Pistlar:

30. desember 2019 kl. 14:11

Sigvaldi Kaldalóns (svali.blog.is)

Tvö Ár

Tvö Ár



Tvö ár og við lifðum það af. Í upphafi þegar við Jóhanna ræddum þetta sumarið 2017 að flytja út, þá vissum við að við mundum aldrei gera það fyrir minna en 2 ár. Núna í dag, 30.desember 2019 eru árin tvö liðin. Þvílíkt sem tíminn líður, ótrúlega margt búið að gerast á öllum sviðum,  hjá okkur hjónunum, drengjunum og vinnulega séð. Ég er svo ánægður með að hafa lagt upp í þetta ferðalag með svo sem engar sérstakar væntingar, en einhvernvegin hefur allt gengið upp. 

Og strákarnir: Í dag eru þeir altalandi spænsku. Þeir eiga alltaf eftir að búa að því sem þeir hafa lært hér nú þegar. Þetta er búið að vera þeim heilmikil ögun.. Það er strangur agi í skólanum og okkur er ljóst að það er að gera þeim gott. Fullorðnast líka hraðar, þeir eru búnir að læra að fara langt út fyrir boxið og takast á við hluti sem þeir hafa verið smeykir við, og það á eftir að skila sér til þeirra í gegnum lífið. 

Við hjónin höfum að sjálfsögðu þurft að takast á við ýmsa hluti. Þetta var allt nýtt fyrir okkur og allt þetta einfalda í lífinu verður aðeins flóknara hér, t.d bara að fara til læknis, díla við bankann, fara með bílinn á verkstæði og eitt og annað í þessum dúr sem er svo lítið mál heima. En það reynir líka á, að við erum bara tvö hér, erum saman öllum stundum. Vinir okkar að heiman eru ekki til staðar og hvorki foreldrar né systkini. En það styrkir okkur jafnframt, að við höfum aðeins  hvort annað til að treysta á. Þetta er klárlega verkefni en styrkir okkur sem hjón.  

Það er frábært að búa í öðru landi, gerir heilmikið fyrir alla. Gott að geta séð Ísland úr fjarlægð og þurfa ekki að hugsa um daglega amstrið þar. Það er líka gaman að sjá hvað við Íslendingar erum magnað fólk og gerum margt ótrúlega vel. En það er líka athyglisvert að sjá hina hliðina, því það er svo margt heima sem betur mætti fara. Í smæð okkar ætti ekki að vera mikið mál að breyta til og lagfæra. Notfæra sér smæðina og gera betur. 



TenerifeFerðir hafa gengið mjög vel. Fluttum 2995 farþega frá mars og út desember. Við erum mjög sátt við það. Við erum búin að ná til um 12% af öllum íslensku farþegunum sem komu hingað frá og með marsmánuði og fram að þessum tímapunkti í desember. Nú er bara að bretta upp ermar og gera betur. Gera ferðirnar sem við erum með betri og auka úrvalið á því sem við höfum upp á að bjóða. Erum byrjaðir á nýrri heimasíðu sem verður opnuð innan tíðar og þar geta menn á auðveldan hátt skoðað og verslað ferðirnar áður en hingað er komið. Þá verðum við líka klárir fyrir næstu jól að selja gjafabréf. Það var alveg magnað hvað það voru margir sem vildu gefa gjafabréf í ferðirnar okkar. Á næsta ári verður sú áætlun tilbúin. www.tenerifeferdir.is 



Að lokum er rétt að nefna að það eru svo sem engar áætlanir í gangi um hvenær við snúum aftur til Íslands. Það er ljóst að á meðan nóg er að gera hjá okkur í ferðunum,  þá er engin ástæða til þess að hugleiða heimför. Einn möguleikinn er þó sá að við komum til með að vera til skiptis á báðum stöðum. En það er seinni tíma mál. Bestu kveðjur frá okkur hér á Tenerife, óskum  ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Bestu þakkir fyrir að fylgjast með okkur fjölskyldunni.

Hægt að fylgjast með okkur hér: 

Instagram: Svalikaldalons

SnapChat: Svalik

FB: Svali á Tenerife

www.tenerifeferdir.is 

14. nóvember 2019 kl. 18:39

Lífið!

Lífið!   Hola amigos. Héðan, sunnan úr Atlantshafi er allt býsna gott að frétta. Get svo svarið það að suma daga geng ég um göturnar og hugsa hver fjandinn: Vá hvað þetta er búið að vera mergjað ævintýri. Miklu fleiri góðir dagar en slæmir. Velti því stundum fyrir mér að það hljóti að hafa verið einhver heillastjarna með okkur í þessu öllu, en leiði hugann líka að því  hvort búast megi meira
2. maí 2019 kl. 21:20

Nýr kafli á Tenerife

Það er langt um liðið síðan síðasta blogg kom, enda finnst mér oftast ekkert sérstakt hafa gerst sem vert er að segja frá. En svo koma tímar sem maður sest niður og áttar sig á að það er eitt og annað sem hefur gerst í Tenelandi. Það voru ákveðin tímamót hjá mér í lok apríl. Þá lauk minni vinnu hjá Vita. Ég átti upphaflega bara að leysa af út október á síðasta ári en það framlengdist út apríl. meira
1. janúar 2019 kl. 11:08

Eitt ár

Allt í einu er orðið ár síðan við fluttum út, tíminn gjörsamlega æðir áfram þessi misserin. Ég sá fyrsta árið fyrir mér öðruvísi, get ekki alveg útskýrt hvernig, en sá þetta öðruvísi fyrir. Ekki misskilja mig, ekki að þessi tími hafi verið verri en ég átti von á, en þetta var klárlega erfiðara en ég hafði ímyndað mér. Það er erfitt að fara rífa sig upp og flytja með alla fjölskylduna svona út, mér meira
20. október 2018 kl. 18:36

Rútínan að koma

Hola amigos. Orðið dálítið síðan frá síðasta pistli og löngu kominn tími til að uppfæra ykkur um gang mála. Hér hefur lífið gengið sinn vana gang, strákarnir allir komnir í skólann og það verður að viðurkennast að við tókum fagnandi á móti rútínunni. Það var gestkvæmt í sumar og því allt sem hét regla var löngu horfin. En núna eru þeir allir í skóla og því smá næði sem við fáum í að vesenast og meira
5. ágúst 2018 kl. 10:37

Gaman en líka erfitt

Hola amigos, héðan frá Teneveldi er allt gott að frétta. Við erum þessa dagana að fara að huga að flutning í annað húsnæði. Að mörgu leiti mun hentugra en að sama skapi þá finnst okkur leitt að fara frá Los Cristianos. Maður finnur það að það er gott að vera þar, minna um ferðamenn og meira af "lókal" fólki. Allt aðeins ódýrara heldur en á Amerísku ströndinni og fleira í þeim dúr. En nýja meira
30. júní 2018 kl. 22:20

Hálft ár

Los Cristianos Tenerife 30.júní 2018   Í dag eru sléttir sex mánuðir síðan við fluttum. Vá hvað tíminn flýgur hratt, stundum finnst okkur eins og við séum ekki tengd við neitt dagatal. Margir búnir að koma út að heimsækja okkur, ekki endilega búið hjá okkur en komið og verið með okkur. Þetta er auðvitað búið að vera frábær tími og við erum núna kannski komin á þann stað að finnast við vera meira
13. maí 2018 kl. 11:04

Sólin skín

Hola amigos, það er nú orðið svolítið síðan ég skrifaði síðast blogg. Íbúðin sem við erum í er á sölu, pínu bömmer  ég viðurkenni það. Búin að koma okkur svo vel fyrir og líður vel. En sem betur fer er ekki mikil hreyfing á íbúðunum hér núna því verðið á þeim er svo rosalega hátt. Bý í ca 100fm blokkar íbúð með 3 svefnherbergjum og verðmiðinn á henni er 320.000e sem er algjör bilun. En meira
25. febrúar 2018 kl. 9:33

Í hvaða ævintýri er ég

Þegar við lögðum af stað í þetta ferðalag var ekki klárt hvað við myndum gera hér úti. Það var í raun ekki fyrr en í desember sem komst einhver mynd á það. Ég fékk starf hjá Vita og á að byrja þar í vor, einhvertímann í mai. Svona fyrst um sinn hugsaði ég, já flott ég get þá bara slakað á þangað til og notið lífsins. Ég er gjarn á að gleyma hvernig ég er, að slaka á í 5 mánuði er bara engan meira
5. febrúar 2018 kl. 9:26

Mánuður liðinn

Hola Amigos, takk fyrir að lesa bloggið mitt. Gaman að finna áhuga á þessu ævintýri okkar á Tenerife. Við erum flutt í Los Cristianos og maður lifandi hvað það er frábært. Loksins farin að koma okkur fyrir og ég meira að segja mjög viljugur að fara í IKEA. Fengum snotra íbúð í íbúðarcomplex sem heitir Los Sauces. Búum þar á 3. hæð með litlar svalir með morgunsól, dásamlegum sundlaugargarði og meira
23. janúar 2018 kl. 21:26

Þetta er algjörlega geggjað

Hvað vorum við að pæla, er hugsun sem kom gjarnan upp fyrstu dagana. Maður lagðist á koddann og þá komu efasemdirnar fljúgandi í kollinn. Og ég sem er kvíðakall á sérlega auðvelt með að mála skrattann á vegginn. En svo sest allt og það fer að komast smá rútína á mannskapinn og um leið fer maður sjálfur að róast og átta sig á hvað þetta er geggjað.  Strákarnir búnir með tvær vikur í skólanum meira
mynd
6. janúar 2018 kl. 10:33

Fyrsta vikan

Hola amigos, nú er liðin ein vika frá því að við komum út. Það er svo ótrúlega margt sem hefur flogið í gegnum hausinn á okkur að það hálfa væri nóg.  Spenningurinn var mikill þegar við vorum að leggja af stað, það er skrítið að fara í flug og vita að maður er ekki beint á leiðinni til baka á næstunni og ekki gekk erfilega að kveðja eða neitt slíkt þetta var bara allt svo skrítið.  Við meira
mynd
30. desember 2017 kl. 0:08

Það er komið að því

Úfff, jæja það er komið að því. Við förum í fyrramálið kl 09, laugardagurinn 30.desember, dagur sem við höfum beðið eftir.  Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga og við höfum þurft að hafa okkur öll við að skrúfa hausinn rétt á. Það er dálítið átak að rífa alla upp með rótum og hefja þetta ferðalag. dagarnir milli jóla og nýárs hafa eingöngu farið í að ganga frá öllu og sem betur fer höfum við meira
mynd
18. desember 2017 kl. 16:25

Tólf dagar og vinna í höfn

Ég er himinn lifandi, fékk staðfest í dag að ég er kominn með vinnu á Tenerife. Mun semsagt fara að gera allt það sem mér finnst skemmtilegt og fá greitt fyrir það. Já, hreyfiferðir í boði fyrir viðskiptavini Vita.  Ég semsagt fer strax af stað þegar út er komið í að finna hentugar hjóla og hlaupaleiðir ásamt því að finna aðra skemmtun sem hentar flestum á Tenerife og munu Vita farþegar geta meira
mynd
5. desember 2017 kl. 22:50

Yes, íbúðin er klár.

Það var /%#%#/&/(%$ mikið. Loksins búin að klófesta íbúð í Adeje þorpinu, aðeins frá öllum skarkalanum. Akkúrat það sem okkur langaði, held ég. En vá hvað þetta er búið að vera erfitt, það er svo þétt setið um allar íbúðir og eyjaskeggjar ekkert sérstaklega að taka tillit til þeirra sem eru ekki á svæðinu og vilja bara ganga frá þessum málum í gegnum netið og síma. Það er mikið mildi að við meira
mynd
9. nóvember 2017 kl. 11:29

Gengur allt hægt

Jæja rétt að koma með stöðu mála eins og hún er núna í ferlinu. Við erum búin að vera með íbúðina okkar á sölu og finnum mikið fyrir því að markaðurinn er rólegur og fólk ekki að flýta sér mikið að kaup. Ég er hinsvegar mikið til í að flýta mér að selja, langar svo að klára þann feril svo ég geti einhvernvegin verið rólegri í skinninu með þetta allt. Fjöl mörg verkefni eftir en svo fáir meira
mynd
18. október 2017 kl. 20:39

Næstu skref.

Ekki hefði ég getað ímyndað mér hvað við eigum mikið af óþarfa dóti. Þetta kemur í ljós þegar maður fer í gegnum skápana. Úlpurnar, peysurnar, útivistarfötin, íþróttafötin, fínu fötin og fleira í þeim dúr. En það er ekki bara það, hvað með bollastellið, glösin, diskana, eldföstu mótin og allt það dót. Þetta þarf allt að fara, þar sem við höfum ekki stað til að geyma allt þetta dót á. meira
mynd
5. október 2017 kl. 14:32

Eigum við að flytja til Tenerife?

  Í vor ræddum við hjónakornin um að fara til útlanda í sumar, kíkja í sólina. Tenerife vara staðurinn sem var í umræðunni. Ég á góða félaga sem búa þar og var búinn að fá þá til að svipast um eftir íbúðum fyrir okkur til leigu. Í framhaldinu af því kom þessi umræða upp um að flytja þangað bara. Höfum reyndar aldrei komið þangað en engu að síður þá ræddum við það. Að prufa að búa í meira
Sigvaldi Kaldalóns

Sigvaldi Kaldalóns

Svali heiti ég og ætla að skrifa hér um ferðalag fjölskyldunnar til Tenerife. Jóhanna er eiginkonan og synirnir 3 eru Sigvaldi 10 ára, Valur 9 ára og Siggi Kári 2 ára. Við förum af landi brott þann 30.desember næstkomandi og markmiðið er að geta leyft ykkur sem vilja að fylgjast með herlegheitunum. Tímanum áður en við förum og eftir að út er komið. 

Meira