c

Pistlar:

5. mars 2022 kl. 11:25

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

10 ráð til að efla lífsþróttinn í lok vetrar og byrjun vors

Af hverju kallast síð vetrar-vor kafa árstíð? Halda mætti að síðla vetrar og byrjun vors, með nýjum sífellt léttari dögum og bráðum nýjum sprotum, hefðu „léttari“ eiginleika. Svo er alls ekki. Þetta segja indversku lífsvísindin Ayurveda, sem telja manninn og náttúruna samofna heild.

jörðÞað er raki á jörðinni þegar frost og snjór bráðnar. Jörðin er ekki lengur hörð af frosti á þessum seinni hluta vetrar. Kuldinn er enn hér og jörð og vatn blandast saman sem gefur frá sér þunga, seigfljótndi, stíflu eiginleika sem safnast undir skónum þínum. Þessir eiginleikar eru ekki aðeins undir fótunum. Þeir eru undir og yfir og allt um kring og líka í andrúmsloftinu sem við drögum að okkur. Jafnvel þótt við höldum okkur innandyra í heitu og þurru umhverfi getum við ekki komist hjá því að verða fyrir áhrifum þessarar árstíðar.

Ef við erum tengd okkar eigin náttúru finnum við hvernig meltingarloginn hefur minnkað. Það kallar á léttari mat og heitar léttar hreinsanir. Það sem er í raun að gerast er að kerfið okkar er að opna fyrir léttari daga og búa sig undir hlýrri árstíð. En þar sem við erum vanaverur finnst okkur oft erfitt að stíga skrefið frá því að fara úr þungum vetrarmat yfir í léttari vormat en það þurfum við svo sannrlega að gera.

Hér koma 10 ráð til að létta okkur lífið á þessum tíma árs.

1. Leggðu allar mjólkurvörur til hliðar sem og þung matvæli eins og dýraafurðir.

2. Dragðu úr feitum mat eins og hnetum og steiktum mat. Prófaðu að steikja matinn þinn upp úr vatni, gufusjóða eða ofnbaka í stað þess að steikja upp úr olíu.

2. Borðaðu heitan mat og drykki. Slepptum köldum mat og hráfæði.

4. Léttur, heitur, bragðmikill og auðmeltanlegur matur er málið núna.

5. Sterk krydd geta aukið meltingareldinn. Þau hreinsa þyngslin í líkamanum eftir alla vetrarfæðuna. Kryddin sem eru sérstaklega gagnleg núna eru engifer sem rífur sig í gegnum meltinguna, túrmerik, negull og kardimommur. Kaffið er líka kærkomið á þessum tíma árs.

engifer26. Búðu til engiferte úr ferskum engifer og drekktu yfir daginn. Þetta mun hjálpa til við að hreinsa stíflur og losa um staðnaða orku og til að brenna eiturefnum (ama).

7. Þurrburstaðu húðina daglega með nuddhanska úr náttúrulegum efnum eða líkamsbursta með hörðum kaktushárum. Gerðu það áður en en þú ferð í sturtu á morgnana. Skoðaðu hvernig þú berð þig að.

8. Örvandi öndunaræfing eins og kapalabhati er frábær á þessum árstíma. Ef þú ert kafa líkams/hugargerð (eins og árstíðin núna) gerðu þrjár umferðir af kapalabhati, en ef þú ert ríkjandi vata eða pitta dugir ein umferð. (Taktu dosha prófið).

9. Gerðu þínar daglegu sólarhyllingar hraðar en venjulega og ef þú ferð út að ganga reglulega, hlauptu inn á milli. Það þarf að örva líkamann á þessu árstíma til að losa okkur við eiturefni, þyngsli og létta á orkunni.

10. Prófaðu hopp (t.d. léttaburstiþolþjálfun á litlu trampólíni) daglega í 10-12 mínútur eða ef þú átt húllahring þá er það frábær leið til að örva meltinguna. "Hlapp" er líka góð leið til að ýta undir orkuna. Það er að hlaupa og labba til skiptis. Smá hopp, rösk ganga, hlaup eða húllahopp örvar sogæðakerfið og hreinsar líkamann.

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira