c

Pistlar:

18. desember 2017 kl. 16:25

Sigvaldi Kaldalóns (svali.blog.is)

Tólf dagar og vinna í höfn

Ég er himinn lifandi, fékk staðfest í dag að ég er kominn með vinnu á Tenerife. Mun semsagt fara að gera allt það sem mér finnst skemmtilegt og fá greitt fyrir það. Já, hreyfiferðir í boði fyrir viðskiptavini Vita. 

Ég semsagt fer stratenehjólx af stað þegar út er komið í að finna hentugar hjóla og hlaupaleiðir ásamt því að finna aðra skemmtun sem hentar flestum á Tenerife og munu Vita farþegar geta gengið að því vísu í vetur.  Það örlar fyrir spenningi á heimilinu þessi misserin, því nú eru bara(þegar þetta er skrifað) 12 dagar í að við förum. Maður er búinn að pranga töskum inná alla sem við þekkjum og eru á leiðinni til Tenerife um jólin. Sængurnar, íþróttafötin ,sundskýlurnar og þetta helsta semsagt komið í töskur. 

Svo er reyndar annað verkefni sem kemur í ljós á næstu dögum sem gæti tekið við á nýju ári í viðbót við Vita verkefnið :-) 

Snappið: svalik 

Sigvaldi Kaldalóns

Sigvaldi Kaldalóns

Svali heiti ég og ætla að skrifa hér um ferðalag fjölskyldunnar til Tenerife. Jóhanna er eiginkonan og synirnir 3 eru Sigvaldi 10 ára, Valur 9 ára og Siggi Kári 2 ára. Við förum af landi brott þann 30.desember næstkomandi og markmiðið er að geta leyft ykkur sem vilja að fylgjast með herlegheitunum. Tímanum áður en við förum og eftir að út er komið. 

Meira