Nú er tími ljómandi fallegrar húðar að renna upp. Sól hækkar á lofti og öll viljum við líta aðeins betur út. Vönduð krem virka oft vel en þó vita flestir að ljóminn þarf umfram allt að koma innan frá. Allt snýst þetta í raun og veru um góða næringu og lækningajurtir sem henta húðinni (en vissulega öðrum þræði hvernig okkur líður). Hér eru allra bestu meðulin úr jurtaríkinu sem bókstaflega lyfta andlitinu og öllum skrokknum, ef því er að skipta. Hér eru fæðan, jurtirnar, meltingagerlarnir og furubörkurinn sem er magnaðri en flesta grunar.
Avócadó er rík uppspretta fitusýra og E- vítamíns sem og karótenóíða sem eru frábær fyrir húðina. Jurtanæringarefnin í avócadó og avócadóolíu eru þekkt í fyrir að koma í veg fyrir skemmdir á húð, auk þess sem þau eru bólgueyðandi. Þannig að augljóslega förum við að líta betur út ef við borðum mikið avócadó.
Króklappa. Rót hennar hefur verið sett á stall í gegnum aldirnar vegna þess hve mikil og góð áhrif hún hefur á húðina. Öflug húðhreinsun með króklöppu byggir á því hversu vel hún hreinsar lifur og gall. Það eru beiskir eiginleikar jurtarinnar sem hafa þessi áhrif.
Karótenóíðar eru fituleysanleg andoxunar næringarefni. Hundruðir meðlima eru í karótenóíð fjölskyldunni. Þar með talið beta karótín, lycopen, lúten og astaxanthin. Þessi næringarefni má m.a. finna í gulrótum, laufmiklu grænmeti, tómötum, sætri papriku, laxi og rækjum og virkilega vönduðum bætiefnum, og eru ákaflega góð húðnæring.
Kókosolía má bæði nota útvortis og innvortið því hún er bakteríudrepandi og svo er hún mögnuð til steikja upp vegna mikil hitaþols.
Gotu kola er þekkt jurt í Ayurveda hefðinni sem hefur bæði áhrif á blóðflæði og er örvandi. Hún örvar hina fínni þræði húðarinnar og jafnar þannig húðlitinn. Hún er einnig mikils metin vegna þess hve vel hún hreinsar vefi og blóð og ver húðina gegn eyðandi áhrifum sindurefna (öldrun).
L-lysine er ein amínósýranna. Vel þekkt er að hún ver okkur fyrir vírusum og heldur ristli heilbriguðum og styrkir húð.
Omega 3 er auðvitað mest rannsakaða fitusýran og sú allra mikilvægasta. Hún er afar öflug gegn bólgum og finnst bæði í fiski, höfræjum og blaðmintu (perilla). Rétt hluföll af omega 3-6 og 9 hafa líklega mest áhrif á heilsu mannkyns til góðs,
Probiotic/ góðgerlar, jákvæða örveruflóran hefur sannarlega góð áhrif heilsu þess sem býr yfir þeim. Þetta eru semsé vinalegu gerlarnir í meltingarveginum. Það eru margir hópar góðgerla sem hver hefur tiltekin áhrif á heilsu okkar. Á meðan sumir hópar eru tengdir meltingarvandamálum, t.d. IBS hefur komið í ljós að aðrir hafa áhif á húðheilsu. Lacobacillus rhamnous GG er sá gerill sem mest hefur verið rannsakaður í tengslum við húðheilsu en hann var upptötvaður árið 1985. Vísindalegar niðurstöður sýna að hann hann dregur m.a. úr ofnæmi og exemi.
Quercetin eru bíóflavínóðar sem finnast meðal annars í lauk og öðrum matvælum. Quercetin hefur m.a. áhrif á er histamín framleiðsluna í líkamanum, ofnæmi og bólguviðtaka sem þýðir að það dregur úr ofnæmum og bólgum. Líka mikið notað gegn frjókornaofnæmum.
Saccharomyces boulardii er gerill sem finna má í berki ávaxtar likta trés. Hann er bakteríudrepandi, sveppadrepandi og drepur sníkudýr sem gjarnan safnast upp í meltingarveginum. Þennan geril má finna í nokkrum bætiefnablöndum.
Selen er gjarnan sagt lang lang mikilvægasta næringarefnið fyrir húðina. Það hefur áhrif á ensím frameiðslu okkar og þau ensím sem draga úr bógum og þrota í húð. Sem andoxunarefni hindrar selen öldrun af völdun sindurefna og viðheldur kollagenframleiðslu húðar og þar með teygjanleika.
Túrmerik, einkum þó virka efnið kúrkúmín er sannarlega bólgueyðandi og hefur því áhrif á húðina til hin betra.
Sink er hitt stóra næringarefnið fyrir húðina og kemur jafnvægi á olíuframleiðslu hennar. Ójafnvægi í húðfitu veldur mörgum húðvandamálum, eins bólum, fílapenslum og fleiru sem geta valdið sýkingum. Á sama hátt getur of lítil húðfituframleiðsla valdið þurri húð. Sink er sannalega næringarefnið sem færir húðinni jafnvægi.
Furubörkur kemur þó kannski mest á óvart því hann er ákaflega ríkur af OPCs flavínóiðum, litarefni sem gefur mörgu í náttúrunni lit, bragð og lykt. Það voru franskir sjómenn sem uppgötvuðu hann árið 1534 og drukku te furuberki til að losna við skyrbjúg. Frakkar hafa síðan haft furubörk í heiðri og notað hann til að halda húð sinni ungri og hjarta- og æðasjúkdómum í skefjum. Þeir hafa líka lengi vitað að furubörkur jafnar blóðsykur og heldur slæma kólesterólinu í skefjum. En það er ærin ástæða til að kafa dýpra ofan í furubörkinn því rannsóknir hafa sýnst að það efni hefur áhrif á kolleganið og elastinið (teygjuefnið) í húðinni á aðeins nokkrum dögum. Styrking kollagen massans, eða þráðanna í húðvefnum, ver okkur fyrir öldrum og ágangi eyðandi ensíma og dregur líka skaða á húð af völdum bólga og sýkinga. Þá liggja fyrir merkilegar rannsóknir sem sýna að OBCs örvar hyualronic sýru líkamans sem viðheldur raka, græðir sár og sléttir úr hrukkum. OPCs í furuberki ýtir einnig undir upptöku næringar í húð, færir húðinni raka og súrefni og hreinsar eiturefni. OPCs eykur líka framleiðslu nitric oxíð, eða köfnundarefniseinoxíðs, sem víkkar út æðarnar og eykur súrefni og blóðflæði. 1. Furubörk má m.a. fá í einhverjum nútímadrykkjum og farið er að nota hann m.a. í snyrtivörur.
Ps: Flest þessarra efna má nálgast auðveldlega hér á landi. Þó ekki öll. Gotu Kola hefur enn ekki verið leyft á Íslandi.
Heimild:
1.Rohdewald, Peter. The Pycnogenol Phenomenon. Bochum: Ponte Press, 2015.