c

Pistlar:

8. febrúar 2021 kl. 18:28

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

MANNSLÍKAMINN ER EFTIRMYND NÁTTÚRUNNAR - systur spjalla við Heiðu Björk ayurvedaspeking um djúpa vorhreinsun sem hefur tíðkast í árþúsundir

Hreinsunendurnýjun og uppbygging er heiti forvitnilegs 
námskeiðs sem Heiða Björk Sturludóttir og við systur í Systrasamlaginu stöndum fyrir um um miðjan mars. 

Þ er einmitt tíminn sem margar menningarþjóðir hefja djúpa 
hreinsun í takti við hrynjandi náttúrunnar
Sagt er  ef maður hreinsi vel til á vorin verði orkan góð það
sem eftir er ársinsjafnvel fram á næsta vorHreinsunin í 
Systrasamlaginu er einmitt byggð á fræðum indversku 
lífsvísindanna / ayurveda sem njóta vaxandi vinsælda í heiminum 
vegna heildrænnar nálgunnar og góðs árangurs.
Til 
 skilja betur út á hvað fræðin ganga er best  spyrja Heiðu fyrst um
hennar líkams-hugargerð
 

Heiða Björk ert þú fremur grönnkvikræðin og með eindæmum 
fróðleikfúshver er þín ríkjandi dosha/orka
og hvernig fer efnið og andinn saman? 

Heiða segir skemmtilega frá: ,,Mitt prakriti eða meðfædd líkams- og hugargerð er VATA-PITTA. Vatan er dosha LOFTS og RÝMIS. Þessi hugtök voru fest á þessa doshu eða orkutegund, til að ná sem best utan um eiginleika hennar. Þannig einkennast vata týpurnar m.a. af hreyfanleika, breytileika, léttleika og þenslu sem skýrir granna líkamsgerð og hreyfanleikinn kemur fram í kvikum hreyfingum og tali. Rýmið í vata leitar alltaf lengra sem skýrir fróðleiksfýsnina. Þær vilja vita meira og meira og fá aldrei nóg! Vatan er skapandi orka svo vata fólk elskar að búa sér til nýjan starfsvettvang sem hefur verið einkennandi á mínum ferli. Pittan er dosha ELDS OG VATNS. Þó er eldurinn ríkjandi og vatnið er þarna með einungis til að hemja eldinn. Eldurinn er skarpur, heitur og umbreytandi sem gefur pitta fólki ákafa, einbeitingu og skerpu til að ná sínum markmiðum. Hitinn getur gefið pittunni mikið keppnisskap. Stundum gæfi ég mikið fyrir að hafa svolítið meira af hinni rólegu, stöðugu kapha orku. Enda á vata týpan það til að fara á yfirsnúning og takast of mörg verkefni á hendur og þá er stutt í kvíðann. Kapha orkan er mjúk, svöl og stöðug og getur bremsað af óæskilegar hliðar Vata og Pitta doshunnar. Þess vegna reyni ég að auka kapha orkuna hjá mér, þegar æsingurinn í lífi mínu er orðinn of mikill og ég þarf meiri stöðugleika, ást og mildi inn í líf mitt. 

Skiptir
 máli hver við erum í grunninn 
og hvernig við þróumst eða þroskumst? 

,,svo sannarlega skiptir miklu máli  vita hver maður er í grunninnþ.e.  við þekkjum meðfædda líkamsgerðþví hún 
breytist ekki yfir ævina,“ svarar Heiða  bragði. 
,,Við eigum að lifa í samræmi við okkar prakriti/grunn, því þá haldast doshurnar/orkan í jafnvægi. Það er rót sjúkdóma þegar doshurnar/orkan fara úr jafnvægi. Vata prakriti þarf t.d.  passa sig á  halda ekki of mörgum boltum á lofti í einuvarast þurrk og kulda og vera ekki of mikið á þeytingitil  brenna ekki upp orkuna sína
Vatan á t.d. ekki  stunda krefjandi líkamsræktþví hún
brennir svo mikilli orku fyrir  hún  ekki við reglulegum
krefjandi æfingumÞá gengur hún á kjarnann sinn og veiklar sig. 
Hún þrífst betur á mjúkum jarðtengjandi æfingum eins og pilatesrólegu jógatai chigöngum í náttúrunni og því um líku
Pittan getur aftur á móti mun frekar hamast í cross fit, spinning og öllu því sem brennir mikilli orkuPittan þarf þó að gæta sín að fara ekki of geyst, ekki hafa ákefðina of mikla. 
Kaphan þarf hreinlega á krefjandi hreyfingu  halda til 
hreyfa við kyrrstæðri orku sinni og hægum efnaskiptum. Sama er að segja um mataræði og annan lífsstíl, það á ekki það sama við um allar líkamsgerðir. Allt gengur út á að halda doshunum/orkunni í jafnvægi. Grunn-mantran er þannig að ólíkt róar og líkt örvar. Þar sem vatan er þurr og létt orka, örvast hún ef þurr og léttur matur er borðaður eins og tekex, hrökkbrauðhrískökur, hrásalöt og baunaspírur. Ef vata týpan borðar mikið af slíku er hætt við að vata orkan fari úr jafnvægi og æsist upp. 
Þá þarf  grípa inní með möntrunni ólíkt róar, eins og
t.d.að borða
 feitanrakan og þungan mat eins og avókadó
sætar kartöflur með ghee-i eða hafragraut. Eitthvað sem tosar vata orkuna aftur niður á jörðina. Þannig reynir maður að halda jafnvægi yfir daginn í heildarathöfnum og mataræði. Við njótum hæfileika okkar betur og lífsins þar með
ef við höldum doshunum/orkunni í jafnvægi miðað við okkar meðfædda prakriti.” 
 

Hvað er svona áhugavert við Ayurvedafræðin og hvernig
geta þau komið okkur  gagni? 

,,Það sem ég hrífst af við þessi fræði er hversu 
altumlykjandi og heildstæð þau eru. Þau horfa á hlutina heildrænt og sjá andann í efninu sem oftast er skilinn útundan í læknavísindum. En, andinn er jafn mikilvægur og efnið og þannig hafa hugsanir okkar, tilfinningar og tengsl við æðra sjálf mikil áhrif á heilsu, ekki síður en fæðutegundir og hreyfing. Allt telur í heildarpakkanum. Það er þessi samhljómur sem ég hrífst af og hvernig okkur er leiðbeint til að lifa í samræmi við hrynjandi náttúrunnar. Það gefst alltaf best. Það er mun betra að synda með straumnum í ánni og kostar minni orku, heldur en að synda á móti straumnum og eyða þannig dýrmætri orku. Þannig eigum við skv ayurveda  haga lífi okkar.
Ekki gera okkur of erfitt fyrir með því  lifa í
andstöðu við okkar líkamsgerð og hrynjandi náttúrunnar.” 

Okkur systrum fannst þú hafa unnið mikið afrek þegar
þú hjálpaðir syni þínum   tökum á tourette sem
hann hafði verið  glíma viðKomu ayurvedafræðin þar 
við sögu? 

,,Þegar ég tók á tourette vanda hans árið 2006, hafði ég ekki 
kynnst ayurveda fræðunum. Ég sneri mér því að næringarþerapíu og aflaði mér upplýsinga frá erlendum samtökum náttúrulækna og hefðbundinna tauga- og barnalækna og fylgdi þeirra ráðum. En, þó ekki hafi verið sú heildræna nálgun sem ayurveda býr yfir, dugðu þessi ráð, þar sem meltingarkerfi drengsins var hlíft við ákveðnum matvælum, vissar jurtir og bætiefni gefin til að flýta fyrir heilun kerfisins og lífstíll var tekinn í gegn s.s. skjánotkun, hreyfing, svefntími, eiturefni í umhverfi ásamt því að hann fór reglulega í craneosacral meðferð til að róa taugakerfið. Þetta virkaði svo vel að á rúmum mánuði voru öll einkenni Tourette´s horfin, nema þau sem tengjast þessari röskun sem er þráhyggja og athyglisbrestur. En það hvarf smá saman líka en tók lengri tíma. En 4 árum síðar veikist hann aftur og það skiptið var það ekki tourette´s heldur óútskýrðir verkir og doði sem læknar stóðu ráðþrota gagnvart. Hann missti heilt haustmisseri úr skóla, var sífellt með hitavellu, verki í útlimum og kvið og varð sífellt þróttminni. Ég fór þá með hann til indversks læknis í Toronto í Kanada, sem tók hann í meðferð og beitti fornum aðferðum Indlands til að heila hann. Það gekk ljómandi vel. Hann byrjaði meðferðina um miðjan nóvember og mætti hress í skólann eftir áramót og hefur nú varla orðið misdægurt síðan. Sá indverski notaði visst mataræði og jógaæfingar til heilunar.“ 

 ert þú í grunninn umhverfisfræðingur
næringaþerapisti og í ströngu námi í Ayurvedafræðum 
við virtan skóla í Kerala, hvernig geta þessi 
fræði hjálpað nútímamanninum? 

,,Umhverfisfræðin hjálpar okkur  halda okkur frá eiturefnum,
lifa í samræmi við hrynjandi náttúrunnar og misbjóða henni ekki
með lifnaðarháttum okkarÞað bítur okkur  lokum í rassinn
Það var eitt af fjölmörgum atriðum í meðferð sonarins 
á 
tourette  losa okkur við eiturefni á heimilinu
Smám saman er almenningur farinn  kveikja á perunni 
í 
þessum málum,” segir Heiða og við systur kinkum báðar kolli. 

,,Það er ekki eingöngu fyrir náttúruna sem við þurfum að ganga vel um hana, heldur ekki síður fyrir okkar eigin heilsu. Næringþerapían hefur síðan sérstaka sýn á það hvernig matvæli og umhverfi hafa áhrif á helstu kerfi líkamans og notar mataræði, jurtir, bætiefni og lífsstíl til að lagfæra það sem farið er að bila eða í forvarnarskyni. Í næringarþerapíunni sem byggir á vestrænum vísindum í bland við austræn fræði er unnið með meltingarkerfið þar sem það er rót flestra heilsutengdra vandamála. Forsaga einstaklingsins er tekin með í dæmið, reynsla, fyrri veikindi og aðstæður. Út frá því er reynt að komast að rót vandans. Mun meiri tími er gefinn í þessa vinnu en í hefðbundnum lækningum, þar sem læknum gefst sjaldnast tími til að skoða forsögu og aðstæður fólks áður en lyfjum eða aðgerðum er beitt. Ókosturinn er síðan sá að fyrir vikið kostar tíminn hjá næringarþerapista mun meira en að kíkja á heilsugæsluna og fá lyf í kjölfarið. Ayurveda, eins og áður segir, er síðan heildræn nálgun að heilsu okkar, jafn andlegri sem líkamlegri og gefur huga og anda gaum, umfram það sem þekkist í hefðbundnum lækningum og í næringarþerapíu.” 

Hver eru helstu vandamál nútímamannsins (stórt er spurt)? 

,,Þau eru mörg,” segir Heiða og bætir við: ,,Kannski aftenging okkur við hrynjandi náttúrunnar sé það sem veldur síðan öllum hinum vandamálunum. Þar sé rótin. Við teljum okkur sjálfstæð og óháð náttúrunni en svo er ekki. Við höfum verið henni háð í milljónir ára og lifað þar eins og önnur dýr merkurinnar í samræmi við dægursveiflur og árstíðasveiflur með virðingu fyrir öðru lífríki. Ekki var tekið meira en þurfti frá náttúrunni en í dag lifum við í búbblu þar sem ekkert er nóg. Meira tekið en þarf og dýrum hent sem ekki eru étin og öll þessi sóun allstaðar og allt þetta ,,keppnis”. Eins og ayurveda fræðin líta á þetta, þá er nútímamaðurinn allt of mikið í ákveðinni orku sem kallast rajas, en það er ein gunanna þriggja sem stýra huga okkar. Við erum þannig með ákveðna hugargerð fyrir utan prakriti líkams- og hugargerðina.” 

Gunurnar þrjár sem stýra síkvikum huga okkar eru sattvarajas og tamas. Þessar gunur/hugargerð getur breyst innbyrðis um ævina. Ólíkt okkar meðfæddu líkams- og hugargerð. Einhver sem er á kafi í rajas orku getur færst yfir í meiri sattva orku með réttri næringu og lífsstíl svo dæmi sé tekið. Í sattva, hinum tæra huga, ríkir friður, skýrleiki og kyrrð. Í rajasískum huga er hreyfing, keppni, hraði, metnaður og óeirð. Í tamas huga eru þyngsli og stöðnum. Þegar rajas er farið úr böndunum veldur það græðgi, stjórnsemivaldafísn, árásargirni, egóisma og ótta svo eitthvað sé nefnt. Það er kannski vandinn okkar í dag.” 

Flest þessarra stóru fræðaeins og ayurveda og 
kínverska læknisfræðin og fleiri mæla með  við
förum í djúpa hreinsun með náttúrunni í aðdraganda
páska (og svo er haldin hátíð á páskum). 
Meikar það ekki sens fyrir líkama og andaþ.e
 við fylgjum takti náttúrnnar? 

,,Á vorin, þegar vata árstíð lýkur og kapha tekur við bráðnar snjór, það hlýnar og jarðvegurinn hreinsar sig. Mannslíkaminn er eftirmynd náttúrunnar og sömu ryþmar eiga sér þar stað og því þykir henta að ,,bræða” eiturefnin í burt á vorin og hreinsa vefi líkamans. Hreinsun á líkama og huga hefur tíðkast í árþúsundir á menningarsvæði Indlandsskagans skv lífsvísindum AyurvedaVorið er tími endurnýjunar og góðri ayurveda hreinsun lýkur alltaf með endurnýjandi dögum eftir hreinsunardagana. Vor og haust eru tímabil umbreytinga og því hefur tíðkast í ayurveda að fara í hreinsun á þeim árstíðum. Það er líka annar vinkill í þessu í ayurveda, sem er uppsöfnun á doshum yfir árstíðir en kapha safnast upp yfir síðveturinn og á vorin. Þyngslin og seigfljótandi kapha orkan getur þannig orðið of mikil þegar liðið er á vor og þá er gott að hreinsa uppsafnaðkapha orku út. Sama á við um sumarið, en þá á pitta dosha það til að safnast upp í sumarhitanum og uppsöfnuð pitta orka er því hreinsuð burt á haustin. Vorin og haustin þykja ákjósanlegar árstíðir til hreinsunar á huga og líkama því oftast nær er þá veður milt. Hvorki mikill kuldi ná mikill hiti og því betra að takast á við hreinsun. Við höfum tilhneygingu til að borða meira og hreyfa okkur minna á veturna og safna þannig á okkur ama, sem er ayurveda hugtak yfir eiturefni. Í lok vetrar er tilvalið að hreinsa alla þessa ama í burtu. Þessi forni hreinsunartími á Indlandsskaga ber upp á sama tíma og páskar í hinum kristna heimi. Það er kannski engin tilviljun því hugmyndakerfin eru sífellt endurunnin og eitthvað verður eftir af því gamla í nýju afurðinni. Annars var fasta þekkt fyrirbæri hjá gyðingum til forna á tímum Gamla testamentisins. Til að hreinsa sig af syndum og ná betri tengingu við andann. En það er einmitt einnig tilgangurinn með ayurvedískri hreinsun, ekki eingöngu að hreinsa líkamann heldur einnig að gera hugann tærari og þar með í betri tengingu við andann. Andinn hefur verið settur út á kant í nútíma samfélögum. Það þarf að bjóða andanum aftur inn. Það gerum við m.a. með ayurvedískri hreinsun.” 

 ertu kennari til margra ára og kannt heldur betur
að nýta þér fjarfundabúnaðinnmegum við ekki
búast við áhugaverðu og árangursríku 
námskeiði í Systrasamlaginu sem hefst þann 15. mars? 

,,Ég hefði nú haldið það, svarar Heiða að bragði. ,,Fyrir þá sem vilja gefa sjálfum sér þennan tíma og fylgja prógramminu lofa ég góðum árangri. Þetta eru 9 dagar, stútfullir af góðum mat. Þetta er engin fasta, heldur er borðaður lítill morgunverður til að örva meltingareldinn, agni, og síðan er nærandi og bragðgóð máltíð í hádeginu úr ákveðnum baunum og hrísgrjónum með vissum kryddum sem auka upptöku næringarefnanna. Á kvöldin eru borðaðar léttar súpur. Enda á kvöldverðurinn að vera léttur eins og morgunverðurinn, því meltingareldurinn er þá minni en í hádeginu. Það má borða ávöxt og hnetur á milli mála ef einhver finnur til svengdar. Fæðan er sattvik sem þýðir að hún ýtir undir þá orku sem veitir huga okkar skýrleika og friðsæld eins og kom fram hér að ofan. Fæðan hjálpar líka til við heilun meltingarvegs. Jurtir og bætiefni eru tekin inn til að örva heilun meltingarvegsins og hreinsun lifrar. Síðustu þrjá dagana er farið í uppbyggingu og endurnýjum með áframhaldandi nærandi og hreinum mat en nú er áhersla á uppbyggingu í stað hreinsunar.” 

Heiða upplýsir jafnframt  meðfram fæðuprógramminu verði 
gerðar hugleiðslurjógaæfingar og öndunaræfingar 
til  kyrra hugaminnka óeirð og löngun í mat.
En ekki 
síst til  bæta svefn og meltingu og almenna heilsu
,,Allra best er síðan ef fólk getur tekið 
eitthvað af þessu með sér áfram og fundið 
því stað í sinni daglegu rútínu,” 
segir Heiða  lokum. 

PsGóður viðbótar fróðleikur 

Það eru 7 Prakriti (meðfæddar líkamsog hugargerðir). 
Algengast er  fólk  samsett úr tveimur doshum eins og 
í 
tilfelli Heiðu Bjarkar. Þannig er hægt  vera VATA-PITTA, KAPHA-PITTA, VATA–KAPHA. Næst algengast er einnar doshu gerðin
VataPitta eða Kapha og þá er ein dosha lang sterkust í
einstaklingnumSjaldgæfast er síðan tridoshan þegar allar 
þrjár doshurnar/orkutegundirnar eru í svipuðum hlutföllum
 

Þessar doshur sem eru einskonar orkuflæðistýra starfsemi
líkamans og búa yfir ákveðnum eðliseiginleikum. 

SJÁ FREKAR UM HREINSUN, ENDURNÝJUN OG UPPBYGGINGU Á VEF SYSTRASAMLAGSINS.

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira