Nýlega rakst ég á grein um svefn barna sem bendir á að það er eðlileg hegðun barns að vakna á nóttunni. Greinin er úttekt á rannsókn sem gerð var frá Swansea-háskóla í Whales og sýnir að flest börn undir eins árs vakna amk einu sinni á nóttunni.
Spurningalisti var lagður fyrir 715 mæður barna á aldrinum 6-12 mánaða og þær spurðar út í svefnvenjur barnanna, hve oft þau vöknuðu og hvort þær nærðu börn sín þegar þau vöknuðu.
Niðurstöðurnar voru að 75% barna á þessum aldri vaknaði enn reglulega á nóttunni, að minnsta kosti einu sinni yfir nóttuna og sex af hverjum tíu börnum fengu að drekka mjólk í það minnsta einu sinni.
Annað sem var mjög áhugavert var að það var enginn munur á næturvöknun barna sem voru á brjósti eða á pela. Eins virtist ekki skipta máli upp á næturvöknum hve oft börnin nærðust yfir daginn eða hve margar máltíðir þau fengu. Mæður með börn á brjósti gáfu börnum sínum þó oftar að drekka á nóttunni.