Tunguskafan hefur verið þekkt tól í austrænum tannlækningum í mörg þúsund ár. Undanfarið hefur vísindaheimurinn glaðvaknað fyrir kostum tungusköfunnar. Ekki er langt síðan breskir og bandarískir tannlæknar sögðu tungusköfuna tvisvar sinnum mikilvægari en tannburstann.
Engin sérstök hefð er fyrir notkun tungusköfu á Íslandi. Það kann að breytast á næstunni þegar fleiri ná að kynnast kostum góðrar tungusköfu og víst er að vaxandi áhugi á jógafræðum hefur mikil áhrif.
Tunguskafan er í raun einfalt tól sem virkar best þegar hún er úr einhverskonar málmi eða málmblöndu. Viska aldanna vitnar um að yfir nóttina safnist það sem kallað er “ama” á tunguna, eða eiturefni sem geta ýtt undir veikindi og/eða sýkingar. Þetta hefur m.a. lengi verið kennt í jógavísindunum.
En skoðum málið betur með augum nútíma vísindanna:
Dr. Nathan Bryan, sérfræðingur í sameindafræði og genarannsóknum við Baylor læknaháskólanum í Texas segir að regluleg notkun á tungusköfu ýti undir framleiðslu vinalegu bakteríanna sem örvi framleiðslu köfnunarefnis oxíðs (nitric oxíðs). Af hverju skiptir það máli?
Köfnunarefnis oxíð hefur gríðarleg áhrif á virkni stofnfruma líkamns til hins betra. Hlutverk stofnfruma er að halda okkur ungum en þær blása nýju lífi í gamlar frumur. Semsé tungusköfun heldur okkur ungum.
Kannski augljóst þegar grannt er skoðað:
Tungan þekur nánast þriðjung munnsins. Yfirborð tungunnar er þakið litlum totum sem hefur verið líkt við þykkt teppi. Það gerir yfirborð hennar viðkvæmt fyrir rotnun, matarleifum og bakteríum.
Sannað hefur verið að þessi kokteill sem safnast á tunguna getur orsakað andremmu, skán og tannskemmdir. Stílfað yfirborð tungunnar minnkar einnig bragðskyn.
Hér er eru ennþá fleiri dæmi úr vísindaheiminum:
“Bakteríkur á tungu orsaka andremmu í 80 til 90% tilfella.”
Heimild: American Association for Dental Research.
“Hreinsun tungu eftir að hafa borðað feitan, sterkan og klístraðan skiptir jafnmiklu máli og að nota svitalyktaeyði eftir sturtu.”
Heimild: Dental Economics.
“Tunguskafa dregur úr tannskemmdum. Skán sem innheldur Streptococci tífaldast á viku ef tungan er ekki hreinsuð.”
Heimild: Journal of American Dentistry.
“Tunguskafa dregur úr tannskemmdum við tannrót.”
Heimild: Australian Dental Journal.
“Tunguskafa endurræsir bragðlauka – færir okkur dýpra bragðskyn.”
“Óhreinn munur finnur ekki fíngerða bragðið af matnum.”
Heimildir: Journal of Prosthetic Dentistry.
“Hreinsun tungu með tungusköfu bætir bragðskyn, sérstaklega af beisku og salti.”
Heimild: Journal of Clinical Periodontology.
Góð munnheilsa helst í hendur við almennt hreinlæti – hrein tunga er ekki undanskilin (aftur: hún þekur 1/3 af munni). Ástæðan: “Það dregur úr að skaðlegar bakteríur komist niður í maga og inn i blóðrás.”
Heimild: Biomedcentra Oral Health.
En kannski það allra allra mikilvægasta:
"Hreinsun tungu dregur úr hættu á hjartasjúkdómum – vegna þess að það er samband milli lélegar munnheilsu, tannholdsvandamála og aukinnar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.”
Heimild: British Medical Journal.
"Tannholdsvandamál hafa verið tengd sykursýki, kransæðasjúkdómum og heilablóðföllum. Tungan er uppspretta meiriháttar lífríkis sem getur orsakað þessa sjúkdóma og hefur líklega almenn kerfisbundin áhrif.”
Heimild: Dental Economics.
"Léleg munnumhirða, notkun sýkladrepandi munnskols og sýklalyfanotkun geta drepið allar bakteríur í munni og hindrað framleiðslu köfnunarefnis oxíðs sem gerir sjúklinga útsettari fyrir CVD (hjarta- og æðasjúkdómum).”
Heimild: News Medical Life Science (ágúst 2017) Dr. Nathan Bryan, Baylor læknaháskólinn í Texas, USA.
Nú kunna margir að spyrja af hverju er ekki nóg að bursta tunguna með tannbursta?
1. Tannbursti nær ekki að hreinsa tunguna jafn djúpt og tunguskafa.
2. Vel hönnuð tunguskafa nær þangað sem tannbursti nær aldrei, sem er aftast á tunguna.
3. Þú kúgast ekki við notkun vel hugsaðrar tungsköfu.
4. Þú nærð daglega burtu 75% af slæma stöffinu sem safnast upp og veldur andremmu með notkun með tungusköfu en aðeins við 45% með tannbursta. Niðurstaða klínískrar rannsóknir þess efnis var birt í hinu virta Journal of Periodontalogy.
Önnur spurning sem oft vaknar er hvort munnskol dugi ekki til? Svarið er nei. Það drepur allar bakteríur. Líka þær góðu sem halda okkur heilbrigðum.
HÉR er flott myndband um hvernig nota má tungusköfu.
Áhugaverðustu tungusköfurnar í dag!
Ps: William Osler faðir nútímalæknisfræðinnar á að hafa haft á orði að hrein tunga, skarpur hugur og skýr sjón væri frumburðarréttur okkar alla daga.