Superbowl? Já, en ekki sú sem þið kannski haldið. Heldur á acaiberja ofurskálin sviðið. Hvert sem litið er skarta stjörnurnar á himnum Hollywood sinni morgunverðar ofurskál. Leikkonan Gwyneth Paltrow gerir einni slíkri hátt undir í höfði í nýju bókinni sinni, It’s All Easy, sem kom út fyrir nokkrum dögum, Mæðgurnar gáfu nýlega uppskrift af einni sem er fallegri en flestar og uppáhaldsmorgunverðarstaðurinn minn 26 grains við Neal’s Yard í London býður þá allra fegurstu og bestu sem ég hef bragðað.
Eins og nafnið ber með sér þarf OFURSKÁLIN að skarta mergjuðum morgunmat sem kemur okkur svo vel inn í daginn að að ef allur annar matur bregst lifir maður samt daginn af. Hitt er líka skemmtilegt að morguninn, þessi dásamlega stund, er nú verða áhugaverðasti "djammtími" dagsins. Fyrir tveimur árum spáði ég því í viðtali að það sama væri gerast hér á landi og í New York og London, sem er að morgundjamm er smám saman að taka við að kvölddjammi. Nú er minna eftirsótt að hittast eftir vinnu og á kvöldin til að fá sér í glas og mynda viðskiptatengsl. Þess í stað vill fólk hittast snemma og ef til vill stunda jóga og hugleiðslu saman -, en alveg örugglega fá sér búst og ofurskál, te eða kaffi og með’í. Og mynda þannig viðskiptatengsl í hinni fíngerðu og sönnu morgunorku. Eða eins og skáldin sögðu: “Ekkert bús bara djús," og “af litlum neista verður oft ofurskál."
Svo það sé rifjað aftur upp lýsti Flosi heitinn Ólafsson leikari og rithöfundur því að hann væri snillingur á morgnanna en gáfurnar þverruðu mjög eftir því sem liði á daginn. Þetta tengja margir við. Það kemur því ekki á óvart að morgundjammið með öllum sínum ofurskálum og leiftrandi gáfum sé að ná nýjum hæðum og víddum.
Hér er mín ofurgóða ofurmorgunskál sem ég geri að jafnaði fyrir tvo:
300 gr frosin ber, sólber, krækiber eða jarðaber (sólber eru súr, kærkiber sætbeisk og jarðaber mjúk og sæt)
2 frosnir bananar, eða 1 banani og 1 avócadó
250 ml möndlumjólk
2 msk lífrænt acai lduft
1 til 2 tsk íslensk Kálfanes brenninetla
2 msk dökkt möndlusmjör (hemp- eða hnetusmjör eru líka fyrirtak)
Ég kýs að setja allt saman í kröftugan blandara, þar til morgungrauturinn verður silkimjúkur.
Ekki er bara fallegt heldur líka gott að skreyta með banönum, hnetum, eplum, bláberjum, mórberjum og hempfræjum.
En af hverju acai ber?
Berin eru ekki bara bragðgóð heldur geyma þau þau mikið magn ORAC (oxygen radical absorbance capacity). Að auki inniheldur þessi verðmæti ávöxtur verulegt magn af E-vítamíni og jurtabláma flavónóíðum, sem og kóensímið Q10. Árið 2006 sýndi rannsókn að acai berin innhalda mesta magn ORAC sem nokkurn tímann hefur mælst í fæðu, en það eru efni sem vinna gegn skaðlegum sindurefnum. Acai berin eru líka afar góð fyrir meltinguna.