Oft er ráð að leyfa rykinu að setjast og vindum að feykja burt menguninni áður en rýnt er í kristalskúluna yfir heitustu heilsustrauma ársins. Þá verður allt skýrara.
Það verður margt um að vera í ár. Miklar breytingar eru í vændum. Svo miklar raunar að sumir tala um “culinary shift”, eða byltingu í mataræði. Jafnframt er gert ráð fyrir að umhverfisvænn lífstíll verði aldrei fyrirferðarmeiri.
Ef til vill erum við að vakna til meðvitundar um það að við erum ekki jafn takmörkuð og við höfum haldið.
JÓGA, JÓGA, JÓGA
Það er sama hvað reynt er að tala það niður. Jóga haggast ekki. Það eru vissulega til trend innan jógaheimsins sem koma og fara en kjarninn stendur alltaf fyrir sínu. Það er eins með jóga og netið. Jóga er ekki bóla. Í lok ársins komst jóga heimsminjaskrá Unesco yfir forna arfleið sem ber að vernda. Ástæðan? Jú, jóga er svo miklu meira en hreyfing. Það nærir líkama, sál og anda. Dregur úr ótta og streitu, bætir svefn, eykur blóðflæði og hreyfir við meltingunni. En umfram allt eykur jóga kærleikann í okkar eigin garð sem getur haft bráðsmitandi áhrif á aðra. Sjálfskærleikurinn var að leysast úr læðingi árið 2016 en verður heitari í ár en nokkru sinni fyrr.
Þó verður sú staðreynd að jóga getur breytir heilanum að teljast sú allra merkilegasta. Að þessu komust vísindin á síðasta ári. Jógaiðkun hreinlega “kælir” niður taugaboðin í heilanum og dregur úr hrörnun hans. Í rannsóknum hefur komið fram að eldri og reyndari jógar voru með heila á pari við sér miklu yngra fólk. Og þegar ég segi jóga á ég við allt sem því tengist, eins og gong og heilunartónlist, möntrur, hugleiðslu, mataræði, líkamsnudd, jógaheilsuferðir, Samflot og allar tegundir jóga. Jóga er er sannarlega heildstætt kerfi sem nærir öll skilningavit.
Jóga, jóga og meiri jóga er kjörorð ársins 2017.
HIN PERSÓNULEGA TÆKNI
Annað sem talið er að verði mikið tekið á árinu er hin persónulega einkaþjálfun. Þjálfun sem miðar að líkamsgerð hvers og eins. Það á líka við um mataræði. En sú allra persónulegasta verður þó að teljast sú sem þú berð á þér, eins og snjallúr, skrefamælir, hjartariti og ýmis þolþjálfunaröpp. Því er spáð að þessi persónulega tækni seljist fyrir allt að 4 billjónir dollara árið 2017. Þetta hefur sína kosti en líka nokkra galla. Nokkrir meðvitaðir læknar hafa bent á að það að ganga með þessa tækni á sér, sem sé sífellt að vakta mann, geti valdið óþarfa streitu, höfðuverk og dregið úr gæðum svefns okkar. Ef þú ert að velta þessarri tækni fyrir þér til losna við nokkur kíló er gott að hafa í huga nýlega vísindarannsókn á samburðarhópum sem sýndi að þeir léttust minna sem báru slík tæki á sér. Það er merkileg niðurstaða. Sumir sem sjá sálfræðilegu hliðina á málum vilja meina að þegar fólk sjái nákvæmlega hversu mörgum hitaeiningum það hafi brennt, hafi það meiri tilhneigingu til að verðlauna sig óhóflega. Góð dómgreind og gott innsæi, hið djúpa mannlega verður að fylgja með, sem t.d. kraftmikil jógaiðkun færir okkur. Þó er enginn í vafa um að hressandi þolþjálfun, einkum úti í náttúrunni, í bland við jógaiðkun séu frábært kombó.
MATUR SEM VIRKAR
Nú vilja margir meina að súperfæða eigi bara heima í súpermörkuðum. Mýmargir eru orðnir langþreyttir á að greiða dýru verði fyrir allskyns súperpillur og –duft sem styðjast við litlar sem engar rannsóknir og gera fátt, að þeim finnst. Það er auðvelt að skilja. Góðu fréttirnar eru þær að mjög margar þekktar og minna þekktar lækningajurtir (sem virka súper vel) styðjast í dag við góðar vísindarannsóknir. Lykilatriðið er vita hvaðan þær koma, hvernig þær eru unnar og hvernig þær virka. Fáðu því sérfræðingana til að leiðbeina þér. Þeir finnast sjaldnast í súpermörkuðum. “Functional Food” var eitt af heitustu leitarorðum Google 2016. Þeir hjá Google segja að það verði ennþá heitara 2017. Undir Functional Food fellur m.a túrmerik sem nú fer með himinskautum á Google, og önnur virk krydd og lækningajurtir (kanill, pipar, ashwagandha, triphala), kókosolía, ghee, eplaedik, hunang, kjötsoð (með lækningajurtum), súrkál, Kombucha, og margt annað. Matur og jurtir sem eru sneisafull af næringu og gera eitthvað af viti fyrir mannslíkamann eru orðnar margra frétta virði í dag vegna mikilla rannsókna. Í dag snýst nýjasta uppljómun vísindaheimsins um hve mikil áhrif vandaðar lækningajurtir geta haft áhrif á geð okkar, ekki bara líkama. Við erum jú víst eitthvað annað og meira en bara efnið.
Í þesssu samhengi er gjarnan talað um “culinary shift” eða byltingu í mataræði og margir hafa þá skoðun að byltingin nái einnig til tækni, sjálfbærni og peninga. Það kraumar undir víða.
HIN TROÐNA SLÓÐ
Flest höfum við upplifað öfgar í mataræði. Engin fita, engin sykur, engin matur. Í ár er tímbært að snúa aftur inn á hina troðnu slóð forfeðra okkar. Það er gott að borða mikla og góða fitu en sykur í hófi. Mjög líklega er sókn í meira jafnvægi komið til vegna aukinnar líkamsvirðingar. Það að hugsa vel um sjálfan sig í stað þess að vera í afneitun og stunda sjálfsrefsingar. Í dag veltur allt á að gleðja líkama og anda og framkalla tæra matargleði. Nú er lag að hætta að telja hitaeiningar og þess í stað dásama óspillt lífrænt fæði (whole food). Það á líka við um lífrænar mjólkufurðir úr kúm sem hafa fengið að borða gras. Þær valda ekki hjartasjúkdómum. Þvert á móti stuðla feitar lífrænar mjólkuafurðir að góðri heilsu. Það breytir þó engu um það að grunnur fæðu okkur ætti að vera grænmeti, ákvextir, heil korn, hnetur fræ, vatn og baunir. Hreinn og heill lífrænn matur. Innan hinnar troðnu slóðar rúmast í raun öll breiddin: vegan, grænmetisætur, þeir sem kjósa fisk og kjöt en líka flexiterían, sem ferðast á milli allra flokka. Reyndar spá því flestir að kjötlausar máltíðir verði efstar á óskalista hins meðvitaða einstaklings í ár. Allt snýst um að gera hlutina vel og virða náttúrunna. Og enn og aftur, þetta snýst um jafnvægið.
HREIN FÆÐA, EKKI HREINSANIR
Detox djúsföstur eru að syngja sitt síðasta, segja nokkrir sérfróðir. Altént þar sem fólk er ekki undir faglegri leiðsögn eða að kljást við eitthvað óumfýjanlegt. Það breytir því ekki að mataræði okkar verður sífellt hreinna og “hreinsun” sem felst í því að borða góðan, næringarríkan og allra helst lífrænan heiðarlegan mat er sjóðheitt. Heitar súpur og þeytingar verða áfram kærkomir í mataræði okkar enda innihalda slíkir “safar” lífsnauðsynlegar trefjar og næringu sem gott er að næla sér í daglega. Lee Holmes næringarráðgjafi, matreiðslumeistari og höfundur bókarinnar Supercharged Food and Heal your gut, segist ekki mótfallinn stuttri djúsföstu með grænum söfum (alls ekki ávaxtadrykkjum) en mælir þó með mildari aðferð og því að við borðum almennt léttari fæði. Og tökum ALLS ekki út olíurnar, ekki einu sinni í djúsföstu.
SÚKKULAÐI Í MORGUNMAT?
Flest höfum við hlýtt á notalegt tal um að 70% lífrænt gæðasúkkulaði sé bráðhollt. Færri vita að súkkulaði hefur ennþá betri áhrif á okkur að morgni dags. Nýlega birtist rannsókn frá Syracuse háskólanum í Tel Aviv þess efnis að dökkt súkkulaði hefur áhrif á vitsmunalega getu okkar; rökhugsun, minni og einbeitingu sem er ákkúrat það sem við þurfum á að halda til að hefja vinnudaginn. Þetta styður raunar hugmynd okkar systra um að “desert for breakfast” sé dásamleg byrjun á degi. Vísindamenn við háskólanum í Tel Aviv bættu því við að eftirréttur í morgunmat stuðlaði að þyngdartapi, þ.e. ef skynsemin er höfð með og næringin líka. Indversku lífsvísindin hafa talað fyrir hinum sætu gæðum lífsins í 5000 ár og segja líka það sama , að það að borða sætt í hófi (þó ekki sykur) sé góð leið til að grennast og nærast.
“DOSHA DINING”
Hinn undraverða upprisa túrmeriks á undanförum árum hefur orðið til þess að fólk hefur beint sjónum sínum í æ ríkara mæli að indversku lífsvísindunum (Ayurveda fræðunum). Nú dásamar fólki túrmerik um allan heim og margir hafa öðlast dýrmæta reynslu um virkni þess. Túrmerik er í raun hið heilaga gral Indverja sem byggja hugmyndafræði sína á að við séum sett saman úr þremur mismunandi doshum, eða líkams/hugargerðum og að hver hafi eina þeirra ríkjandi. Þá dosu þurfum við að næra sérstaklega vel. Það góða við túrermik er að það virkar fyrir okkur öll. Allar dosurnar. Vaxandi áhugi á indverskum “street food” hefur vakið fólk til vitundar um að það geti sannarlega borðað góðan mat sem hafi líka lækningamátt. Enn og aftur Ayurveda, systurvísindi jógafræðanna, eru á stöðugri uppleið og “dosha dining” eða það að borða í takt við eigin líkams/hugargerð er eitthvað sem þið ættuð að skoða nánar á árinu.
DRYKKIR SEM GEFA KIKK
Svokallaðir moctails eru drykkir sem fengið nútímalega yfirhalningu og í ár áttu rétt á að gera sömu kröfu til drykkja eins og matar. Loksins. Ferskpressaður safi, vel hugsaðir og vandaðir þeytingar, djúsí te, marðar jurtir og krydd, eðalkaffi, gerjaðir drykkir og skot. Þetta eru drykkirnir sem verða meira virði en nokkuð annað á árinu. Og til að hafa það alveg á tæru, þá eru drykkir líka matur. Betri veitingastaðir eru þegar byrjaðir á að bjóða upp á mocteila og aðra heilsudrykki. Drykki sem gefa kikk og eru annað en áfengi eða gos.
HYGGE Í HEIMAHÚSUM
Danir eru sérfræðingar í að hafa það notalegt. Þeir nota orðin “hygge sig” nær daglega. Þeir eru sannir jóga norðursins og eiga langa hefð í hygge. Bara við það að segja orðin fer um þá sælustraumur. Ein vinsælasta bók Dana á síðasta ári var The Little Book Of Hygge, The Danish Way To Live Well. Hún er metsölubók og komst á topp 10 metsölubókalista hins virta tímarits Time. Gaman er líka að geta þess að bókin seldist eins og heitar lummur í Systrasamlaginu fyrir jól sem segir okkur vonandi eitthvað gott um einn heitasta lífsstíl ársins í ár. Svo er ekki verra að vita að höfundur bókarinnar, Meik Wiking, er yfirmaður hamingjurannsókna stofnunnarinar í Danmörku og veit hvað hann syngur.
Hér má fá góða innsýn inn í um hvað Hygge snýst.
SÚRDEIGSBRAUÐIÐ OG -SAMLOKAN
Brauð hefur átt á brattann að sækja. Margir hafa viljað losna við glútenið og hátt innihald kolvetna hefur staðið í öðrum. Blessunarlega er nú gott brauð að öðlast þann sess sem það á skilið. Ekki er átt við næringarlaus pappabrauð heldur brauð unnin úr alvöru heilum hráefnum upp á gamla mátann. Vönduð súrdeigsbrauð eru því miður ennþá fágæt hér á landi en þó eru nokkur bakarí sem hafa fært þau upp á hærra plan. Það er Sandholtsbakarí fremst í flokki. Önnur eru bakaríið í Grímsbæ, Litla brauðstofan og Brauð og Co.
Nýjar vísindarannsóknir frá Harward háskóla styðja að kornið er okkur mikilvægara en áður en var talið. Trefjar í korni eru líka taldar koma í veg fyrir að kekkir myndist í blóði sem minnkar líkur á hjartaáföllum og heilablóðfalli. Súrdeigsbrauð úr vönduðum hráefnum inniheldur lífssnauðsynleg steinefni, mikla bredd B-vítamína, E-vítmín og dásamlegar trefjar. Njótum þess að borða vönduð og næringarrík súrdegisbrauð og djúsí súrdeigssamlokur á árinu. Það má líka vera glútenlaust, ef vill. En vönduð súrdeigbrauð innihalda jafnan auðmelt prótein sem flestir þola.