Ertu stöðugt þreytt/ur? Mætti svefninn vera betri? Er orkan alltaf að detta niður? Þá er spurning um hvort maturinn færi þér næga næringu? Það eru margir að glíma við allskonar þessa daganna. Sumir borða lítið, aðrir mikið, en samt er eins og eitthvað vanti upp á fyrir ansi marga. Það kann að stafa því að þú ert ekki að fá öll þau vítamín sem eru þér lífsnauðsynleg.
Það er skynsamlegt að byrja á að spyrja hvaðan orkan okkur kemur? Orkan kemur auðvitað að mestu úr því sem við borðum. Orkuframleiðslan í hvatberunum okkar veltur á breidd þeirra næringarefna sem við neytum en líka hæfni líkamans til að taka næringuna upp. Ef orkan er vandamál er mjög líklegt að þig vanti vítamín eða steinefni.
Því að þó að við borðum vel og heilsusamlega, kann að vera að við missum af mikilvægum vítamínum sem samt er svo auðvelt að nálgast. Samkvæmt vísindalegum rannsóknum fá meira en 2 billjónir mannkyns ekki nægilega næringu.1
Ásamt góðum mat er mjög líklegt að nokkur vönduð vítamín og bætiefni geti bætt úr því. Upp á síðkastið hefur flest gengið út að styrkja ónæmiskerfið, sem er gott mál, en þegar kemur að orkunni er gott að huga að 5 lífsnauðsynlegum vítamínum og steinefnum til að halda orkunni uppi.
B-vítamín eru hin einu og sönnu orkuvítamín
B-vítamín eru vantsleysanleg og styðja ensím líkamans til að breyta fæðu í glúkósa sem líkaminn brennir til að framleiða orku. Í raun eru B-vítamínin (sem vinna best öll saman) hið eina sanna bensín sem líkaminn þarf á að halda. B12 þarf þó að vera undir mestri smásjá hjá mörgum, sérstalega grænkerum. En hafðu líka B5 vítamínið í huga því skortur á því getur komið fram sem þrálátt slen, blóðsykurskortur, hárlos, þunglyndi, tilhneigingu til sýkinga, svima og mörgu öðru. Með því að taka inn góða B-vítamín blöndu er líklegt að orkuleysi, þreyta og slen hverfi á braut. 2
Magnesíum. Eykur gæði svefns
Það segir sig sálft, ef við sofum ekki vel verður orkan aldrei upp sitt besta. Magnesíum er sannarlega eitt mest gefandi steinefnið fyrir líkamann. Magnesíum kemur að meira en 300 efnaskiptaferlum, þar með talið orkumyndun, vöðvavirkni, taugakerfi, hefur mikil áhrif á það hvernig við sofum og hvernig við stöndumst álag. Sem betur fer er magnesíum að finna í miklu magni í mat en þó ekki nægjanlegu þar sem talið er að 70% mannkyns þjáist af skorti á magnesíumi. Almennt þrek – já og orkuleysi er gjarnan tengt skorti á magnsíumi.Áttu erfitt með svefn? Þá er gæti gott magnesíum verið málið. Það tengist sannarlega betri orku, samkvæmt vísindalegum rannsóknum 3.
Járn eykur orkuefnaskiptin
Járn er lífsnauðlegt líkamanum og og eitt af þessum efnum sem kemur að mikilvægum efnaskiptum og færir súrefni um líkamann. Járnskortur er algengasti næringarskortur í heimi. 4
Konur sem fara á erfiðar blæðingar, ófrískar konur og grænkerar eru í mestri hættu á járnskorti. Barnshafandi konur þurfa nærri tvöfalt meira járn á dag en karlmenn. 5
Járnskortur er tengdur orkuleysi, heilaþoku og grunnri öndun.
C-vítamín er ómissandi
Það er alltaf ástæða til að tala um C-vítamín sem þykir ekki bara mikilvægt í vesturheimi heldur er ein allra mikilvægasta næringin skv. Ayurveda fræðunum og líka kínversku alþýðulæknisfræðinni. C-vítamín hefur mikil áhrif á ónæmiskerfið en líka orku okkar, þar sem það sem kemur að margvíslegum efnaskiptum líkamans, þar með talið orkuefnaskiptum. Nánar tiltekið þarf C-vítamín til ótal margra hluta, svosem kollagenframleiðslu, karnitíni, innkirtlastarfsemi og myndum taugaboðefna. Skortur getur valdið skyrbjúg, minni teygjanleika í húð, marblettum, lítilli vöðvaspennu, bólgum í tannholdi og því að sár séu sein að gróa.
Þá ýtir C-vítamín undir upptöku járns sem hefur áhrif á orkuframleiðslu. C-vítamín er algerlega ómissandi.
Joð fyrir skaldkirtilinn
Joð er enn eitt næringarefnið sem er lífsnauðsynlegt orkubúskapnum og ekki síst skjaldkirtlinum. Skortur á joði leiðir gjarnan til þungra efnaskipta og jafnvel algers þrots.
Heimildir:
1) Usha Ramakrishnan; Prevalence of Micronutrient Malnutrition Worldwide, Nutrition Reviews, Volume 60, Issue suppl_5, 1 May 2002, bls: S46–S52, https://doi.org/10.1301/00296640260130731
2) Kennedy, David O. et al. “Effects of High-Dose B Vitamin Complex with Vitamin C and Minerals on Subjective Mood and Performance in Healthy Males.” Psychopharmacology 211.1 (2010): 55–68. PMC. Web. 6 feb. 2018.
3) Abbasi, Behnood et al. “The Effect of Magnesium Supplementation on Primary Insomnia in Elderly: A Double-Blind Placebo-Controlled Clinical Trial.” Journal of Research in Medical Sciences : The Official Journal of Isfahan University of Medical Sciences 17.12 (2012): 1161–1169. Prentútgáfa.
4) World Health Organization, Micronutrient deficiencies. Sjá á: http://www.who.int/nutrition/topics/ida/en/
5) NHS, Vitamins and Minerals: Iron, sjá á https://www.nhs.uk/conditions/vitamins-and-minerals/iron/