Ýmislegt gott hefur hvisast út um jurtina Andrographis sem margir kjósa kalla hið náttúrlega parasetamól. Andrographis er í gömlum fræðibókum nefnd “King of bitters” enda fyrirfinnst vart beiskari jurt. Jurtin á sér langa sögu í kínverski læknisfræði sem og ayurvedískum lífsvísindum.
Í kínverski alþýðulæknisfræðinni er hún notuð til að hreinsa hita úr lungum, í meltingu og þurrka upp raka í líkamanum, og sömuleiðis í ayurveda, en þar er talað um afeitrun, hreinsun meltingar og við margskonar ofnæmum.
Í Tælandi þekkja heilbrigðisstarfsmenn jafnt sem almenningur hið græna chiretta (Andrographis). Þessi jurt er jafn vinsæl og parasetamól þar í landi til að meðhöndla kvef og flensu.
Þetta byggir á því að árið 1991 komust vísindamenn við Mahidol háskólann í Bangkok í Tælandi að þeirri niðurstöðu, eftir klíníska rannsókn, að chiretta (6g á dag) væri jafn áhrifaríkt og parasetamól (4g á dag) til að lina hita og hálsbólgu hjá sjúklingum með hálsbólgu. Síðan þá hafa nokkrar frekari rannsóknir gefið vísbendingar um að chiretta sé áhrifarík við meðhöndlun sýkinga í efri öndunarvegi. Tilkynntar aukaverkanir eru litlar sem engar eða í besta falli vægar og skammvinnar.
Í ljósi neyðarástands sem skapaðist þegar Covid reis sem hæst í Tælandi ákvað hið opinbera að gefa alls 11.800 föngum þetta náttúrulyf við vægum einkennum veirunnar og niðurstaðan var sú, að því er tælensk stjórnvöld greindu frá, að 99% fanganna náðu sér. Þetta varð til þss að tælenska mennta- og vísindráðuneytið lagði til að einkennalitlir eða -lausir tækju 60 gr af jurtinni 3 x á dag með mat.
Andrographis hefur nú verið rannsakað sem hugsanleg áhrifarík meðferð við öndunarfærasýkingum, eins og kvefi og inflúensu sem skilar sér í styttri tíma og minni alvarleika einkenna. Að auki hefur verið sýnt fram á Adrographis dregur úr hálsbólgu og hita. Enn athyglisverðara er að talið sé að jurtin verji fyrir sýkingum í 3-6 mánuði eftir að neyslu þess er hætt. Rannsóknir benda einnig til þess að Andrographis virki á 5-7 dögum gegn öndunarfærasýkingum. Þessi ekki svo þekkta jurt skilar stöðugt dýrmætari niðurstöðum í vísindarannsóknum og enn fleiri rannsóknir eru í vinnslu.
Til að kanna sögulega notkun hennar var kafað ofan rit sem voru sem voru gefin út 1951 af School of Tropical Sciences, Indlandi. Þar er skjalfest kerfisbundin rannsókn var gerð árið 1911 sem benti á Andrographolide væri aðal lífvirka efnið í jurtinni. Þetta sama styðja rannsóknir í dag.
Heimildir.
Cáceres DD, Hancke JL, Burgos RA, Sandberg F, Wikman GK. Use of visual analogue scale measurements (VAS) to assess the effectiveness of standardized Andrographis paniculata extract SHA-10 in reducing the symptoms of common cold. A randomized double blind-placebo study. Phytomedicine. 1999 Oct;6(4):217-23.
Caceres, D.D., Hancke, J.L., Burgos, R.A. and Wikman, G.K., 1997. Prevention of common colds with Andrographis paniculata dried extract. A pilot double blind trial.?Phytomedicine,?4(2), pp.101-104.
Hu, X. Y., Wu, R. H., Logue, M., Blondel, C., Lai, L., Stuart, B., Flower, A., Fei, Y. T., Moore, M., Shepherd, J., Liu, J. P., & Lewith, G. (2017). Andrographis paniculata (Chuan Xin Lián) for symptomatic relief of acute respiratory tract infections in adults and children: A systematic review and meta-analysis. PloS one, 12(8), e0181780.
Poolsup N, Suthisisang C, Prathanturarug S, Asawamekin A, Chanchareon U. Andrographis paniculata in the symptomatic treatment of uncomplicated upper respiratory tract infection: systematic review of randomized controlled trials. J Clin Pharm Ther. 2004 Feb;29(1):37-45.
Grein í Bangkok Post: https://www.bangkokpost.com/life/social-and-lifestyle/2101707/a-promising-development-in-the-fight-against-covid