c

Pistlar:

22. nóvember 2024 kl. 14:19

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni

Stjórnarskrá hefur að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag viðkomandi ríkis. Þar er að jafnaði að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli, auk ákvæða um ýmis grundvallarréttindi borgaranna í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur sem lagðar eru við því að á þessi réttindi sé gengið. Stjórnarskráin er því grunnrit og nokkurskonar sáttmáli viðkomandi þjóðar um hvernig stjórnskipulagi skal háttað. Það gerir það að verkum að það er og á að vera erfitt að breyta stjórnarskránni. Til þess þarf að gæta að ströngum formskilyrðum, meðal annars að tvö þing, tvennar kosningar þarf til að samþykkja breytingar. Sumir vilja meira að segja að þjóðin kjósi sérstaklega um það.bessastaðir

En það eru margar aðrar breytingar sem geta varðað grunn einstakra þjóðfélaga. Hugsanlega er það mikilvægast einfaldlega hvernig fólk býr í landinu. Við sjáum það þegar sagan er skoðuð að samfélög byggjast upp og verða til með margvíslegum hætti og oft eru landamæri eða afmörkun samfélaganna óljós. Skýrasta dæmið eru átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þar er tekist á um sögulegt tilkall til landræmu sem meðal annars geymir suma af helgustu stöðum ýmissa trúarbragða. Þó að allt þetta fólk mætti kalla börn Abrahams, ef við leitum til Biblíunnar, þá berst það á banaspjótum í endalausum átökum.

Ísland hefur lengst af verið einsleitt þjóðfélag en breytist nú hratt. Ef við setum sömu kröfu um breytingar og við gerum til stjórnarskrárinnar væri harla ólíklegt að þetta gengi svona hratt fyrir sig. Það mætti því halda að það sé auðveldara að breyta þjóðinni en stjórnarskránni! Þetta hefur ýmsar afleiðingar eins og við sjáum í samfélögum nágranalanda okkar og oft hefur verið vikið að hér í pistlum.

Varðveisla tungu og menningar

„Besta leiðin til að útrýma þjóðum er að svipta þær minninu. Eyðileggja bækur þeirra, menningu, sögu. Síðan gleymir þjóðin smátt og smátt hver hún var [...] tungumálið verður fljótlega að viðundri sem hverfur fyrr eða síðar,“ skrifaði tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera (1929-2023). Augljóslega upplifa margir á Íslandi stöðuna þannig að við verðum að heyja varnarbaráttu fyrir stöðu tungunnar í landi en hún var til þess að gera einangruð og einsleitt þar til fyrir nokkrum áratugum. Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; orti Snorri Hjartarson (1906-1986) skömmu eftir inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið 1949. Fyrsta ljóðlína er oft höfð yfir í umræðum um varðveislu íslenskrar menningar og tungu. Við skulum þó muna að hingað komu erlendir menn sem áttu verulegan þátt í að varðveita íslenska tungu og er þar danski málfræðingurinn Rasmus Kristján Rask fremstur í flokki. En hann gerði það vegna þess að hann upplifði hana einstaka og ómetanlega.pale3

Getur þjóð breyst of hratt?

Hér hafa áður verið vangaveltur um hvort þjóð geti sjálf staðið fyrir því að svipta sig minninu, jafnvel minningunni? Getur það gerst ef breyting á samsetningu þjóðarinnar er of hröð? Nýtt fólk með nýja siði tekur við, þróun, aðlögun eða samlögun verður að yfirtöku, inngildingin tekur að lokum yfir aðlögunina. Aðrir siðir, trú og menning tekur yfir. Hægfara þróun gerur gerst í sátt en ekki snöggar breytingar sem færa gamlan meirihluta í nýjan minnihluta.

Hér hafa margoft í pistlum verið rakin dæmi um örar breytingar í þeim samfélögum Evrópu þar sem blöndun og fjölmenning hefur orðið einna hröðust. Þar hefur það sýnt sig að ef menn gæta sín ekki þá geta orðið djúpstæðar átakalínur, rétt eins og við sjáum fyrir botni Miðjarðarhafsins en óhætt er að segja að hver og einn hafi sína sögulegu skýringu á því hvað þar gengur á eins og áður var vikið að.

Sænskt ástand á mettíma

Allt er þetta sér­stakt áhyggju­efni og krefst mik­ill­ar var­færni þegar þjóðin sem á í hlut er agn­arsmá. Þá geta stór­ar breyt­ing­ar gerst mjög hratt. Á ör­fá­um síðastliðnum árum meira en tvö­faldaðist fjöldi og hlut­fall inn­flytj­enda í land­inu (þá eru ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar af er­lend­um upp­runa ekki meðtald­ir). Skyndi­lega er hlut­fallið hér orðið það sama og í Svíþjóð.
Á árs­tíma­bili frá 2022-2023 fjölgaði er­lend­um rík­is­borg­ur­um í land­inu um 15,6 fyr­ir hvern einn Íslend­ing sem bætt­ist við. Hefði sú þróun haldið áfram væru Íslend­ing­ar komnir í minni­hluta í land­inu á u.þ.b. 15 árum. Ef það gerðist myndi það skapa aðstæður fyrir óróleika og upphlaup. Þegar fólk af erlendum uppruna er orðið nógu margt til að flagga fánum annarra ríkja og efna til uppgjöra á forsendum heimalandsins, eins og við fengum að sjá í Amsterdam fyrri stuttu, þá erum við komin inn í nýtt samfélag. Það er ekki hægt að lýsa því öðru vísi. Á ár­inu sem nú er að líða verður straum­ur­inn sá þriðji mesti í sög­unni. Sé miðað við það bæt­ist dá­lít­ill tími við en niðurstaðan verður sú sama.loka

Berum saman það sem er samanburðarhæft

Sömu stjórn­völd og hafa fylgst með þró­un­inni nán­ast aðgerðalaus og stund­um ýtt und­ir hana halda því nú fram að þetta sé ekki leng­ur áhyggju­efni því tals­verð fækk­un hafi orðið milli ára. Það er mjög villandi lýsing því eins og allir vita erum við að taka nú við 10 sinnum fleiri hælisleitendum en fyrir nokkrum árum. Að halda því fram að það sé eðlilegt ástand ber vott um að menn kjósi að loka augunum fyrir ástandinu. Land sem ára­tug­um sam­an tók á móti að meðaltali 24 flótta­mönn­um á ári og vildi gera það vel þolir ekki mörg hundruð, hvað þá þúsund­ir ár­lega, það segir sig sjálft.

Stundum er eins og menn geri sér það að leik að rugla saman innflytjendum og hælisleitendum og sannarlega eru ekki all­ir sem sótt hafa um land­vist hæl­is­leit­end­ur. Hlut­fallið er þó miklu hærra en rang­lega hef­ur verið haldið fram í stjórn­má­laum­ræðu að und­an­förnu. Árið 2022 fjölgaði íbú­um lands­ins um 8.670. Það ár sóttu 4.520 um hæli á Íslandi. Árið 2023 fjölgaði um 6.790. Það ár voru hæl­is­um­sækj­end­ur 4.164. Þessar tölur búa til skekkju sem geta haft ófyrirséðar afleiðingar.