Pistlar:

21. janúar 2025 kl. 12:26

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Fyrsti dagur Trumps í embætti

Þá er Donald Trump kominn aftur til starfa sem 47. forseti Bandaríkjanna, nokkuð sem fáir sáu fyrir þegar hann lét af embætti sem sá 45! Hvað svo sem hægt er að segja um Trump þá er ekki annað hægt en að undrast baráttuþrekið, einbeitnina og sigurviljann sem hefur nú fleytt honum aftur í Hvíta húsið, að hluta til í andstöðu við þá sem ráða umræðunni heima og erlendis. Strax eru greinendur og fjölmiðlamenn að vandræðast með hvernig eigi að taka orðum hans og skilja stefnu hans. Trump sjálfur boðaði „byltingu hinnar almennu skynsemi“ í innsetningaræðu sinni. Sagnfræðingar framtíðarinnar munu fá úr ýmsu að moða og menn greinir á um hvort fram undan séu eftirtektarverðir tímar eða hreinlega hættulegir? Það á eftir að koma í ljós en engum dylst að Trump verður mikið í mun að láta til sín taka og hann kemur reynslunni ríkari inn í embættið núna. Hér hefur áður verið fjallað um merkingu kosningar hans.aaatrump

Tímaritið Economist hefur verið mjög gagnrýnið á Trump en benti á að hann hafi hafið sinn fyrsta dag í embætti með óvæntri stillingu: í stað þess að skella nýjum og háum tollum á önnur lönd, gaf hann út sérstakt minnisblað forseta (presidential memorandum) þar sem kallað var eftir endurskoðun á ósanngjörnum viðskiptaháttum. Mörgum var létt og hlutabréf og gjaldmiðlar, utan þeirra tveggja sem hér voru áður nefndir, hækkuðu nokkuð. Hinir frægu markaðsaðilar önduðu léttar eða allt þar til Trump lýsti áhuga sínum á að leggja tolla á BRICS-löndin og Mexíkó og þá tóku mexíkóski pesosinn og kanadíski dollarinn að falla hratt.

Kann núna refskákina

Þegar Trump kom í Hvíta húsið síðast þekkti hann ekki nógu vel refskákina sem stunduð er í Washington, hann hélt að hann gæti skapað sér svigrúm inni í „feninu“ eins og valdakerfi Washington er gjarnan kallað en það reyndist ekki svo. Hann tók með sér bæði reynda og óreynda ráðherra og aðstoðarmenn en hafði ekki séð fyrir af hve mikilli ósamfellni valdakerfið réðist gegn honum. Fyrr en varði þurftu aðstoðarmenn hans að svara alls konar ásökunum og voru sumir fangelsaðir eða dregnir í gjaldþrot í gegnum málssóknir. Þessi leikur hafði þau áhrif að Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, sá sig til þess knúinn í gær að náða Anthony Fauci, ráðgjafa Hvíta hússins í heimsfaraldrinum, og Mark Milley, fyrrverandi formann herráðs Bandaríkjahers, til þess að hlífa þeim við „pólitískum ákærum“ eins og sagði í yfirlýsingunni. Þá fengu flestir þeir sem komu að rannsókn árásarinnar á þinghúsið 6. janúar 2021 einnig náðun. Biden sagði í yfirlýsingu sinni að viðkomandi hefðu þjónað þjóð sinni vel og að þeir ættu ekki skilið að verða „skotmörk óréttlætanlegra og pólitískra sakamála“. Um leið hefur Biden haldið áfram að náða eigin fjölskyldumeðlimi en sem kunnugt er fékk Hunter sonur hans eina víðtækustu náðun sem um getur.aaatrump

Náðanir á náðanir ofan

Allt er þetta heldur hlálegt því það eru fjölmargar fréttir og frásagnir áberandi fjölmiðlamanna og demókrata um það hve slíkar náðanir séu „ósiðlegar“. Nú kyngja þeir ákvörðun Bidens eins og ekkert sé. Trump sjálfur hefur ákveðið að náða þá sem tóku þátt í árás­inni á banda­ríska þing­húsið 6. janú­ar 2021. Náðunin nær til um 1200 manna og fá sumir lausn úr fangelsi sem er út af fyrir sig fagnaðarefni.

En það er margt sem er ólíkt núna eins og sást vel í innsetningarathöfninni. Hún varð auðvitað fámennari en síðast og ekki þarf að rífast um fjölda þeirra sem tóku þátt. En Trump var ekki hundsaður eins og í síðustu innsetningu þar sem lista- og menningarlið Bandaríkjanna opinberlega lýsti yfir andstöðu við hann. Fjölmiðlalandslagið hefur breyst og þá sérstaklega hjá samfélagsmiðlunum en Twitter-skjölin sýndu óvenju bíræfna ritskoðun sem beindist verulega gegn Trump. Aðrir samfélagsmiðlar tóku þátt í því og fjölmiðlaumræðan var honum andsnúin.ameríka2

Ríkisútvarpið breytist seint

Landslagið hefur breyst þó að Ríkisútvarpið hér heima breytist seint þegar Trump er annars vegar. Það virðist ófært um að birta óhlutdræga frásögn þegar Trump er annars vegar. Því var nánast spaugilegt að hlusta á pistil á Rás 1 í morgun frá Arthúri Björgvini Bollasyni, fréttaritara Rásar 1 í Þýskalandi, þar sem Trump var fundið allt til foráttu og dregin upp einhliða og fordómafull mynd af honum og samskiptum hans við þýska ráðamenn. Um leið var umfjöllun um menningarborg Evrópu, Chemnitz, áður Karl Marx Stadt í tíð Austur-Þýskalands fyrir fall Berlínarmúrsins árið 1989. Um allt þetta fjallaði Arthúr Björgvin af miklum skilningi svona í „ljósi sögunnar“ en í borginni má finna stærstu brjóstmynd sem til er af Karli Marx eins og meðfylgjandi mynd sýnir.aamarx

Ekki gat hann þess hve háum upphæðum var varið úr sameiginlegum sjóðum ESB-ríkja, til dæmis úr Byggðaþróunarsjóði Evrópu (ERDF), til að endurbyggja og -reisa úr rústum þessarar borgar sovéttímans sem áður var nefnd eftir föður kommúnismans. Í það verkefni hafa farið fleiri milljarðar evra til að leiðrétta mistök og sóðalegt stjórnarfar vinstri manna fyrri tíðar og gera hana aftur byggilega. Þetta er kannski nærtækt dæmi um hvernig menn geta nálgast hlutina með ólíkum hætti.

Eins og áður sagði er önnur stemmning núna þegar Trump tekur við í annað sinn. Hann nýtur stuðnings víða og hlaut sterka og óvefengjanlega kosningu. Hann nýtur víðtæks stuðnings í viðskiptalífi Bandaríkjanna og sérstaklega meðal forstjóra margra stærstu tæknifyrirtækjanna eða „tækni-ólígarkanna“ eins og Egill Helgason, þáttagerðarmaður Ríkisútvarpsins, kallar þá. Bloomberg-fréttastofan reiknaði út að auður að upphæð 1,3 trilljónir dala hafi verið við innsetninguna. Stuðningur Elon Musk er þar langfyrirferðamestur en framferði hans við innsetningarathöfnina varð kannski að stærstu fréttinni á samfélagsmiðlum. Sumir geta ekki beðið eftir að hann fari til Mars!

mynd
16. janúar 2025

Íslandsbanki: Halda, sleppa, selja!

Sagan endalausa heldur áfram. Íslandsbanki verður seldur á árinu! Daði Már Kristófersson, nýr fjármálaráðherra, hyggst leggja fram nýtt frumvarp um söluferlið á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka áður en næsta söluumferð fer fram. Ríkið hefur verið meðeigandi að Íslandsbanka sem er skráð félag í Kauphöll Íslands eftir að ríkissjóður hefur í tvígang selt almennum hluthöfum bréf í félaginu. Ríkið er meira
mynd
13. janúar 2025

Bretland: Kynþáttafordómar undir öfugum formerkjum

Bretland hefur lengi glímt við ógeðfellda sögu svokallaðra tælingargengja, sem hafa misnotað þúsundir ungra stúlkna kynferðislega í gegnum tíðina. Nú er svo komið að málið klýfur bresk þjóðlíf og bresk stjórnmál eins og vikið var að hér í síðasta pistli. Undir niðri er uppgjör við innflytjendastefnu Breta og samlögun ólíkra trúar- og þjóðfélagshópa. Það er erfitt að sneiða framhjá þeirri staðreynd meira
mynd
10. janúar 2025

Tæling Englands

Sum samfélagsmein geta verið svo sársaukafull að það getur tekið langan tíma þar til unnt er að ræða þau. Það átti við um útbreidda kynferðislega misnotkun kirkjunnar þjóna víða í hinum kaþólska heimi en þar gat tekið áratugi að fá niðurstöðu í málunum. Sama virðist eiga við um misnotkun og raðnauðgun þúsunda enskra stúlkna síðustu áratugi. Fórnarlömbin eru flest barnung og mörg með mjög viðkvæman meira
mynd
8. janúar 2025

Er heimurinn hættur að batna?

Allt frá iðnbyltingunni hafa rík lönd að mestu vaxið hraðar en fátæk. En í um það bil tvo áratugi eftir 1995 birtist eftirtektarverð undantekning frá þessu ferli. Á þessu tímabili minnkaði bilið á mörgum sviðum, fyrst í vergri landsframleiðslu en svo tók sárafátækt (extreme poverty) að dragast saman og lýðheilsa og menntun á heimsvísu batnaði til muna. Meðal annars með stórfelldu falli í malaríu- meira
mynd
6. janúar 2025

Verða Íslendingar stærstir í landeldi?

Þó að við Íslendingar séum uppteknir af laxeldi þessa dagana þá stendur slíkt eldi aðeins undir á að giska einu prósenti af öllum framleiddum laxi í heiminum, en miðað við þau áform sem eru komin í farveg er gert ráð fyrir miklum vexti í landeldi sem gæti orðið umfangsmeira en sjóeldi á næstu árum. Þegar öll fyrirtækin sem eru komin af stað á Íslandi verða komin í fulla virkni má gera ráð fyrir um meira
mynd
5. janúar 2025

Óheyrilegur kostnaður vegna glæpa í Svíþjóð

Undanfarin ár höfum við hér á Íslandi og reyndar annars staðar á Norðurlöndunum fylgst með þróun mála í Svíþjóð. Aukin tíðni glæpa, vaxandi áhrif glæpagengja, afbrot og ofbeldi sem má að sumu leyti tengja við fjölgun innflytjenda í landinu. Það er ekki svo að neinn haldi því fram að innflytjendur sem slíkir séu ofbeldisfyllri í eðli sínu en með innflytjendum hefur komið rót og uppbrot á mörgu því meira
mynd
3. janúar 2025

Íslandsmótið í hagræðingu með frjálsri aðferð

Ný ríkisstjórn hefur bryddað upp á þeim nýmælum að óska eftir hagræðingar- og sparnaðartillögum frá kjósendum landsins nú þegar þeir eru nýbúnir að ganga í gegnum kosningar. Ef marka má fréttir þá rignir tillögum inn í samráðsgátt stjórnvalda þó að sumir kjósendur spyrji eðlilega hvort að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki haft plan þegar þeir gengu til kosninga. En tökum viljann fyrir verkið meira
mynd
2. janúar 2025

Ruslið eftir partýið!

Það má hafa gaman af því að þegar gengið er um hverfið eftir áramót er það svolítið eins og vígvöllur en út um allt má sjá umbúðir utan af flugeldum sem hafa verið skildir eftir svo að þeir skotglöðu komist aftur sem fyrst inn í hlýjuna. Ruslið eftir partýið bíður því eftir nýju ári en þá eru reyndar allar sorptunnur fullar. Yfirvöld í borginni eru stöðugt að reyna að minna íbúa á að hver og einn meira
mynd
31. desember 2024

Jimmy Carter (1924-2024)

Jimmy Carter er fallinn frá á 101 aldursári. Hann var 39. forseti Bandaríkjanna á árunum 1977 til 1981. Sem forseti kom hann að ýmsum umbótum, bæði í mennta- og velferðarmálum og má þar nefna að hann stofnaði menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna og jók umfang velferðarkerfisins á margan hátt. Þá kom Carter að nokkrum mikilvægum friðarsamningum og ber þar sérstaklega að nefna Camp meira
mynd
28. desember 2024

Er markaður fyrir allan þennan lax?

Fiskeldi er orðin ein af mik­il­væg­ustu at­vinnu­grein­um Íslands en út­flutn­ings­verðmæti grein­ar­inn­ar nam um 40 millj­örðum króna árið 2023 eða 4,3% af vöru­út­flutn­ingi þjóðar­inn­ar. Horfur eru á að aukningin verði allnokkur á þessu ári og áfram næstu árin. Útflutningsverðmæti eldisafurða á fyrstu fimm mánuðum ársins meira
mynd
22. desember 2024

Hvers konar borg erum við að fá?

Síðasta áratuginn eða svo hefur verið rekin hörð þéttingastefna hér í Reykjavík. Til að byrja með höfðu margir skilning á þeim markmiðum og forsendum sem þar lágu til grundvallar. Ný hús gátu þétt borgarmyndina og skapað betri nýtingu á þeim innviðum sem voru fyrir. En þegar framkvæmd og útfærsla þéttingastefnunnar, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, fór að birtast runnu tvær grímur á menn. Nú meira
mynd
20. desember 2024

Hagvöxtur er forsenda velferðar

Það eru örlög Íslendinga að vera nágrannar þeirra þjóða sem hafa það einna best í heiminum. Norðurlandaþjóðirnar skora nánast hæst á öllum þeim samanburðarprófum sem sett eru fram um lífsgæði. Meira að segja þegar hamingja er rædd þá eru þessar þjóðir ofarlega á blaði með hina „þunglyndu“ Finna í efsta sæti. Stjórnin sem var mynduð 2009, í kjölfar bankahrunsins, kaus að skilgreina sig meira
mynd
17. desember 2024

Eykst flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi?

Það er líklega ofrausn að tala um eina sýrlenska þjóð og nánast er ómögulegt á þessari stundu að segja hvort hægt verður að byggja upp ríkisvald sem getur ráðið yfir og friðað það landsvæði sem kallað er Sýrland og styðst við landamæri sem Bretar og Frakkar teiknuðu upp þegar þeir voru að skipta með sér ottómanska heimsveldinu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Bretar og Frakkar voru ekki mikið að meira
mynd
15. desember 2024

Hver vinnur mest og lengst?

Viðskiptaráð birti í vikunni úttekt um sérréttindi opinberra starfsmanna. Sam­kvæmt greiningu þeirra njóta opin­berir starfs­menn sérréttinda sem jafn­gilda um 19% kaup­hækkun miðað við einka­geirann. Styttri vinnuvika vegur þar þyngst og jafngildir 11,1% kauphækkun opinberra starfsmanna að mati Viðskiptaráðs. Úttektin vakti hörð viðbrögð hjá stéttarfélagi opinberra meira
mynd
12. desember 2024

Drepur heimabíóið bíóhúsin?

Það er augljóst að rekstur kvikmyndahúsa hér sem erlendis verður stöðugt erfiðari. Íslendingar voru einu sinni taldir til mestu bíóþjóða heims og það var vinsæl félagsleg athöfn að fara í bíó. Flestir eiga skemmtilegar minningar eftir slíkar ferðir, með vinum og vandamönnum þar sem menn nutu augnabliksins. En nú blasir við að kvikmyndahúsunum hefur fækkað og margir óttast að þeim muni fækka enn meira
mynd
10. desember 2024

Sýrland: Upplausn eða betri tímar?

Það er nokkur kaldhæðni í því að Bashar Hafez al-Assad sé nýjasti flóttamaðurinn frá Sýrlandi eftir að hafa skapað mesta flóttamannavanda seinni tíma. Veldi Assad-fjölskyldunnar er fallið eftir rúmlega hálfrar aldar ógnarstjórn. Glyshallirnar eru nú rændar og heimamenn ganga um með síma sína og mynda það sem fyrir augun ber. Allir undrast íburðinn og óhófið sem ríkti í kringum Assad-fjölskylduna á meira
mynd
8. desember 2024

Bókardómur: Okkar maður í Kísildal

Starfsævi Guðmundar Hafsteinssonar (Gumma) er sannarlega óvenjuleg en hann er líklega sá Íslendingur sem hefur náð lengst á framabraut í tæknigeiranum í Kísildal í Kaliforníu. Hér er rakin viðburðaríkur feril Gumma, allt frá því að hann fékk ungur að aldri áhuga á forritun og þar til hann komst til æðstu metorða hjá Google tæknirisanum í Bandaríkjunum. Þetta er um margt eftirtektarverð meira
mynd
6. desember 2024

Blýhúðun Evrópusambandsins

Stundum má heyra þær fullyrðingar úr munni stuðningsmanna Evrópusambandsins að ríki sambandsins tróni í hæstu hæðum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að viðskiptafrelsi. Það er alrangt enda gengur grunnhugsun ESB út á að skapa eitt efnahagssvæði á bak við tollmúra og samræmt regluverk. Ef þú ert ekki inni, ertu úti, er viðkvæðið. Staðreyndin er sú að mjög fá ríki sambandsins komast nálægt efstu meira
mynd
4. desember 2024

Svíþjóð: Á ríkisstyrk í hryðjuverk

Fyrir stuttu varð sá óvenjulegi atburður að sak­sókn­ar­ar í Svíþjóð ákærðu þrjá ein­stak­linga fyr­ir að skipu­leggja hryðju­verk í landinu. Hryðjuverkin áttu meðal annars að bein­ast gegn gyðing­um í Svíþjóð. Þre­menn­ing­arn­ir eru einnig ákærðir fyr­ir að tengj­ast Ríki íslams, sem Sví­ar skil­greina sem meira