Veltir þú fyrir þér hvað verður um allar hárteygjurnar sem hafa eins og horfið af yfirborði jarðar? Hárteygjur sem marga rámar í að hafa tekið úr hárinu og skellt á úlnliðinn rétt áður en þær hurfu út í kosmósið. Hárteygjurnar eru alls ekki horfnar. Týndu hárteygjurnar hafa sogast inn í vistkerfið okkar og ef til vill endað í goggi fugla eða maga fiska sem auðvitað skila þeim aftur út í vistkerfið.
Plast hárteygjur (já, þær hafa allar verið gerðar til úr plasti til þessa) eru hannaðar til að endast og endast og endast – það er einmitt ástæðan fyrir því að þær koma 10 eða kannski 20 í pakka eða á spjaldi. Eða hvað? Þannig láta framleiðendur hárteygja eins og þær séu einnota um leið og þær eru framleiddar til að endast að eilífu.
Plast ógnar jörðinni. Það vitum við flest. Plast finnst í hverju skúmaskoti jarðar, allt frá dýpsta sjávarbotni til hæstu alpafjalla. Hver Íslendingur hendir í það minnsta 23 kílóum af plasti á ári og aðeins brotabrot af því er endurunnið. Afgangurinn fer í landfyllingar, hafið og allt vistkerfið um alla jörð.
HÁRTEYGJUR, EINN VANMETNASTI SÖKUDÓLGURINN
Það er eins og að engin velti fyrir sér hvað verður um allar hárteygurnar? Mikil vitundarvakning hefur orðið með plastpoka og -flöskur. En blinda auganu hefur verið snúið að hárteygjum sem eru þó sannarlega allrar athygli verðar. Það tekur nefnilega um 500 ár fyrir eina hárteygju að brotna niður í náttúrunni.
Tökum dæmi. Talið er t.d. að bandarískar konur eyði um það bil 2,5 billjónum dollara árlega í hárteygjur. Flestar þessara teygja eru horfnar sjónum þeirra áður en þær svo mikið sem slitna. Þetta þýðir að daglega hverfur einn strætó fullur af næstum “einnota” hárteygjum út í kosmósið eða öllu heldur út í vistkerfið. Bara í Bandríkjunum. Gæti samsvarað tja einum leigubíl á Íslandi.
LÍFRÆNAR PLASTLAUSAR HÁRTEYGJUR GETA BREYTT HEIMINUM.
Hér reyndist heldur betur rými til nýrrar hugsunar og breytinga, rými til að hefja framleiðslu á lífrænum, eiturefnalausum plastlausum hárteygjum sem brotna ekki niður á 500 árum. Fyrsta fyrirtækið til að stíga það skref hefur tekist að opna augu margra með því að framleiða aðlaðandi og sterkar hárteygjur sem virka og eru ekki bara án plasts heldur 75% lífræn bómull, 25% náttúrulegt trjágúmmí og 100% niðurbrjótanlegar í náttúrunni.
En jafnvel þótt nýju hárteygjurnar á markaðnum séu allt þetta og meira til er auðvitað skynsamlegt gæta þeirra betur en við höfum gert með hárteygjur til þessa. Nýju hárteygjurnar eru nefnilega sterkar og gerðar til að endast en ekki til að hverfa.
Þetta er ekki breyting heldur ein af litlu og mikilvægu byltingunum sem gera heiminn betri. Að minnsta kosti talsvert hreinni.
Hér má skoða nýju lífrænu PLASTLAUSU hárteygjurnar sem þegar eru farnar að hafa góð áhrif.