c

Pistlar:

26. ágúst 2019 kl. 9:25

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Hvaða líkams / hugargerð ert þú? Taktu prófið!

Straumar og stefnur koma og fara en ayurveda fræðin hafa hefur verið til í 5000 ár og hafa sjaldan verið vinsælli. Hluti ayurveda er að taka dosha próf sem greinir niður hvaða líkams / hugargerð þú ert samkvæmt. Ayurveda líkamsgerðir
Ertu vata, pitta eða kapha?
Þetta gæti verið gott að vita svo þú megir finna leið til að láta þér líða betur með einföldum ráðum.

Dosurnar þrjár, vata (eter og loft), pitta (eldur og vatn) og kapha (jörð og vatn) byggja á fimm frumefnum.

Dosurnar eða hver líkams/ hugargerð gefa ágæta mynd af einstakri blöndu líkamsgerðar, tilfinninga og ákveðnum persónuleikaeinkennum.

Í ayuyrveda er heilsu lýst sem síkviku ástandi sem byggir á jafnvægi (eða ójafnvægi) milli hugar, líkama og umhverfis. Þú getur viðhaldið krafti og öðlast þrótt og gleði með því að kynnast sjálfri þér betur í gegnum hin stórmerku ayurvedafræði, þó ekki sé nema smávegis, ef þú skoðar sjálfa þig í tengslum við gang náttúrunnar.

Með góðu dosha prófi áttu að geta séð hver þín ríkjandi líkams / hugargerð er. Þá sem gegnir mestu hlutverki í lífi þínu

Prófið hér að neðan greinir með öðrum orðum þína náttúru. Eins og þú varst sem barn og þín helstu munstur sem hafa fylgt þér fram á fullorðinsár. Ef þú þróar með þér sjúkdóm sem ung eða fullorðin manneskja líta ayurveda (indversku lífsvísindin) svo á að þú horfir til þess hvernig þú varst áður en ójafnvægið eða sjúkdómurinn birtist. Ef fleiri en ein líkams / hugargerð er sterk í þér, horfðu til þeirra sem er sterkust.

Líkamleg birtingmynd doshanna kann að vera augljós. Hugargerðin ekki eins. En prófið getur hjálpað.

Best er að svara prófinu með tilliti til þess hvernig þér hefur liðið mest allt þitt líf. Í það minnsta er gott er að horfa nokkur ár aftur í tímann.

 

EINFALT AYURVEDA DHOSA PRÓF.

Líkamsbygging:

  1. Ég er grönn/grannur og löng/langur, beinaber og ekki vöðvamikil/l.

  2. Ég er meðalhá/hár, samsvara mér vel og er með sterka vöðva.

  3. Ég er sterkbyggð/ur / þéttvaxin.

     

Þyngd:

  1. Ég er létt/ur. Gleymi stundum að borða og þarf að halda í þyngd mína.

  2. Ég er dæmigerð meðalþyngd. Á auðvelt með að þyngjast en líka léttast ef ég tek mig á.

  3. Ég er þung/ur. Á það til að fitna og á erfitt með að léttast.

 

Augu:

  1. Augu mín eru lítil og hvikul.

  2. Augnráð mitt er skarpt og stundum hvasst.

  3. Ég er með stór augu og mjúkt augnaráð.

 

Húð:

  1. Ég er með þunna og þurrra / hrjúfa húð.

  2. Húð mín er heit og nokkuð viðkvæm.

  3. Ég er með þykka, mjúka og stinna húð.

 

Hár:

  1. Hár mitt er þurrt, viðkvæmt og óstýrlátt.

  2. Hár mitt er fíngert, þunnt og gránar snemma.

  3. Hár mitt er þykkt, umfangsmikið og glansandi.

 

Liðir:

  1. Ég er með fíngerða áberandi og viðkvæma liði.

  2. Ég er laus í liðamótunum og liðug/ur

  3. Ég er með þykka, stóra og þétta liði.

     

Svefnvenjur:

  1. Ég sef laust og vakna við minnstu truflun.

  2. Ég sef yfirleitt djúpt en þarf jafnvel minna 8 tíma svefn til að vera úthvíld/ur.

  3. Ég sef djúpt og lengi og á erfitt með að vakna á morgnanna.

 

Líkamshiti:

  1. Hendur mínar og fætur eru oftast kaldar og ég kýs heitt loftslag.

  2. Mér er venjulega heitt, óháð árstíðum. Ég kýs kaldara loftslag.

  3. Ég aðlaga mig öllu árstíðum en á erfiðast með kalda rigningadaga.

 

Geðslag:

  1. Ég er lífleg/ur og forvitin frá náttúrunnar hendi og elska breytingar.

  2. Ég er ákveðin/n, einbeitt/ur og sannfærandi.

  3. Ég er slök/slakur og þægileg/ur í umgengni. Mér líkar að fá aðstoð.

 

Undir streitu:

  1. Ég verð óttaslegin/n og áhyggjufull/ur.

  2. Ég verð pirruð/pirraður og stundum óvægin/n

  3. Ég lamast og dett inn í mig.

SVÖR:

Ef þú merkir oftast við svar 1 þá ertu ríkjandi vata.
Ef þú merkir oftast við svar 2 ertu ríkjandi pitta.
Ef þú merkir oftast við svar 3 ertu ríkjandi kafa.

Þess ber þó að geta að hver manneskja er alltaf blanda af öllum þessum doshum, eða líkams- hugargerðum, þótt ein sé jafnan ríkjandi. Skoðaðu þá doshu sérstaklega og leggðu rækt við hana. Það er nóg til að lesefni um doshurnar þrjár.

Hér eru ágætis lýsingar á hverri líkams/ hugargerð.

Ath að hin mögnuðu ayurvedafræði koma við sögu á Hausthreinsunarnámskeiði Systrasamlagsins 16. september.

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira