Margir kvarta sáran undan þurrki þessa daganna, meiri en nokkru sinni. Hvað veldur? Haustið er brostið á sem er einn þurrasti tími ársins. Margir kenna um mikilli sprittnotkun undanfarið og ekki hafi grímunotkun og gosmengunin bætt úr.
Hvernig birtist þessi þurrkur? Nokkrir finna fyrir óþægindum í húð, sérstaklega á höndum og aðrir í andliti og fótum. Þurrkurinn birtist líka í augum, eyrum, nefi, munni og kynfærum. En lúmskastur er hann þó í meltingunni, sérstaklega ristli og taugakerfinu.
Kaldur vírus
Þegar þurrkur sest að í meltingunni er hann stundum kallaður “kaldur vírus”. Birtingamyndirnar eru gjarnan harðlífi og loft í meltingunni en þurrkurinn teygir sig líka upp í öndunarfærin og víðar.
Margir hafa þegar lýst áhyggjum yfir mikilli sprittnotkun undanfarið (sem þó var nauðsynleg) um að hún hafi líka raskað örveruflórunni. Eitt af mikilvægu ráðunum við því er að muna að taka inn vinalega meltingargerla, gerla eins hinn öfluga saccharomyces boulardii og vini hans og muna að neyta fjölbreyttra trefja sem ýta undir að góðu bakteríurnar fjölgi sér.
Það má ná tökum á þurrki ef gripið er inn í nógu snemma. Indversku lífsvísindin hafa margt fram að færa þegar kemur að þurrki, sem þó geti verið á mismunandi stigum. Kuldinn er samandragandi og felur í sér frumefin loft og jörð. Þegar kuldi og þurrkur fara saman hverfur djúsinn úr umhverfinu. Samanber haustið þegar grasið gulnar og laufin falla af trjánum (á meðan t.d. vorið flokkast sem kafa sem er kalt og rakt). Þannig eru maðurinn og náttúran eitt í augum Ayurveda. Nú þegar haustið nær yfirhöndinni með öllum sínum þurrki þurfi því að huga sérstaklega vel að slímhúðinni.
6 stig sjúkdóma
Ayurveda nefna í sínum ritum sex stig sjúkdóma. Á fyrstu 2 stigunum fara hlutirnar lítillega úr skorðum en eru staðbnundnir. Það sé allt frá þurrum hægðum til harðlífis og lofts í maga. Á þriðja stigi og yfir er talað um að loftið flæði yfir og fari út í blóðrásina og þaðan í frumurnar.
Það sem þessi greinagóðu fræði kenna er að besta ráðið til að mæta kulda og þurrrki sé einfaldlega með hita og raka. Það sé best að gera í gegnum munn, nef, augu, eyru og húð en umfram allt þarf að halda meltingunni rakri. Þannig vinnum við best gegn þurrki.
Þau er ekki öll auðveld hugtökin sem koma fram í Ayurvedafræðunum. Meltingarörvandi kallast Dipanans og er flokkur fæðu / jurta sem sögð eru endurreisa jafnvægi meltingarinnar. Auðvelt er að ná aftur jafnvægi í gegnum fæðu og lífstílsbreytingar ef við erum bara á 1 eða 2 stigi og jafnvel á því 3ja. Það er ekki fyrr en fyrir ofan 3ja stigið að við þurfum sérstaka meðhöndlun með lækningajurtum og öðrum langtíma aðferðum.
Hiti, beiskja, olía og safi
Það þarf vart nefna, jafn augljóst og þar er, að fyrst og fremst þurfum við að forðast það að borða ís og aðra ískalda og frosna fæðu á þessu tíma ársins. Nú er lag að borða borða það sem er hitagefandi. Leggja þarf sérstaka áherslu á heit krydd án þess að maturinn sé þó of þungur. Gott er að hafa matinn beiskan frá náttúrunnar hendi. Þannig eru safaríkar og matarmiklar súpur ákkúrat málið núna, sem og heitir drykkir og grænmetisþeytingar með heitum jurtum. Kryddin eða lækningajurtir sem eru sérlega gefandi núna eru kúmínfræ, sinnepsfræ, kanill, kardimommur, engifer, fennugreek, svartur pipar, chilí, cayanne pipar og jafnvel líka basil. Öll þessi krydd auka varmann í líkamanum. Mikilvægt er að bæta góðri olíu við matinn því annars geta þessi sterku krydd valdið ennþá meiri þurrki. Sæta og braðgmikill matur (sæta og selta) færa orku inn í vefina en þess má geta að sæta er sett saman úr jörð og vatni og salt úr vatni og eldi. Miklu skiptir að nota alltaf ögn af salti í flestan mat til að örva þann hluta tungunnar sem ýtir undir að við finnum og virkjum bragðið af öðrum kryddum.
Olía í öll vit!
Passið sérstaklega upp á raka í augum, eyrum, munni, nefi og auðvitað húð. Ayurveda mæla með notkun olíu á alla þessa staði, sérstaklega yfir haust- og vetrartímann. Hafðu það einfalt. Settu dropa af ghee-i í augun, dropa af hlutlausri og lífrænni jurtaolíu í eyrun og góða lífræna olíu í naflann en “púllaðu” þ.e. dreyptu á olíu og láttu hana leika um munn og munnhol í fáein andartök. Þá er bráðsniðugt að hafa á sér olíu í lítilli flösku með dropateljara til að setja í nefið yfir daginn.
Haltu meltingunni rakri. Lakkríste, kanill, túrermerik te/latté með nokkrum dropum af kókosolíu eða ghee-i vökvar líkamann að innan. Þá er kaffi með gheei, kókosolíu eða MTC olíu mun betra fyrir okkur á þessum tíma árs því kaffið er þurrt. Nokkur hörfræ eða chia fræ út í teið viðhalda einnig góðum raka í meltingunni.
Olíunudd þarf varla nefna, svo oft hef ég skrifað um það. Það liggur til grundvallar góðri heilsu að mati indversku fræða. En til að gera langa sögu stutta er best að kafa líkamstýpurnar noti lítið magn af olíu, pitta miðlungs magn og vata líkams/hugarðgerðin ætti að nota mest af olíu. Olían þarf helst að vera volg eða heit. Allra best er þó að hafa olíu með öllum mat og/eða taka inn góðar jurtaolíur með lífsnauðynlegum fitusýrum. Olían þarf að ná til meltingar, vefja, liða og ekki síst vefja í heilanum, CSP(CerebroSpinalFluid). Hér má sjá leiðbeiningar um olíunudd.
Húfa, trefill, svefn og taugar
Húfa og trefill þykja líka mikilvæg vörn gegn þurrki og kulda. Bæði kínverka alþýðulæknisfræðin og Ayurveda hafa ákveðna orkupunkta í huga á höfði og hálsi þar sem loft kemst auðveldlega inn í líkamann. Húfa og trefill eru því góð ráð til forðast að fá loft inn í taugakerfið sem ku geta sett óþarfa álag á taugarnar.
Svo er það blessuð hvíldin. Það að hvílast vel minnkar líkur á þurrki. Góð melting reiðir sig á gott ónæmiskerfi og gott ónæmikerfi hangir á góðum svefni. Segir sig sjálft. Sagt að góður svefn smyrji líkamann hátt og lágt í gegnum ákveðið ferli í sefkerfinu þegar við hvílumst vel. Sá prósess hefst í meltingunni sem leiði svo út í taugakerfið.
Hafið í huga að þegar þurrkurinn laumar sér inn getur verið kúnst að ná honum út. Ekki gefast upp. Vestrænu fræðin eiga mörg ágætis ráð til að bregðast við þurrki en Ayurveda vill umfram allt fyrirbyggja að þurrkurinn fari á flug og nái óþarflega djúpt inn í skrokkinn.