Pistlar:

25. mars 2025 kl. 20:26

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Dagbók lögreglunnar og undirheimaátök

„Alls voru þrettán handteknir vegna hópslagsmála sem brutust út á ellefta tímanum á föstudagskvöld á Ingólfstorgi þar sem barefli og hníf var beitt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús en þeir voru báðir útskrifaðir í gær. Lögregla rannsakar hvort átökin tengist deilum tveggja hópa í undirheimunum.“

Svona hljómaði frétt Ríkisútvarpsins frá því á sunnudaginn um átök í næturlífi Reykjavíkur um síðustu helgi. Fréttir af þessum átökum voru fluttar í flestum fjölmiðlum en enginn virðist hafa haft áhuga á því að kafa dýpra í hvað var að gerast. Það ætti að koma á óvart því af samhengi fréttanna mátti ráða að þessir atburðir tengdust átökum í undirheimum borgarinnar, hverjir svo sem þeir eru. Meira að segja var gefið í skyn að hingað til lands hefði komið glæpaforingi sem hefði komið róti á hlutina og sett átökin af stað. Einnig var greint frá því að fyrirtæki nokkuð sem gerir út dyraverði í Reykjavík tengdist málinu.aaalög

Þeir sem fylgjast með íslenskum glæpafréttum muna án efa að umrætt dyravarðafyrirtæki var í fréttum í tengslum við morðið í Rauðagerði árið 2021. Morð sem allir sáu að hafði yfirbragð aftöku eða uppgjörs í reykvískum undirheimum. Gerandinn dvelst nú í góðu yfirlæti í íslensku fangelsi þar sem heimildir herma að allir verði að sitja og standa eins og honum sýnist. Staða hans í undirheimum utan fangelsisins tryggir það.

Öllum sleppt

Í áðurnefndum hópslagsmálum á Ingólfstorgi voru tveir menn stungnir með þeim afleiðingum að þeir voru fluttir á sjúkrahús. Af stuttu myndskeiði mátti sjá að annar mannanna var í klæðnaði merktum áðurnefndu dyravarðarfélagi. Báðir tveir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi en mildi þykir að ekki hafi farið verr, sagði lögregla við fjölmiðla. Annar mannanna var stunginn í þrígang en hinn barinn í höfuðið með kylfu. Upphaflega voru tíu handteknir í tengslum við stunguárásina og þrír í tengslum við hópslagsmál sem áttu sér stað í kjölfarið. Öllum hafði verið sleppt á sunnudeginum.

Í samtali við Morgunblaðið sagði yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að hann gæti ekki sagt til um hvort tengsl væru á milli hópanna tveggja en sagði að það væri eitt af því sem lögreglan hefði til skoðunar. Þessi atburðarás leiddi þó til þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins. Á mánudaginn var haft eftir lögreglunni að málið væri umfangsmikið en rannsókn miði þó vel. Litlar fréttir hafa verið af málinu síðan.

Hugsanlega er ekki ástæða til að gera of mikið úr þessu en flestir ættu að átta sig á að fyrirtæki sem býður upp á „dyravarðaþjónustu“ hefur viðskiptamódel sem þolir illa dagsljósið. Ætli þetta sé ekki í viðskiptaflokknum „við ætlum að gera þér tilboð sem þú getur ekki hafnað“!

Efla þær stofnanir sem fyrir eru

Íslendingar eru uppteknir af ytri ógn þessa dagana og mikil umræða er um hvort ástæða sé til að koma upp her af einhverju tagi. Fæstir hafa trú á að íslenskur her verði að veruleika en það er okkur nauðsynlegt að efla þekkingu og skilning landsmanna á ytri sem innri ógn.

Að því leyti voru ábendingar Karls Steinars Valssonar, yfirmanns öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra, í Silfrinu í gærkvöldi gagnlegar. Hann benti réttilega á að það væri skynsamlegt að efla þær stofnanir sem eru nú þegar fyrir í stað þess að reyna að setja upp nýjar. Liður í því hlýtur að vera að styrkja lögregluna eins og vikið hefur verið að hér í pistlum áður. Þá meðal annars til að takast þegar á við þann vísi að skipulagri glæpastarfsemi sem þegar hefur hreiðrað um sig í landinu og landsmenn og fjölmiðlar virðast vera furðu andvaralausir gagnvart.

mynd
23. mars 2025

Langt frá heimsins vígaslóð

Sjálfsmynd okkar Íslendinga snýst að verulegu leyti um það að við séum herlaus þjóð í friðsömu landi. Við höfum haft trú á að það væri okkur nokkur vörn að vera varnarlaus. Sem er auðvitað ekki rétt, því við höfum útvistað vörnum landsins, erum ein af stofnþjóðum Nató auk þess sem við höfum gert varnarsamning við Bandaríkin. Við höfum því lifað í skjóli annarra og hagað okkur eftir því. Ísland á meira
mynd
21. mars 2025

Fjölgun múslíma í Frakklandi

Margt í mannfjöldaþróun mun breyta Evrópu hratt á næstu áratugum. Sumt af því verður framhald á þeim breytingum sem hafa átt sér stað síðustu áratugina en nokkrir þættir standa upp úr. Fæðingartíðni hefur fallið hratt en um leið hefur innstreymi fólks annars staðar frá aukist. Fæðingartíðni meðal innflytjenda er há og það, ásamt meiri innflutningi fólks, mun hafa mest áhrif á þróun samfélaga. meira
mynd
19. mars 2025

Grátið af gleði á Ölveri

Ein skemmtilegasta frétt vikunnar sagði frá því að fullorðnir menn hafi grátið af gleði þegar stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Newcastle United komu saman í Ölveri í Reykjavík síðasta sunnudag. Af hverju skyldi það vera? Jú, 70 ára bið félagsins eftir titli var á enda og stuðningsmenn félagsins eru enn að ná sér niður, mörgum dögum seinna. Skipti engu þó að stuðningsmenn annarra liða meira
mynd
17. mars 2025

Burðardýrin tekin en höfuðpaurarnir sleppa

Sumt er kannski of augljóst til að það þurfi að ræða það. Þegar tvær konur fengu fyrir stuttu þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning duldist engum að þær störfuðu ekki einar. Þær voru „burðadýr“, voru gripnar og hlutu sinn dóm. Þeir sem standa á bak við þær sleppa einu sinni sem oftar og í fréttum þykir ekki taka því að nefna það. Konurnar standa einar frammi fyrir dómaranum og fá sína meira
mynd
14. mars 2025

Innviðaskuldin og Sundabraut

Fá verkefni eru arðbærari en Sundabraut og fá verkefni falla betur að einkafjármögnun. Hér hefur í pistlum margoft verið farið yfir sögu verkefnisins (eða verkefnaleysisins) og hvaða upplýsingar hafa legið fyrir um það hverju sinni. Tafir og mistök Reykjavíkurborgar hafa ein og sér verið nógu slæm en um leið hefur ríkisvaldið sýnt fullkomið ráðaleysi gagnvart svo stórri framkvæmd, meðal meira
mynd
11. mars 2025

Ræður lögreglan við ástandið?

Um 70% þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Þegar dagskrá dómstóla er skoðuð sést að erlend nöfn eru furðu algeng í ljósi þess að þrátt fyrir allt eru ekki nema um 20% landsmanna fæddir erlendis. Með því að benda á þetta er ekki verið að segja að Íslendingar brjóti ekki lög eða fremji glæpi. Þetta þýðir það einfaldlega að þjóðerni þeirra sem fremja glæpi hér meira
mynd
9. mars 2025

Er best að búa í Síerra Leóne?

Glöggt er gest augað og samanburður við erlend lönd getur fært okkur athyglisverð sjónarhorn, frætt okkur um fjarlæg lönd en ekki síður fært okkur nýjan skilning á okkar eigin landi. Stöð 2 hefur undanfarin ár sýnt þáttaröð sem Lóa Pind Aldísardóttir fer fyrir og ber beinskeytt heiti: Hvar er best að búa? Í þáttum sínum heimsækir Lóa Pind Íslendinga í fjarlægum löndum og kynnist daglegu lífi meira
mynd
5. mars 2025

Hagrætt - en bara seinna

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tókst að ná nokkurri athygli þegar hún óskaði eftir hagræðingartillögum frá almenningi og opnaði móttöku fyrir þær á island.is. Óhætt er að segja að almenningur hafi brugðist skjótt við og fyrr en varði voru komnar hátt í 4.000 tillögur í gáttina en um það var fjallað hér í grein á sínum tíma. Starfshópur um hagræðingu í ríkisrekstri vann úr umsögnum frá meira
mynd
4. mars 2025

Rússland er vondur nágranni

Það getur enginn efast um að Rússland er vondur nágranni en ógnar landið heimsfriðinum? Það er líklega það sem flestir öryggismálasérfræðingar heims glíma nú við að meta. Hvernig verður stríðinu í Úkraínu lokið og hvernig mun niðurstaðan líta út? Eftir uppákomuna síðasta föstudag í Hvíta húsinu virðist Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa misst frumkvæðið, að minnsta kosti um tíma. Fram að þeim meira
mynd
2. mars 2025

D-dagurinn og hlutverk USA í Nató

Bandaríski hershöfðinginn Dwight D. Eisenhower var æðsti yfirmaður hers bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Það hafði meðal annars í för með sér að hann hafði yfirumsjón með innrásinni í Normandí á D-deginum svokallaða, þann 6. júní 1944. Eftir langan undirbúning var ráðist í gegnum varnir Þjóðverja á ströndum Frakklands í aðgerð sem bar nafnið Operation Overlord. Eisenhower stýrði aðgerðinni meira
mynd
28. febrúar 2025

Trump og Musk glíma við fjárlagahallann

Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur greint frá halla á alríkisfjárlögum upp á 838 milljarða Bandaríkjadala fyrstu fjóra mánuði reikningsársins 2025 (október 2024 til janúar 2025). Þetta má sjá í mánaðarlegri yfirlýsingu þess. Fyrir allt fjárhagsárið 2024, sem lauk 30. september 2024, var hallinn 1.833 billjónir dala, eða sem nemur 1,8 trilljónum dala, sem er þriðji mesti fjárlagahalli í sögu meira
mynd
27. febrúar 2025

Trump og stóri reikningurinn

Þær breytingar sem eru að eiga sér stað á alþjóðasviðinu kalla á mikil fjárútlát og líklega er það kjarninn í utanríkisstefnu Donalds Trumps að bandarískir skattgreiðendur séu ekki látnir taka reikninginn, þannig myndi hans sérstaki ráðgjafi Elon Musk án efa orða hlutina. Nú þegar hreyfing er komin á málin í Úkraínu og velta má fyrir sér endalokum stríðsins þar, þá væntanlega með meira
mynd
24. febrúar 2025

Mannfjöldasprengjan aftengd

Síðustu áratugi höfum við vanist umræðu um að það séu síðustu forvöð að bjarga hinu og þessu, ella stefni mannkynið í glötun. Aðrir upplifa mikið framfaraskeið víða um heim og sannarlega erum við að sjá miklar og hraðar breytingar. Ein sú mikilvægasta er án efa sú staðreynd að það er búið að aftengja mannfjöldasprengjuna sem lengi var helsta ógnunin við vistkerfi jarðarinnar. Eftir nokkra meira
mynd
22. febrúar 2025

Í brekku í Austurríki

Austurríki er þriðja vinsælasta ferðamannaland heims þegar kemur að skíðaferðamennsku og ríflega 6% landsframleiðslu landsins kemur frá þessari starfsemi. Aðeins Frakkland og Bandaríkin taka á móti meiri fjölda en í Austurríki eru um 300 svæði sem hægt er að skíða á. Þangað sækja um þrjár milljónir skíðaferðamanna ár hvert og lætur nærri að hver skíðaferðamaður eyði ríflega 25% meira á dag en meira
mynd
20. febrúar 2025

Heita gullið á Íslandi

Líklega er fátt sem leggur traustari grunn að lífsgæðum fólks hér á Íslandi en heita vatnið okkar og nýting þess. Þetta eru orðin svo sjálfsögð gæði að við áttum okkur líklega ekki lengur á mikilvægi þess. Við þekkjum sögur af kolareyk í bæjum og borgum Evrópu en færri vita að hann var einnig hér á landi áður en hitaveitan kom til sögunnar. Heita vatnið leggur til milljarðatugi á hverju ári í meira
mynd
19. febrúar 2025

Stál og hnífur gegn evrópskum borgurum

Sama dag og pistlahöfundur var að tygja sig heim frá skíðaferð í Austurríki var framin hroðaleg hnífsstunguárás í borginni Villach nálægt landamærum Slóvakíu. 14 ára gamall drengur var drepinn og fjórir aðrir særðir. Samkvæmt lýsingu lögreglunnar í Villach þá hóf hinn grunaði að ráðast á gangandi vegfarendur af handahófi. Það varð líklega mörgum til bjargar að sendill einn varð vitni að meira
mynd
17. febrúar 2025

Bandaríkin tala - Evrópa stynur

Það deilir enginn um hver hefur frumkvæðið í heimsmálunum núna. Bandarískir ráðamenn láta frá sér yfirlýsingar eða halda ræður og aðrir eru síðan í því að bregðast við. Nú er meira að segja svo komið að kosningar í lykilríkjum Evrópu mótast að einhverju leyti af orðum bandarískra stjórnmálamanna, sem hafa verið við völd í innan við mánuð. Oftast hefur verið nóg að fylgjast með orðum Donalds Trump meira
mynd
7. febrúar 2025

Hvað á að gera við afa sem býr á Gaza?

Margir þekkja heldur ótuktarlegt grínatriði frá spaugurunum í Fóstbræðrum sem hét, Hvað á að gera við afa? Eins og margar fjölskyldur kynnast þá geta komið þau augnablik að það þarf að taka erfiðar ákvarðanir og grínið hjá Fóstbræðrum gekk að sjálfsögðu út á heldur öfgafulla útgáfu af búsetuúrræðum aldraðra, svo ekki sé meira sagt. Það dregur þó fram að ekki eru kostirnir alltaf augljósir eða meira
mynd
6. febrúar 2025

Sammannlegur skilningur og Trump

Það eina sem menn eru almennilega sammála um í dag er að heimurinn er rækilega klofinn og svo skautaður milli ólíkra sjónarmiða að mannkynið hefur nánast enga sameiginlega fótfestu þegar kemur að þekkingu og skilningi á því sem er að gerast í kringum okkur. Um leið og samfélagsmiðlarnir hafa búið til heima þar sem milljarðar manna mætast daglega virðist sýn og skoðun almennings á því hvað meira