c

Pistlar:

5. mars 2018 kl. 11:21

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Slökun í borg fer í hugleiðslu með Strætó

40 daga hugleiðslan sem nú stendur sem hæst undir merkjum Slökunar í borg fer á ferð og flug föstudaginn 9. mars í orðsins fyllstu merkingu þegar Thelma Björk jógakennari og Systrasamlagið taka Ásinn (leið 1) frá Hlemmi til Hafnarfjarðar og aftur til baka.

strætóHugleiðsluferðalagið með Strætó hefst nánar tiltekið á Hlemmi kl. 14.12 og hefur viðkomu á strætóstoppistöðvum við Háskóla Íslands, í Kópavogi, í Garðabæ og í Hafnarfirði. Þaðan verður snúið við og hugleitt sömu leið til baka. Hægt er að hoppa inn (á við) hvenær sem er á leiðinni. Teknar verða nokkrar 11 mínútna hugleiðslur á leiðinni sem byggja á hinni marg vísindalega rannsökuðu Kirtan kryu sem er þekkt fyrir að vera mögnuð mantra á álagstímum.

Meiri orka
Í jógavísindunum segir að Kirtan krya heili gömul áföll, örvi heilaköngul og samþætti vinstra og hægra heilahvel. Hún á því sjaldan betur við en nú. Niðurstöður vísindarannsóknar á 12 mínútna iðkun á Kirtan kriyu í 8 vikur leiddi í ljós aukna virkni á lykilsvæðum fyrir minni í heila fólks með skert minni og aukna almenna orku þátttakenda. (Journal of Alzheimer’s Magazine/2010).

Þetta er í annað sinn sem Slökun í borg stendur fyrir 40 daga hugleiðslu en yfirstandandi hugleiðslulota hófst 9. febrúar og lýkur í Mengi 20. mars. Margir hafa kosið að hugleiða daglega, á meðan aðrir gera það öðru hverju. En umfram allt er er tilgangurinn sá að kynna fyrir fólki góð áhrif hugleiðslu. Því hvetjum við sem flesta til að hoppa á vagninn með okkur 9. febrúar þegar langþráður draumur margra um að fá hugleiða um borð í Strætó rætist.

Meiri Slökun í borg
Slökun í borg, sem hófst 10. nóv sl., er samstarfsverkefni Thelmu Bjarkar jógakennara og Systrasamlagsins og styrkt af Reykjavíkurborg. Verkefnið miðar að því að fá sem flesta til að slaka á og hugleiða til að freista þess að minnka daglega streitu og bæta andlega og líkamlega líðan.
Slökun í borg hefur meðal annars hugleitt í Systrasamlaginu, í Seljahlíð, heimili aldraðra, á Bergsson RE, á Aalto Bistro í Norræna húsinu, í Art67 gallerí og með börnum og fullorðnum í Hjallastefnunni.
Þar sem Slökun í borg stendur fram í ágúst er ennþá fjöldi hugleiðsluviðburða í farvatinu og ef til vill fleiri ferðir með Strætó.

Einfalt og ódýrt...
Allir geta iðkað slökun og hugleiðslu. Það er einfalt og ódýrt og krefst í raun engra sérstakra hæfileika. Tilgangurinn með möntru/hugleiðslu er umfram allt að fá fólk til að vingast við það sem við erum nú þegar; að vera til staðar, með okkur sjálfum, öðru fólki og samfélagi okkar.

Fylgstu með hugleiðsluferðalaginu á www.systrasamlagid.is, www.andadu.com og auðvitað straeto.is

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira