Nú mega Íslendingar fara að vara sig. Lífræn regnbogasilungsolía er komin á markað og hefur vakið umtalsverða eftirtekt enda eina sinnar tegundar í heiminum. Þessi regnbogasilungsolía er sögð skandinavísk en það eru í raun og veru Danir sem eiga uppsprettuna í vatnasilungi sem kemur úr ósnortinni lífrænni ferksvatnsuppsprettu.
Það er breska bætiefnafyrirtækið Virdian sem stendur að baki framleiðslu á regnbogasilingsolíunni en óhætt er að segja að það fyrirtæki sé eitt mest skapandi í sínum geira í dag. Til vitnis um það er fjöldi verðlauna og viðurkenninga fyrir frumlegar og vandaðar vörur. Á þessu ári hlotnaðist þeim m.a. viðurkenning fyrir besta heilsudrykkinn á Natural & Organic, stærstu evrópsku heilsusýningunni og árið 2016 var Virdian valið fyrirtæki ársins á sömu kaupstefnu.
Um regbogasilungsolíuna er áhugavert að upplýsa að vinnsla hennar hefur engin áhrif á lífríki vatnsins sem fiskurinn er veiddur í. Vistsporin er líka færri en gengur og gerist enda fiskurinn veiddur og unnin á saman stað. Framleiðslan byggir því á grænum stöðlum og ferskvatnsuppsprettan tryggir fullkomna gæðastýringu á umhverfisþáttum. Síðan fara fiskflökin að sjálfsögðu í matargerð til bestu veitingastaða á Norðurlöndum og annað sem til fellur er notað sem næring í lífrænan búsakap.
Við hreinsun á fiskiolíum er gjarnan notast við bleikiefni, efni til að eyða lykt, gerisneyðingu og eimingu sem raskar náttúrulegum fitusýrum fisksins. Því er frábært að sjá hvernig með metnaði og hugviti má auka gæði góðrar næringu. Útkoman er að fitusýrurnar eru seldar í neytendaumbúðum eins og þær koma fyrir í fisknum.
Regnbogasilungsolían frá Virdian er lífrænt vottuð af Soil Association, sem er eitt virtasta vottunarmerki heims. Olíunni er tappað á flöskur á innan við klukkustund eftir vinnslu. Niðurstaðan er lífræn jómfrúar regnbogasilungsolía. Semsé frábær uppspretta fitusýra. Og þar sem ferksvatnið er laust við eiturefni og þungamálma skilar það ennþá meiri gæðum. Því eins og gefur að skilja er ekki hægt að votta sjávarafurðir almennt vegna mikillar mengunar hafsins.
Heilsugæði góðrar fiskiolíu:
Eins og flestir vita er vönduð fiskiolía uppspretta lífsnauðsynlegrar næringar sem geta unnið gegn ýmsum krónískum sjúkdómum. Góð fiskiolía er einstök uppspretta omega 3, einómettaðra fitusýra, (ω-3 PUFA), eicosapentaenoic sýru (EPA) og docosahexaenoic sýru(DHA).
Við neyslu frásogast ω-3 PUFA strax frá meltingarveginum inn í frumuhimnurnar þaðan sem hún sinnir allskyns mikilvægum hlutverkum, þar með talið breytingum í frumumhimnum, genatjáningu, hjarta- og æðum, ásamt þvi að draga úr bólgum 1.
ω-3 PUFA gegnir mörgum mikilvægum hlutverkum sem m.a. snúa að kynheilbrigði, þungun, brjóstagjöf, jafnvægi á blóðsykri, hjarta- og æðasjúkdómum, heilbrigði liða og húðar, vitsmunum, ofvirkni og athyglisbresti.
Í síðari tíma rannsóknum hefur komið fram mikill skortur á omega 3, einómettum fitusýrum í mataræði nútímamannsins á meðan ofgnótt er af omega 6. Það ýtir undir marga sjúkdóma þar með talið bólgusjúkdóma 2.
Vönduð omega 3, íkt og er að finna í regnbogasilungsolíunni sem neytt er reglulega getur dregið úr þessarri þróun og rétt af hlutföll sem eiga að vera 2 á móti 1, (2 af omega 3 og 1 af omega 6), en ekki öfugt.
Hér eru nokkur áhugaverð dæmi:
Hjarta- og æðaheilsa. Tengsl eru á milli neyslu á ω-3 PUFA og hjarta- og æðaheilsu í 25 vísindalegum rannsóknum. Þar kemur fram að skortur á ω-3 PUFA, sérstaklega í formi DHA, var tengd hættu á kransæðasjúkdómum. 3 Fjölmargar rannsóknir styðja að neysla fiskolíum í formi bætiefnist verndar okkur gegn hjartasjúkdómum.
Geðheilsa – Skortur á ω-3 PUFAs og mikið mangn ω-6 vs ω-3, eða öfugt hlutfall omega 3 og 6 hefur verið tengt allskyns geðrænum vandamálum. Omega 3 hefur mikil áhrif á mannsheilann og leikur lykilhlutverk í virkni tauga, þar með talið viðheldur hún himnum taugunga, heilbrigðum taugaboðum, nægum taugavökva og sveigjan- og teygjanleika, að auki myndun rafvirkni tauga og frumuviðtaka. 4
Verkir og bólgur- Rannsóknir á mönnum hafa sýnt að of mikil neysla á omega 6 í formi ω-6 PUFA ríkra grænmetisolía eykur framleiðslu cytokine sem veldur bólgum í líkamanum. Á meðan ω-3 PUFA ríkar fiskiolíur draga úr bólgum í líkamanum. Þessar miklu bólgur stafa af vestrænni fæðu sem inniheldur hátt omega 6 og lágt í omega 3 ýta. Þannig samsett fæða ýtir undir króníska sjúkdóma sem eru flokkaðir eru sem bólgur, verkir og sem sálfsofnæmissjúkdómar. 5
Vandaðar fiskiolíur geta leiðrétt þetta ójafnvægi og dregið úr verkjum og bólgum. Undir þetta falla m.a. liðagigt, bólgur í meltingarfærum, lupus, slímkröm, astma, ofnæmi, sóríasis, MS og offita. 6
Húðheilsa. Sýnt hefur verið fram á að bæði EPA og DHA draga úr skemmdum af völdum skaðlegra geisla sólarinnar (UV) og bólgum í húðfrumum. 7
Krónískt bólguástand liggur að baki sóríasis og exemi. Inntaka á ω-3 PUFA dregur úr því. 8
Það liggja svo bæði faraldsfræðilegar og klínískar sannanir að baki þvi að ω-3 PUFA ríkar fiskiolíur draga úr unglingabólum. 9.
Heilsa barna: Niðurstöður rannsókna sýna að skortur á ω-3 PUFAs og/eða hátt hlutfall ω-6 vs ω-3 leika stór hlutverk í þróun margvíslegra vandamála, eins og einhverfu, ADD/ADHD, sykursýki 1 í börnun, offitu, endurteknum sýkingum í eyrum. 10. Sem fyrirbyggjandi aðgerð dregur inntaka á fiskiolíu á meðgöngu úr áhættu á ofnæmum í ungabörnum og síðar á ævinni. 11.
Þetta er bara brot af því sem góð og vönduð ω-3 PUFAs úr fiskiolíu hefur áhrif á. En það áhugavert að upplýsa að fátt slær meira á sykurþörf en næringarrík olía sem fyllir gjarnan í “tómarúmið.”
Heimildir: