 70 ára bið félagsins eftir titli var á enda og stuðningsmenn félagsins eru enn að ná sér niður, mörgum dögum seinna. Skipti engu þó að stuðningsmenn annarra liða meira
mynd
17. mars 2025

Burðardýrin tekin en höfuðpaurarnir sleppa

Sumt er kannski of augljóst til að það þurfi að ræða það. Þegar tvær konur fengu fyrir stuttu þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning duldist engum að þær störfuðu ekki einar. Þær voru „burðadýr“, voru gripnar og hlutu sinn dóm. Þeir sem standa á bak við þær sleppa einu sinni sem oftar og í fréttum þykir ekki taka því að nefna það. Konurnar standa einar frammi fyrir dómaranum og fá sína meira
mynd
14. mars 2025

Innviðaskuldin og Sundabraut

Fá verkefni eru arðbærari en Sundabraut og fá verkefni falla betur að einkafjármögnun. Hér hefur í pistlum margoft verið farið yfir sögu verkefnisins (eða verkefnaleysisins) og hvaða upplýsingar hafa legið fyrir um það hverju sinni. Tafir og mistök Reykjavíkurborgar hafa ein og sér verið nógu slæm en um leið hefur ríkisvaldið sýnt fullkomið ráðaleysi gagnvart svo stórri framkvæmd, meðal meira
mynd
11. mars 2025

Ræður lögreglan við ástandið?

Um 70% þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Þegar dagskrá dómstóla er skoðuð sést að erlend nöfn eru furðu algeng í ljósi þess að þrátt fyrir allt eru ekki nema um 20% landsmanna fæddir erlendis. Með því að benda á þetta er ekki verið að segja að Íslendingar brjóti ekki lög eða fremji glæpi. Þetta þýðir það einfaldlega að þjóðerni þeirra sem fremja glæpi hér meira
mynd
9. mars 2025

Er best að búa í Síerra Leóne?

Glöggt er gest augað og samanburður við erlend lönd getur fært okkur athyglisverð sjónarhorn, frætt okkur um fjarlæg lönd en ekki síður fært okkur nýjan skilning á okkar eigin landi. Stöð 2 hefur undanfarin ár sýnt þáttaröð sem Lóa Pind Aldísardóttir fer fyrir og ber beinskeytt heiti: Hvar er best að búa? Í þáttum sínum heimsækir Lóa Pind Íslendinga í fjarlægum löndum og kynnist daglegu lífi meira
mynd
5. mars 2025

Hagrætt - en bara seinna

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tókst að ná nokkurri athygli þegar hún óskaði eftir hagræðingartillögum frá almenningi og opnaði móttöku fyrir þær á island.is. Óhætt er að segja að almenningur hafi brugðist skjótt við og fyrr en varði voru komnar hátt í 4.000 tillögur í gáttina en um það var fjallað hér í grein á sínum tíma. Starfshópur um hagræðingu í ríkisrekstri vann úr umsögnum frá meira
mynd
4. mars 2025

Rússland er vondur nágranni

Það getur enginn efast um að Rússland er vondur nágranni en ógnar landið heimsfriðinum? Það er líklega það sem flestir öryggismálasérfræðingar heims glíma nú við að meta. Hvernig verður stríðinu í Úkraínu lokið og hvernig mun niðurstaðan líta út? Eftir uppákomuna síðasta föstudag í Hvíta húsinu virðist Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa misst frumkvæðið, að minnsta kosti um tíma. Fram að þeim meira
mynd
2. mars 2025

D-dagurinn og hlutverk USA í Nató

Bandaríski hershöfðinginn Dwight D. Eisenhower var æðsti yfirmaður hers bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Það hafði meðal annars í för með sér að hann hafði yfirumsjón með innrásinni í Normandí á D-deginum svokallaða, þann 6. júní 1944. Eftir langan undirbúning var ráðist í gegnum varnir Þjóðverja á ströndum Frakklands í aðgerð sem bar nafnið Operation Overlord. Eisenhower stýrði aðgerðinni meira