c

Pistlar:

25. maí 2021 kl. 20:52

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Hefurðu prófað mjólkurfótabað?

Á dögum forn Egypta er sagt að Kleópatra hafi baðað sig upp úr hunangi og mjólk til að fá mýkri, sléttari og ljómandi fallega húð. Indverjar eiga líka mikla sögu um mjólkurböð í fegrunar- og lækningaskyni. En þau snúa meira að því að baða fæturnar upp úr mjólk fremur en allan líkamann.

MjólkurfótabaðDr. Deepa Apte sem er vinsæll ayurveda læknir í London segir fátt betra en að bæta lífrænni mjólk út í fótabaðið. Það kælir líkamann, eykur blóðstreymi, dregur úr þreytu og bætir svefn. En að auki sýrujafni notalegt mjólkurfótabað líkamann og jarðtengi okkur. Til að ná enn betri árangri mælir Dr. Apte með því bætt sé 1 tsk af gheei út í heitt fótabaðið.

Fyrir þá sem ekki þekkja er ghee hin tæra olía í smjörinu. Ghee er sannarlega mýkjandi en líka þekkt fyrir að minnka slæma kólsterólið, hamla myndum bólgu- og sjálfsofnæmissjúkdóma og vinna gegn öldrun. Ghee þykir jafnframt eitt besta heilafóður sem náttúran gefur af sér og geymir t.d. omega 3 og 6 í hárnákvæmum hlutföllum, sjá grein um GHEE.

 

Gaman er að geta þess að bæði mjólk og ghee er sagt henta öllum líkamsgerðum (vata, pitta, kapha), segja ayurveda sérfræðingarnir. Þær sefa pitta og vata en gera líka kafa líkamsgerðinni gott í hófi.

 

Svona berum við okkur að:

Hitið vatn og bætið við 1 bolla af lífrænni Bíóbú mjólk og 1 tsk af gheei

Baðið fætur ykkar í 15 mínútur.

Skolið fætur upp úr volgu vatni eftir fótabaðið

Líka má bæta við nokkrum dropum af lavender og baðsalti, ef vill.

 

Kostir mjólkurfótabaðs:

  • Kælir líkamann
  • Bætir svefn
  • Eykur blóðstreymi
  • Degur úr þreytu
  • Minnkar mígreni
  • Mýkir fætur
  • Dregur úr kvíða og jafnar hjartslátt
  • Sýrujafnar líkamann
  • Eykur teygjanleika húðar
  • Fjarlægir dauðar húðfrumur
  • Eykur hárvöxt og sagt koma í veg fyrir myndun grárra hára
  • Nærir; mjólk er rík af E vítamíni og sinki og ghee sneisafullt af lífsnauðsynlegum fitusýrum.

 

Mjólkurfótabað er yndislegt á íslensku sumarkvöldi. Hentar flestum, nema auðvitað þeim eru með laktósa óþol.

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira