c

Pistlar:

21. júní 2016 kl. 21:08

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

10 leiðir til að springa út í sumar

Hugmyndin um að manneskjan sé hluti af náttúrinni, ekki yfir hana hafin, vex og dafnar. Þetta er m.a. grunnur hugmyndfræði hinnar dásamlegu Dr. Jane Goodall sem bræddi hjörtu gesta í Háskólabíói dögunum. Og um þetta snúast hin 5000 ára indversku lífsvísindi, Ayurveda. Þar er að finna ráð við flestu; allt frá mataræði að ilmum og frá litum að skapgerðar eiginleikum sem hver hæfir sinni árstíð.

Sumarið er tími birtu, elds og hita og það getur verið ansi magnað að spila með frumkröftum náttúrunar til að fá mest út úr þessum dásamlegasta tíma ársins. Sumarið flokkast sem pitta árstíð. Í Ayurveda samanstendur pitta af eldi og vatni og hefur eiginleikanna heitt, skarpt, olíukennt og létt. Fornu fræðin segja að líkt ýti undir líkt . Það merkir t.d. að einkum þeir sem eru ríkjandi pitta líkamsgerðir (þið getið skoðað betur hér) ættu sérstaklega að laga sig að sumrinu svo þeir nái að springja út. Hér eru nokkur ráð:kókosís


  1. Í fyrsta lagi ættu eldhuganir (pitta) að draga úr mjög sterkum mat á sumrin en líka súrum og söltum. Í staðinn njóta beiska og sæta bragðsins. Og raunar allar líkamgerðir þegar hitinn er í hámarki.

  2. Borðið mikið af sætum ávöxtum en forðist mjög súra. Best er að fara varlega í epli, ber, kirsuber, plómur og appelsínur en njóta þess í stað að borða döðlur, fíkjur, perur og melónur. Og svo er avócadó, sem deilt um hvort er grænmeti eða ávöxur, frábær sumarfæða.

  3. Borðið gnótt af grænmeti sem er í senn sætt og beiskt. Það eru til dæmis laufmikið grænmeti, aspas, spergilkál, hvítkál, blómkál, baunir, agúrkur, hveitigras, þistilhjörtu, kúrbítur, kóríander og minta sem er mjög kælandi. Leggið minna upp úr lauk og hvítlauk, chilli, tómötum og eggaldini. Það flokkast sem vetrarfæða eða vatafæða.

  4. Maske ekki bestu fréttirnar en áfengi og kaffi eru mjög hitagefandi. En hér eru líka góð tíðindi, þ.e. ef þið gætið þess að taka inn jurtir sem hlutleysa og kæla. Jurtir eins og mjólkuþistil og túnfífil, að ólgeymdum meltingarensímum minnka líkurnar á að líkaminn verði of þungur og súr. Og einn og einn bolli af íslensku fjallagrasatei gerir flest betra. Það er líka ráð að drekka kalda steinefnaríka drykki, eins og kókos- og mablevatn, líkt og jógarnir gera gjarnan eftir heitt jóga.

  5. Hér eru ef til vill bestu tíðindin. Nú er hárrétti tíminni til að njóta sætustu lífsgæðanna. Hinnar náttúrulegu sætu (ekki sykurs. Og í guðanna bænum ekki rugla saman ávöxtum og sykri). Raunar er góður kókosís sá allra besti og afar kælandi. En súkkulaði flokkast ekki sem sumarfæða. Kannski þekkið þið það mörg að áhuginn á súkkulaði minnkar hvort eð er yfir hásumarið. Súkkulaði er nefnilega ekta haust- og vetrarfæða. Það er fátt dapurlegra en bráðið súkkulaði í sólinni.

  6. Svefninn? Já, Ayurveda á svar við flestu. Sofðu á hægri hliðinni á sumrin til að freista þess að auka öndun í gegnum vinstri nös. Það kælir líkamann. Á meðan öndun í gegnum þá hægri gefur hita.

  7. Æfið heldur morgnanna eða á kvöldin fremur en um miðjan dag. Njótið þess að fara í sund, gera mjúkt jóga og út að ganga. Ganga, eða hlaup meðfram sjó er mjög nærandi á sumrin en sjósund eiginlega best af öllu.

  8. Og svo er þetta skemmtilegt. Ayurveda hefur líka hugmyndir um skart og litaval á klæðnaði og mælir með með silfri og perlum á sumrin (silfur er kælandi en gull hitagefandi). Kælandi sumarlitir eru hvítir og bláir, á meðan svart, rautt og appelsínugult er t.d. hitagefandi. En þetta vitum við kannski mörg.

  9. Fyrir þá sem eru heitfengir á sumrin eru sætir og kælandi ilmir þeir allra mest nærandi og gefa jafnvel orku. Þetta eru sandalwood, minta, jasmína og lavender. Njótið þeirra nú um stundir.

  10. Og mannlegir skpagerðareiginleikar sem fara okkur og sumrinu allra best eru hvating, þolinmæði og jákvæðni. Skaphiti og sumarið eiga litla samleið.
Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira