c

Pistlar:

18. september 2017 kl. 20:04

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Lifi hafragrauturinn!

Líkt og þegar fitan hvarf svo gott sem úr mataræði okkar munaði mjóu að kornið hyrfi líka. Sem betur fer rataði sannleikurinn aftur til fólksins og kornið í hinum ýmsu myndum fær aftur að njóta sín á matardisknum. Vísindi nútímans hafa sannað að kornið er okkur lífsnauðsynlegt. Eitt af þeim allra mögnuðustu, sem næstum varð undir í kornfóbíunni, er hið kærkomna hafrakorn, sem er líklega einn magnaðasti orkugjafi náttúrunnar og styður að hafragrauturinn á ennþá mikið erindi.

21740520_10212002615835090_2371595472703622091_nÞegar við mörg hver hugsum um hafragraut kemur Skotland upp í hugann. Í það minnsta skoski hafragrauturinn (Scottich porridge). En hugurinn leitar líka til villtra rauðra hafra, tegundar sem vex víða í Afríku, Ástralíu og Asíu, þeirra sem upphaflega voru notaðir í lækningaskyni. Annars þrífast hafrar best í temrpuðu loftslagi Evrópu. Þar sem sumardagarnir eru langir, loftslag kalt og mikil rigning. Mikil rigning gerir það að verkum að hafrarnir þrútna út með náttúrulegum hætti og ná að mynda bústna gullna hafra.

Í samaburði við annað korn eru hafrar mjög mjúkir. Þeir innihalda mikið beta-glúkan, efni sem losnar úr læðingi þegar þeir eru lagðir í bleyti. Efnið sem gefur þeim þessa einstaka og nánast rjómakenndu áferð. Áferðin færir þeim líka sætleika sem minnir um margt á dökka bragðið af hlynsírópi.

Það eru margar aðferðir til að uppskera og vinna hafra. Þegar hýðið hefur verið fjarlægt situr kornið eftir. Það eru þessir heilu og ósnortnu. Þeir eru mjög vinsælir og í raun útbreiddari en valsaðir eða malaðir. Flögur sem við þekkjum sem haframjöl er kornið sem búið er að vinna í smærri einingar og fást ýmist fínir, grófir eða miðlungs malaðir. Til búa til hinn hefðbundna skoska hafragraut er notast við hafraflögur. Þær eru hægsoðnar í vatni og sjávarsalti og mikilvægt er að hræra í grautnum með spurtle (viðarsprota) réttsælis. Í þeim flokki (og öðrum) verður keppt á Golden Spurtle sem er hið eina sanna HM í hafragrautagerð í skosku hálöndunum í byrjun október.

Mest framleiddu hafrarnir í heiminum í dag eru hins vegar valsaðir hafrar, eða hafraflögur þar sem “júmbó” kornið hefur verið valsað í flögur. Þá er búið að margvinna hafranna, þ.e. þeir eru fyrst skornir og síðan valsaðir. Það er hins vegar nýrra undir sólinni að notast haframjöl til að baka úr, eins og kex og kökur og fleira til.

Hafrar eru í raun undursamlegt korn. Ríkir af trefjum, járni og steinefnunum magnesíum og sinki. Allt sem heldur líkama okkar gangandi og góðum. Beta glúkanið í höfrunum er vatnsleysanlegt og svo magnaðar trefjar að þær stjórna því hvernig kolvetnunum er skammtað út í blóðið. Þær hægja í raun á skömmtunarferlinu og færa líkamanum jafna og góða orku yfir lengri tíma. Eiginlega bestu orku sem hugsagt getur. Þetta einstaka ferli er í raun andsvar við öllu því sem nú er að gerast í mataræði nútímamannsins og hefur valdið okkur miklum vandræðum og jafnvel heilsubresti. Þessar einstöku trefjar draga einnig úr fitusöfnum í líkamanum. Í ljósi alls þessa styrkja (helst ekki of mikið unnir) hafrar ónæmiskerfið og auka hæfni þess til að vinna gegn sýkingum og slæmum bakteríum.

Glópulín er prótein sem aðeins er að finna í hafragrjónum í jurtaríknu. Það er einstakt og sama prótein og er að finna í kjöti, mjólk eða fiski.

Hafrar lækka kólesteról og draga úr blóðþrýstingi og minnka þannig þrýsting á hjartavöðvann.

Hafrar eru glútenlausir frá náttúrunnar hendi en geta smitast af öðru glútenríku korni ef þeim er t.d. sáð í sama farveg og hveiti (sem er mjög algengt). Þeim getur líka verið spillt í gegnum mölunarferlið t.d. þegar þeir eru settir í gegnum mölunarvél sem einnig malar annað korn sem inniheldur glúten.

Í lækningaskyni hafa hafrar líka verið notaðir á húð, til að draga úr t.d. exemi, í krem eða baðvatnið. Og ekki má gleyma að seyði af höfrum, gjarnan nefnt Avena sativa (sem þýðir hafrar) og er vinsælt náttúrulegt svefnmeðal.

Hafrar eru í raun óendanleg uppspretta næringar og undursamlegra uppskrifta.
Það er ærin ástæðan til að borða t.d. hafragraut daglega og jafnvel sem snakk fyrir svefninn.

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira