Þótt aldrei hafi mælst meira kókaín í skolpi í Reykjavík og áfengisneysla hafi verið á stanslausri uppleið undanfarna áratugi hefur umræðan um líf án áfengis sjaldan verið meira áberandi en 2019. Edrú og forvitnum fer fjölgandi víða um heim og munu sjálfsagt halda áfram að fjölga á nýjum áratug af margvíslegum ástæðum.
Það er ekki víst að allir hafa hugsað það til enda hvernig lífið sé án áfengis. Mörgum finnst áfengi tilheyra mörgum uppákomum í lífinu. En það er líka gott að spyrja stundum hvernig samband þitt sé við áfengi og aðra vímugjafa. Notar þú áfengi til að virka félagslega? Slaka á? Tengja?
Það er líka gott að spyrja hvers vegna fæstir kjósa að skemmta sér án áfengis? Menning okkar lituð af neyslu áfengis sem sumir taka oftar þátt í en þá langar. Ef þú værir til í að sleppa undan allri áfengisdýrkuninni en hitta samt fólk og skemmta þér er hreyfingin Edrú forvitin kannski eitthvað fyrir þig.
Umræðan um líf án áfengis fór ansi hátt á síðasta ári. Áfengislausir barir spretta upp og fleiri og fleiri kjósa að koma meðvitað saman án áfengis en áður. Ruby Warrington höfundur metsölubókarinnar með langa tilitilinn: Sober Curious: The Blissful Sleep, Greater focus, Limitless Presence, and Deep Connection Awaiting Us All on the Other Side of Alcohol og stofnandi Club Söda segir Edrú forvitinis (Sober Curious) hreyfinguna bókstaflega þýða það að setja spurningamerki við áfengisneyslu og vera um leið forvitin um hvatirnar, boðin og vætinganar um að drekka versus það að vera reikandi um í hugsunaleysi og án meðvitundar í ríkjandi drykkjukúltur.
Edrú forvitnir einstaklingar eru þeir sem hafa gjarnan tekið meðvitaða ákvörðun um að drekka ekki áfengi eða neyta annarra vímuefna. Það sem gerir þessa nýju hreyfingu svo vinsæla og áhugaverða sé nafnið, Edrú forvitin sem merkir að hver leitar sinna leiða til að drekka ekki. Leiðin sé alls ekki ein. En um leið og Edrú forvtini hvetur til áfengislauss lífstíls tekur hún líka utan um þá sem ekki langar að hætta alveg en kjósa engu að síður áfengisleysi líka.
Hvað er Edrú forvitin?
Ólíkt edrúmennsku sem kemur til af alkóhólisma eru Edrú forvitnir jafnan þeir sem kjósa það að drekka ekki, gjarnan heilsunnar vegna. Enda gvetur Edrú forvitnis hreyfingin þá sem það vilja til þess að skoða allt það óheilbrigða sem fylgir neyslu áfengis og annarra vímuefna.
Hvað þarf til að hætta?
Edrú forvitnis hreyfingin er jafnan ekki valmöguleiki fyrir þá sem eru í viðjum alkahólisma og geta ekki hætt en er sannarlega frábær kostur fyrir þá sem hafa tekist á við vandamálið. Sagt er að 1 af hverjum 8 eigi við áfengisvandmál að stríða Bandaríkjunum. Til að eiga sjéns á betra lífi er eini möguleikinn fyrir þann hóp að hætta að drekka. Margir úr þeim hópi hafa einnig gerst Edrú forvitnir.
Saga Edrú forvitnini
Það að vera edrú hefur ekki alltaf verið vinsælt. Menning okkar er á margan hátt ofin í kringum drykkju og áfengishátíðir. Þegar við drekkum í tengslum íþróttaviðburði, skálum fyrir brúðhjónum, eigum “hamingjustundir” á barnum eða bregðum okkur á ball eða mannamót gengur oftast allt út að það að drekka. Líka þegar við fögnum því stórkostlegasta í lífinu.
Í dag er maské óþarfi að fara á botninn til að hætta að drekka. Edrú forvitnishreyfingin er öðrum þræði stofnuð til að losa þá sem ekki vilja taka þátt í ríkjandi áfengiskúltur undan honum. Það sé til líf án áfengia, deyfi- og örvandi lyfja. Hinn náttúrulegi boðefnabar líkamans getur tekið við.
Árið 2014 var áfengislausum janúar komið á laggirnar sem hefur smám saman orðið vinsælli og er líklega aldrei vinsælli en í janúar 2020. Hópurinn sem Warrrington stofnaði, Club Söda, hefur verið til í mörg ár og vaxið og dafnað og staðið fyrir allskonar ráðstefnum, fyrirlestrum, hátíðum og uppákomum. “Mitt markmið er að sýna fram á það að ástunda edrú lífsstíl í samfélaginu sé eftirsóknarvert. Að það sé til leið til að upplifa lífið án áfengis og öllu því toxíska og eyðandi sem því fylgir, “ sagði Warrington í tengslum við útkomu bókarinnar.
Grænkera, jóga og hugleiðslu kynslóðin er líka opin fyrir Edrú forvitni og er stundum kölluð edrú kynslóðin. Þessi aldamótakynslóð hefur tekið Edrú forvitnishreyfingunni fagnandi og gert edrúlífstilinn eftirsóknarverðan.
Um öll Bandaríkin og í Bretlandi og víðar spretta upp edrú barir og skemmtistaðir sem eru uppfullir af mokteilum og óáfengum drykkjum og öðru spennandi. Þetta eru barir sem eru fallegir og aðlaðandi og ganga umfram allt út á skemmtileg edrú mannamót. Hreyfingin hvetur til edrú samkoma, jóga, hugleiðslustunda, bókaklúbba og fleira.
Læknar og heilsusérfræðingar hafa sumir hverjir bent á heilsufavandamál tengt neyslu alkóhóls við marga sjúkdóma, allt frá hjarta- og lifrarsjúkdómum til lélegs ónæmiskerfis og krabbameins. Sumir halda því þó enn fram að rauðvín sé gott fyrir hjartað. Flestar nýjustu vísindarannsóknirnar bera þess þó skýr merki að það fer best með mannslíkamann og -andann að drekka ekki.
Svo vegna heilsufars er líklega best að hætta eða kannski aldrei að byrja.
Hér má sjá áhugaverðustu edrú staðina í heiminum í dag:
https://www.thetemper.com/sober-communities-beyond-traditional-aa/