c

Pistlar:

29. maí 2016 kl. 20:10

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Hin kyngimagnaða Frankincense kjarnaolía

Vissir út að þefskyn okkar er beintengt ósjálfráða taugakerfinu, miðju tilfinninga okkar? Þegar þú finnur ilm af vandaðri ilmkjarnaolíu má segja að ilmurinn brjóti sér leið beint upp í heila. Hin skilningavitin 4; sjón, bragð, snerting og heyrn hafa líka fyrstu snertingu við heilastúku áður en þau hreyfa við öðru í líkama okkar. Og þar sem ósjálfráða Boswelliataugakerfið er jafnframt beintengt þeim hluta heilans sem stjórnar blóðþrýstingi, hjartslætti, minni, streitu, hormónajafnvægi og öndun hafa ilmkjarnaolíur ekki bara áhrif á tilfinningar okkar heldur líka líkama. Jafnvel undraverð áhrif. Frankincense ilmkjarnaolían, sem er af hinu harðgerða Boswellia tré, er merkilegasta dæmið um það.

Í grunninn hefur hver vönduð ilmkjarnaolía ýmist róandi, sefandi eða örvandi áhrif á okkur eða ýtir undir jafnvægi. Ilmurinn fer í gegnum nef að taukaviðtaka og beint að ósjálfráða taugakerfinu, sérstaklega í undirstúkuna. Við utanaðkomandi örvun af þessu tagi ýtir ósjálfráða taugakerfið undir sálræn, tilfinningaleg og líkamleg viðbrögð. Í raun eru áhrifin sem við getum haft á ósjálfráða taugakerfið með ilmkjarnaolíum mjög mikil og líklega ennþá vanmetin þótt nútíma læknisfræði sé þegar farin að nýta sér ilmkjarna af fullum krafti. Því að í ljós hefur komið að ilmkjarnaolíur hafa ekki bara áhrif á hvernig okkur líður heldur líka á ýmsa líkamlega kvilla og jafnvel mjög alvarlega.

Þannig er nefnilega að þegar við öndum að okkur ilmkjarnaolíu í gegnum nef gefa taugar strax boð um að heilinn eigi að vinna í því kerfi sem tengir saman líkama og huga. Til að gera langa sögu stutta eru ilmkjarnaolíur lang einfaldasta, öflugasta og áhrifamesta leiðin til þess. Vegna þess að viðtakarnir í nefinu eru í þráðbeinu sambandi við heilann.

Rannsóknir við háskóla bæði í Vín og Berlín hafa m.a. beint sjónum að efni í ilmkjarnaolíum sem kallast sesquiterpenes og er m.a. að finna í Frankincense, Vetiver, Sandalwood, Cedarwood og Patchouli. Þær hafa allar þá eiginleika að auka súrefni í heila, en sérstaklega þó Frankincense sem eykur súrefnisupptöku í heila um allt að 28%, sem er afar mikið. (Nasel, 1992). En aukið súrefnismagn í heila styrkir ekki bara heilastúku og ósjálfráða taugakerfið heldur hefur óvenjugóð áhrif á tilfinningar okkar og námsgetu, hormóna, orku, ónæmiskerfi, líkamlega hæfni og jafnvel líkamlegan styrk.

Árið 1989 upplýsti Joseph Ledoux sérfræðingur við New York Medical University að mandlan í heila hefur mest um það að segja að halda í en um leið losa okkur við tilfinningaleg áföll. Í gegnum rannsóknir sínar hafa Dr. Hirsch og Dr. Ledoux séð ilmkjarna hafa mælanleg áhrif á líkama og sál.

Þótt viðbrögðin séu ekki beinlínis sterk eru ilmkjarnaolíur afar gagnlegar mannslíkamanum á margan hátt. Skiptir engu hvort við notum þær í formi úða eða beint úr flöskunni. Hæfileg örvun á lyktarskyns frumum hefur reynst bæta við öflugri og alveg nýrri vídd við meðferðir á sjúkdómum meðfram öðrum aðferðum, og jafnvel við mjög alvarlegum sjúkdómum. Það að anda að sér ilmkjarnaolíum í lækningaskyni er fremur ný en öflug meðferð innan læknisfræðinnar. Ein af meginástæðunum þess að ilmkjarnolíur eru í dag gjarnan hafðar með þegar um heilaáverka er að ræða er einfaldlega sú að sameindirnar í þeim sem virka bæði fyrir sál og líkama.

Frankincense ilmkjarnaolían og heilinn

IlmkjarnaolíaEins og við flestum vitum er heilinn flóknasta líffærið. Heilaáverkar geta verið allt frá því að hafa minniháttar áhrif á vitund okkar til mjög alvarlegra. Í mörgum tilfellum er hægt að lækna höfuðákverka smám saman, en með astoð Frankincense olíunnar er komin upp á borðið aðferð sem reynst hefur framúrskarandi viðbót og hefur flýtt bata margra. Það er vegna þess að Frankincence kjarnaolían eykur súrefnis upptöku svo um munar, eða mest allra ilmkjarnaolía. Málið er að ef súrefnis upptakan heppnast vel gefur það heilanum færi á að vinna rétt úr upplýsingum sem fær hann til gróa og virka eins og hann á að gera.

Frankincense er ilmkjarnaolían sem hentar í raun sem meðferð við allskyns vandamálum í heila. Eins og áður segir inniheldur hún frumkjarna sem kallaður er sesquiterpenes sem getur krossað á milli heila/blóð tálma. Sesquiterpenes blæs í raun nýju lífi í ósjálfráða taugakerfið í heilanum og önnur tengd líffæri sem losa um tilfinningar og efla minnið. Frankincense bæði auðveldar og víkkar öndun. Önnur gagnleg efni í Frainkincense olíunni eru jafnframt verkjastillandi, samandragandi, styrkja ónæmiskerfið, örva blóðrás, eru slímlosandi, vatnslosandi og sýklaleyðandi, ásamt því að róa, græða, örva meltingu og hressa.

Rannsóknirnar í Vín og Berlín sýna með nákvæmni að sesquiterpenes byggir upp súrefnið í kringum heiladingul og heilaköngul. Það er einmitt það sem myndar hið hárfína jafnvægi á milli hormóna sem stjórna tilfinningum og örva minni.

Það sem öllu skiptir er að að ilmkjarnaolíur nái í gegnum blóð- og heilatálma sem síast í gegnum húð og fylgja svo taugabrautum og hringrás þeirra. Það flýtir bata, kemur jafnvægi á frumur en líka frumukjarna í erfðaefninu okkar.

Svo er önnur og mjög áhugaverð hlið á Frankincense ilmkjarnaolíunni sem Gísli Örn Lárusson athafnamaður hefur greint frá. En með hjálp hennar og túrmeriks og fornu Ayurveda lífsvísindanna segist hann hafa læknað sig af krabbameini í blöðruhálskirtli. Það hefur komið víða fram í viðtölum.

En því má alls ekki gleyma að Frankincense olían var meðal gjafanna sem vitringarnir þrír færðu Jesú Kristi nýfæddum í Betlehem.

Heimildir m.a.
http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3924999/

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira